Þorvaldur Gylfason

Fréttamynd

Gjaldeyrishöftin og gengið

Þegar asíska fjármálakreppan skall á löndunum þar austur frá 1997, féll gengi indónesísku rúpíunnar um 80 prósent. Verðið á erlendum gjaldeyri og innfluttum varningi fimmfaldaðist. Gengishrun rúpíunnar olli þungum búsifjum í Indónesíu eins og nærri má geta. Kaupmáttur heimilanna hrundi, og erlend skuldabyrði fyrirtækjanna og ríkisins þyngdist til muna. Svo hátt gengisfall krónunnar þurfti að varast eftir fall bankanna hér heima 2008. Þess vegna var gripið til strangra, tímabundinna gjaldeyrishafta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnarskrá fólksins

Það hafði ýmsa áþreifanlega kosti í för með sér og enga galla að bjóða fólkinu í landinu til samstarfs um samningu frumvarps Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Fyrir lá, að almenningur hafði hug á málinu, því að annars hefðu 522 frambjóðendur varla gefið kost á sér til setu á Stjórnlagaþingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til umhugsunar fyrir alþingismenn

Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál.

Skoðun
Fréttamynd

Tyrklandi fleygir fram

Tyrkir eru nú 79 milljónir að tölu. Tyrkland er þriðja fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi með sínar 139 milljónir manns og Þýzkalandi með 81 milljón. Lífskjör Tyrkja voru nálægt meðallagi arabalanda 1960-1995, en eftir það hófu Tyrkir sig til flugs og státa nú af tvisvar sinnum meiri kaupmætti þjóðartekna en arabalöndin að jafnaði þrátt fyrir skæða fjármálakreppu 2001.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grikkland, Grikkland

Kreppan í Grikklandi nú er ekki bankakreppa, heldur ríkisfjármálakreppa. Vandi Grikklands er að þessu leyti gerólíkur efnahagsvanda Íslands. Skoðum það eftir andartak, en fyrst þetta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að veðsetja eigur annarra

Hugsum okkur mann, sem tekur bíl á leigu á mánudagsmorgni. Hann fær bílinn afhentan til leigu í fimm daga og greiðir t.d. 100 þúsund krónur fyrir fram fyrir leiguna til föstudagskvölds, eða 20 þúsund krónur á dag. Það, sem hann hefur í reyndinni keypt, er skírteini, sem veitir honum rétt til að nota bílinn í fimm daga. Skírteinið, það er leiguréttinn, getur maðurinn með leyfi bílaleigunnar framselt til annars manns, sem tekur þá á sig skuldbindingu hins fyrr nefnda, það er skylduna til að skila bílnum óskemmdum í vikulok. Skírteinið er 100 þúsund króna virði á mánudagsmorgninum og 80 þúsund króna virði á þriðjudagsmorgni, því að þá eru aðeins fjórir dagar eftir af leigutímanum. Leigutakinn gæti hugsanlega farið í bankann sinn beint úr bílaleigunni á mánudeginum og tekið lán til fjögurra daga að upphæð 20 þúsund krónur og lagt skírteinið frá bílaleigunni að veði með leyfi bílaleigunnar. Standi lánþeginn ekki í skilum við bankann á fimmtudeginum, yfirtekur bankinn skírteinið, sem er þá 20 þúsund króna virði og veitir bankanum afnot af bílnum á föstudeginum. Bankinn vill ekki veita hærra lán en 20 þúsund krónur með veði í leiguskírteininu vegna þess, að andvirði þess er komið niður í 20 þúsund krónur á fimmtudeginum. Aðeins óábyrgur eða óheiðarlegur bankastjóri myndi veita 100 þúsund króna lán með veði í leiguskírteininu, því að veðið myndi þá ekki bæta bankanum nema að 1/5 hluta vanskil á láninu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við lýsum eftir stuðningi

Stjórnlagaráð samþykkti í gær einum rómi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár og mun á morgun afhenda það forseta Alþingis. Stjórnlagaráð gerir þingi og þjóð tilboð um stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara þjóðfélagi, um nýja stjórnarskrá gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu í samræmi við niðurstöður þjóðfundar 2010. Frumvarpið felur í sér ýmis merk nýmæli og fyrirheit um gagngerar breytingar á stjórnskipan landsins, sumar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnlagaráð leggur til, að Alþingi leyfi þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Meðal merkustu nýmæla frumvarpsins eru þessi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Saga frá Keníu

Fjórum sinnum hef ég komið til Keníu. Þegar ég kom þangað fyrst 1979, lék allt í lyndi á yfirborðinu. Efnahagur landsins hafði vænkazt til muna frá sjálfstæðistökunni 1963, langt umfram löndin í kring. Friður og ró ríktu um landið að loknum hörðum átökum og hryðjuverkum, sem mörkuðu sjálfstæðisbaráttuna við Breta. Undir yfirborðinu bærðust

