Bandaríkin

Fréttamynd

Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna

Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Erlent
Fréttamynd

Ógnar­miklir skógar­eldar í Kali­forníu

Ógnarmiklir skógareldar loga nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Tvö þúsund manns hafa verið gert að yfirgefa heimili sín og slökkvilið hefur áhyggjur af þrumuveðri sem er í kortunum. Eldarnir eru þeir mestu í ríkinu á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Nichelle Nichols er látin

Leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise.

Lífið
Fréttamynd

Indiana leggur nær al­gjört bann við þungunar­rofi

Lagafrumvarp sem leggur nær algjört bann við þungunarrofi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum var samþykkt af þingmönnum ríkisins í dag með lægsta atkvæðafjölda sem þurfti til að hleypa því í gegn. Einungis verði hægt að rjúfa þungun í tilfelli nauðgana eða sifjaspells.

Erlent
Fréttamynd

Biden aftur með Covid

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, mældist aftur jákvæður fyrir Covid-19 í dag. Hann þarf því að fara í fimm daga einangrun að nýju, aðeins þremur dögum eftir að hann fékk neikvætt próf og yfirgaf einangrun.

Erlent
Fréttamynd

Vann rúman milljarð Bandaríkjadala í lottói

Stakur lottómiði fékk allan vinninginn, 1,337 milljarð Bandaríkjadala, í lottóinu Mega Millions í Bandaríkjunum á föstudag. Miðinn var keyptur á bensínstöð í úthverfi Chicago og fær eigandi hans stóra vinninginn sem er sá þriðji stærsti í sögu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Börn meðal látinna vegna mikilla flóða í Appa­lachia

Umfangsmikil leit stendur yfir eftir fólki sem er saknað eftir að mikil flóð þurrkuðu út heilu samfélögin í Appalachiafjöllum. Björgunarsveitir hafa með hjálp þjóðvarðliðsins leitað fólks í allan dag en að sögn ríkisstjóra Kentucky hafa minnst fimmtán farist í flóðunum. 

Erlent
Fréttamynd

Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI

Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Verð­bólga á evru­svæðinu aldrei verið meiri

Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fær að nefna risa­eðluna eftir að hann keypti beina­grindina

Beinagrind gogrónueðlu seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby‘s í gær á sex milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir íslenskra króna. Venjan er að fornleifafræðingarnir sem finna beinin nefni eðluna sem þau tilheyrðu en þessi hefur enn ekki verið skírð. Því er það í verkahring kaupandans að sjá um það.

Erlent
Fréttamynd

Tvær ágengar ­tegundir valdi lang­mestum skaða í heiminum

Amerískur bolafroskur og brúnn trjásnákur hafa kostað heiminn alls 16 milljarða Bandaríkjadala, tvö þúsund milljarði íslenskra króna, með því að skemma uppskerur, rafmagnssnúrur og fleira. Engin ágeng tegund er jafn skaðleg fyrir heiminn og þessar tvær.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglumenn sem brutu á borgara­réttindum Floyd dæmdir í fangelsi

Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi Repúblikanar og Demó­kratar sam­einast í nýjum flokki

Fjöldi fyrrverandi ráðamanna og þingmanna úr röðum bæði Demókrata og Repúblikana hafa stofnað nýtt stjórnmálaafl í Bandaríkjunum. Flokkurinn mun bera heitið „Forward“ eða „Áfram“ og vonast stofnendur eftir því að ná til þeirra sem líkar ekki við tveggja flokka kerfi landsins.

Erlent
Fréttamynd

Will Smith skeit á skó Chris Rock

Leikarinn Kevin Hart gaf uppistandaranum Chris Rock geitina Will Smith að gjöf þegar þeir héldu uppistand saman nýverið. Á sviðinu tók geitin upp á því að gera nýjum eiganda sínum grikk og skíta á hvíta skó hans.

Lífið
Fréttamynd

„Nóg af grúvi og góðu skapi“

Sara Mjöll Magnúsdóttir er jazz tónlistarkona, píanó- og hammond-orgel leikari sem stendur fyrir tónleikum á morgun, 28. júlí, á Skuggabaldri. Sara Mjöll stundar nám við William Paterson University og er búin að búa í New Jersey í Bandaríkjunum í nokkur ár. 

Tónlist