Ákærður fyrir morð í New York Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 09:15 Manigone er 26 ára gamall og frá Maryland í Bandaríkjunum. Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. Til Mangione sást á McDonalds hamborgarastað í Pennsylvaníu í gær. Gestur á McDonalds, sem lýst hefur verið sem öldruðum manni, sá Mangione á skyndibitastaðnum og fannst hann líkjast manninum á myndum sem höfðu verið birtar af lögreglunni í New York. Lögregluþjónar handtóku Mangione skömmu síðar. Þá var hann með byssu, sem talið er að hafi verið þrívíddarprentuð, hljóðdeyfi, grímu líka þeirri sem byssumaðurinn notaði, fölsuð skilríki og einnig handskrifaða yfirlýsingu þar sem hann virðist útskýra hvað honum gekk til þegar hann myrti forstjórann. Í fyrstu var hann ákærður fyrir vopnalagabrot, skjalafals og önnur brot í Pennsylvaníu en í nótt var hann svo einnig ákærður fyrir morð í New York. AP fréttaveitan segir að líklega verði honum á endanum framvísað til New York. Í dómskjölum kemur fram að þegar lögregluþjónar gengu að honum á skyndibitastaðnum sat hann með grímu og var að skoða fartölvu. Hann sýndi lögregluþjónum fölsuð skilríki en þegar þeir spurðu hann hvort að hann hefði verið í New York á dögunum þagnaði hann, samkvæmt lögregluþjónum, og byrjaði að nötra. Annar lögregluþjónanna sem handtók hann sagði að um leið og þeir báðu hann um að taka af sér grímuna hafi þeir verið fullvissir um að hann væri maðurinn sem leitað var að. Þá segir heimildarmaður AP að í yfirlýsingunni sem hann fannst með hafi hann skrifað skilaboð til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. „Til að spara ykkur langvarandi rannsókn, skal ég segja það hreint út að ég vann ekki með neinum,“ skrifaði Mangione í yfirlýsinguna. Þar stendur einnig að hann biðjist afsökunar ef hann hafi valdið einherjum tilfinningalegum skaða en hann hafi ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. „Hreint út sagt, eiga þessi sníkjudýr þetta skilið.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Til Mangione sást á McDonalds hamborgarastað í Pennsylvaníu í gær. Gestur á McDonalds, sem lýst hefur verið sem öldruðum manni, sá Mangione á skyndibitastaðnum og fannst hann líkjast manninum á myndum sem höfðu verið birtar af lögreglunni í New York. Lögregluþjónar handtóku Mangione skömmu síðar. Þá var hann með byssu, sem talið er að hafi verið þrívíddarprentuð, hljóðdeyfi, grímu líka þeirri sem byssumaðurinn notaði, fölsuð skilríki og einnig handskrifaða yfirlýsingu þar sem hann virðist útskýra hvað honum gekk til þegar hann myrti forstjórann. Í fyrstu var hann ákærður fyrir vopnalagabrot, skjalafals og önnur brot í Pennsylvaníu en í nótt var hann svo einnig ákærður fyrir morð í New York. AP fréttaveitan segir að líklega verði honum á endanum framvísað til New York. Í dómskjölum kemur fram að þegar lögregluþjónar gengu að honum á skyndibitastaðnum sat hann með grímu og var að skoða fartölvu. Hann sýndi lögregluþjónum fölsuð skilríki en þegar þeir spurðu hann hvort að hann hefði verið í New York á dögunum þagnaði hann, samkvæmt lögregluþjónum, og byrjaði að nötra. Annar lögregluþjónanna sem handtók hann sagði að um leið og þeir báðu hann um að taka af sér grímuna hafi þeir verið fullvissir um að hann væri maðurinn sem leitað var að. Þá segir heimildarmaður AP að í yfirlýsingunni sem hann fannst með hafi hann skrifað skilaboð til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. „Til að spara ykkur langvarandi rannsókn, skal ég segja það hreint út að ég vann ekki með neinum,“ skrifaði Mangione í yfirlýsinguna. Þar stendur einnig að hann biðjist afsökunar ef hann hafi valdið einherjum tilfinningalegum skaða en hann hafi ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. „Hreint út sagt, eiga þessi sníkjudýr þetta skilið.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22
Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07