Fastir pennar
Fréttamynd

Rökin fyrir fækkun þingmanna

Ég tel, að hægt sé að fækka alþingismönnum. Fjöldi þeirra nú er 63 og er bundinn í stjórnarskrá. Þannig standa rösklega fimm þúsund manns að baki hverjum alþingismanni að meðaltali. Til samanburðar standa 27 þúsund manns að baki hverjum þingmanni í Finnlandi og Svíþjóð, 29 þúsund í Noregi og 31 þúsund í Danmörku. Eistar hafa 13 þúsund manns að baki hverjum þingmanni. Í eyríkinu Barbados í Karíbahafi, þar sem búa 300 þúsund manns í samlyndu og sólríku lýðræðisríki, eru 30 þingmenn, einn á hverja tíu þúsund íbúa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forsetaþingræði á Íslandi

Eins og prófessorarnir Sigurður Líndal og Svanur Kristjánsson hafa lýst öðrum betur í ræðu og riti, hafa margir haft rangar hugmyndir um stjórnarskrárbreytinguna, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944. Sumir hafa haldið því fram, og margir virðast enn halda, að stjórnarskrárbreytingin 1944 hafi verið gerð í skyndingu og án vandlegrar umræðu; að fyrir og eftir breytinguna hafi landið í megindráttum haft sömu stjórnskipun, þingræðisstjórn; og að forseti Íslands væri valdalítill þjóðhöfðingi samkvæmt stjórnarskránni og einnig í reynd. Ekkert af þessu er þó rétt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Starfinu miðar áfram

Hvar sem ég kem verð ég var við áhuga fólks á störfum Stjórnlagaráðs. Gagnlegar athugasemdir og ábendingar berast dag hvern frá almenningi inn á vef ráðsins og eftir öðrum leiðum. Á fyrri tíð kom fyrir, að stjórnlagaþing þurftu að koma saman á afskekktum stöðum til að fá frið fyrir ágangi kröfuharðra hagsmunahópa. Svo er ekki nú. Við komum saman á opnum fundum í alfaraleið og bjóðum öllum, sem þess óska, að leggja hönd á plóg. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er samstarfsverkefni, þar sem margir koma að málum. Þess vegna höfum við óskað eftir að hafa þjóðina með í ráðum skref fyrir skref frá upphafi til enda frekar en að vinna fyrir luktum dyrum og leggja fram fullmótaðar tillögur að loknu verki. Allir hafa aðgang að Stjórnlagaráði. Útlendingar hafa sýnt þessu opna vinnulagi áhuga og sagt frá því í erlendum blöðum og sjónvarpi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppgjör við hrunið

Enn vantar mikið á hreinskiptið uppgjör við hrunið, þótt ýmislegt hafi áunnizt. Brennuvargar gera hróp að slökkviliðinu, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, um ástandið í grein á vefnum, og má til sanns vegar færa. Sumt gengur þó vel. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur undir styrkri stjórn Gunnars Þ. Andersen sent 67 mál til sérstaks saksóknara. Starfsmönnum sérstaks saksóknara hefur fjölgað úr þrem hálfu ári eftir hrun í 70 nú, bráðum 80. Þetta heitir að láta hendur standa fram úr ermum. Tilraunir Seðlabankans til að sölsa FME undir sig ber að skoða í þessu ljósi. Það væri óhyggilegt að hrófla við FME eins og sakir standa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Færeyingar setja sér stjórnarskrá

Frændur okkar í Færeyjum búast nú til að setja sér nýja stjórnarskrá. Það hefðu þeir kannski helzt átt að gera strax eftir hrunið þar 1989-93, miklu dýpra hrun en varð hér heima 2008. Hrun Færeyja varð til þess, að landsframleiðslan skrapp saman um þriðjung líkt og gerðist í Sovétríkjunum sálugu um svipað leyti. Fimmti hver Færeyingur flúði land, en helmingur hinna brottfluttu skilaði sér heim aftur nokkru síðar. Hér heima hefur

Fastir pennar
Fréttamynd

Varnir gegn gerræði

Árin fram að hruni einkenndust af auknu gerræði af hálfu helztu handhafa framkvæmdarvaldsins. Gerræðið komst í hámæli, þegar þeir vinirnir leiddu Ísland út í stríð í Írak án þess að spyrja kóng eða prest; þeir voru kóngurinn og presturinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir eru jafnir fyrir lögum

Stjórnlagaráð leggur í hverri viku fram tillögur að texta nýrrar stjórnarskrár. Textinn birtist í áfangaskjali á vefsetri ráðsins (stjornlagarad.is). Þar getur hver sem er kynnt sér textann og gert tillögur um breytingar á honum. Hugsunin á bak við þetta fyrirkomulag er að þjóðin sjálf setur sér nýja stjórnarskrá, þótt stjórnlagaráðið hafi verið kosið og síðan skipað til að sitja við lyklaborðin. Það er hugur í ráðinu, ríkur samhugur. Þess má vænta, að lokagerð textans muni, þegar allir hnútar hafa verið hnýttir, geyma ýmis nýmæli og horfa til framfara svo sem þjóðfundurinn í október 2010 kallaði eftir og stjórnlagaráðinu ber samkvæmt lögum að taka mið af. Hrunið land þarf hreint borð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Erum við of fá?

