Lífið

Fox á lausu eftir að hafa fundið ó­við­eig­andi efni í síma kærastans

Jón Þór Stefánsson skrifar
Machine Gun Kelly og Megan Fox hafa verið saman frá árinu 2020.
Machine Gun Kelly og Megan Fox hafa verið saman frá árinu 2020. Getty

Slitnað hefur upp úr hjá bandaríska stjörnuparinu Megan Fox og Machine Gun Kelly. Þau eiga von á barni á allra næstu mánuðum.

TMZ greinir frá sambandslitunum, en samkvæmt heimildum miðilsins hættu þau saman um Þakkargjörðarhelgina þegar þau dvöldu saman í Colorado-ríki Bandaríkjanna.

Leikkonan Megan Fox er sögð hafa fundið óskilgreint efni sem henni þótti truflandi á síma tónlistarmannsins Machine Gun Kelly, sem heitir réttu nafni Colson Baker.

Fox og Kelly byrjuðu saman árið 2022. Tveimur árum seinna trúlofuðust þau, en greint var frá því í byrjun árs að þau hefðu slitið trúlofuninni. Þá hefur áður verið greint frá því að þau hafi hætt saman, til að mynda í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.