Bandaríkin

Fréttamynd

Undir­búa stærðarinnar sendingar til Úkraínu

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna undirbýr nú umfangsmikla sendingu hergagna til Úkraínu. Pakkinn mun meðal annars innihalda bryndreka, annarskonar farartæki, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og langdrægar eldflaugar.

Erlent
Fréttamynd

Hættu við um­fangs­miklar á­rásir á Íran

Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum.

Erlent
Fréttamynd

Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016

Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag.

Erlent
Fréttamynd

Frum­varp um bann við TikTok sam­þykkt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta.

Erlent
Fréttamynd

Maðurinn sem kveikti í sjálfum sér látinn

Maður sem kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshús í New York-borg í gær er látinn. Í réttarsal dómshússins hefur verið réttað yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Ný kyn­slóð vél­menna vekur ó­hug

Forsvarsmenn fyrirtækisins Boston Dynamics, sem hefur lengi gert garðinn frægan með þróun vélmenna, kynntu á dögunum nýja kynslóð Atlas vélmenna. Atlas vélmennin hafa í nærri því áratug vakið mikla athygli fyrir töluverða hreyfigetu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hefur mátt sitja undir sví­virðingum um sjálfan sig

Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig.

Erlent
Fréttamynd

Komu saman vegna þrjá­tíu ára af­mælis Pulp Fiction

Það vantaði ekki stórstjörnurnar þegar haldið var upp á að þrjátíu ár væru í ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Pulp Fiction, eða Reyfara eins og myndin var nefnd á íslansku. Margir aðalleikara myndarinnar söfnuðust af því tilefni saman sérstökum viðburði TCM Classic Film Festival í í Chinese Theatre í Los Angeles í gær.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Banda­ríkin stöðvuðu fulla aðild Palestínu­manna að SÞ

Ályktun um fulla aðild Palestínumanna að Sameinuðu þjóðanna var felld í öryggisráðinu í kvöld þegar Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði það ekki til marks um andstöðu þeirra við sjálfstætt ríki Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

John­son í erfiðri stöðu

Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkuknúinn kaf­bátur í stuttri heim­sókn

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS New Hampshire, er í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Þór fylgir kafbátnum um landhelgina og í Stakksfjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.

Innlent
Fréttamynd

Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að líf­rænum sam­eindum á Títan

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs.

Erlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri sakaður um brot gegn dóttur sinni

Marty Small eldri, borgarstjóri Atlantic City í New Jersey-ríki Bandaríkjanna, og eiginkona hans La’Quetta Small, forstöðukona almenningsskóla í borginni, eru grunuð um að beita táningsdóttur sína ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Þing­for­setinn segist ekki ætla að fara fet

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafnaði því að segja af sér og ítrekaði vilja sinn til þess að afgreiða frumvörp um aðstoð við Úkraínu, Ísrael og fleiri bandamenn í gær. Þrýstingur á Johnson innan eigin þingflokks eykst.

Erlent
Fréttamynd

Missti allar tærnar þrjá­tíu árum eftir að konan skar undan honum

Bandaríkjamaðurinn John Wayne Bobbitt á í erfiðleikum með að halda útlimum sínum. Fyrir þrjátíu árum skar fyrrverandi eiginkona hans getnaðarlim hans af honum á meðan hann svaf. Nú, þrjátíu árum síðar, hefur hann misst allar tærnar af völdum fjöltaugakvilla sem á rætur sínar að rekja til mengaðs vatns á bandarískri herstöð.

Lífið
Fréttamynd

Fjórða líkið fundið

Lík fjórða verkamannsins sem var við störf á Francis Scott Key-brúnni þegar hún hrundi í síðasta mánuði fannst í dag. Tveggja er enn saknað eftir slyssins og eru þeir taldir af.

Erlent
Fréttamynd

Á­tján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins

Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021.

Erlent