Oft heyri ég sagt, einkum eftir hrun, að Íslendingar séu of fáir til að geta haldið uppi hagsælu og heilbrigðu samfélagi. Þessi skoðun hvílir á tveim meginstoðum. Önnur er þessi: Lítið land líður fyrir skort á hæfum mannskap.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýjar leikreglur, nýr leikur

Stjórnarskráin geymir æðstu lög og leikreglur sérhvers lands. Þegar nauðsyn knýr á um breyttar leikreglur svo sem Alþingi og rannsóknarnefnd Alþingis hafa mælt fyrir um, þá búumst við til að breyta leikreglunum ekki til málamynda, heldur beinlínis til að breyta leiknum, til að bæta þjóðfélagið og skila því til afkomenda okkar í betra horfi en áður. Þetta gerist með tvennu móti. Í fyrsta lagi knýr ný stjórnarskrá á um nýja löggjöf á þeim sviðum, þar sem við á, eða breytta framkvæmd laga. Í annan stað opnar ný stjórnarskrá leiðir til dómsmála, þar sem menn geta leitað réttar síns í ljósi nýrra ákvæða í stjórnarskrá. Nýrri stjórnarskrá er ekki ætlað að vera dauður bókstafur, heldur lifandi löggjöf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Víti að varast

Fyrir bráðum aldarfjórðungi tók ég í eina skiptið á ævinni sæti í stjórnskipaðri nefnd. Þessari nefnd hafði verið falið að semja nýtt frumvarp til laga, um erlenda fjárfestingu. Sex karlar sátu í nefndinni. Formaður hennar var Baldur Guðlaugsson, síðar ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Nefndin vann verk sitt vel, að mér fannst, og hafði að nokkrum tíma liðnum samið gagnleg drög að lagafrumvarpi með ýmsum tímabærum nýjungum. Á lokasprettinum gerðist það, að flokkshestarnir í nefndinni, fulltrúar gömlu helmingaskiptaflokkanna, fóru í gegn um

Skoðun
Fréttamynd

Ljós reynslunnar

Það var á fundi um stjórnskipunarmál í Háskólanum á Bifröst um daginn, að gestgjafi minn, Jón Ólafsson prófessor, lagði fyrir mig þessa lokaspurningu: Þarf stjórnarskráin að taka mið af hugmyndum manna um þjóðareðli?

Fastir pennar
Fréttamynd

Skömm og heiður

Ósiðir leggjast jafnan af um síðir. Þrælahald var víða bannað með lögum um miðja 19. öld. Bretar riðu á vaðið, þegar þeir afnámu þrælahald í nýlendum sínum 1833. Bandaríkjamenn hurfu frá þrælahaldi að loknu borgarastríði 1865. Sádi-

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnarskráin skiptir máli

Margar þjóðir hafa sett sér nýjar stjórnarskrár undangengna hálfa öld. Tvær bylgjur bar hæst. Eftir hrun kommúnismans 1989-91 urðu til 24 ný þjóðríki eða þar um bil í Evrópu og Asíu, og fólkið þar setti sér nýjar stjórnarskrár. Röskum þrjátíu árum áður hafði

Fastir pennar
Fréttamynd

Arabískt vor í vændum?

Það er algengt viðkvæði í arabalöndum, að það sé engin tilviljun, að ekkert þeirra er lýðræðisríki. Lýðræði hentar ekki aröbum, er sagt, þar eð frjálsar kosningar hjá þeim myndu tefla auði og völdum upp í hendur ofstækismanna, sem myndu aðeins gera illt verra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Góðar fréttir úr Góbíeyðimörkinni

Arabaheimurinn stendur nú á vatnaskilum líkt og veldi Sovétríkjanna sálugu fyrir tuttugu árum, þegar 300 milljónir manna köstuðu af sér hlekkjunum og hröktu einræðisstjórnir kommúnista frá völdum í Mið- og Austur-Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að endurbyggja brotið skip

Nýjar stjórnarskrár líta jafnan dagsins ljós að lokinni kreppu af einhverju tagi. Mér er kunnugt um aðeins tvær undantekningar frá þessari reglu í okkar heimshluta. Sænska stjórnarskráin 1974 og kanadíska stjórnarskráin

Fastir pennar