Góðar fréttir úr Góbíeyðimörkinni Þorvaldur Gylfason skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Arabaheimurinn stendur nú á vatnaskilum líkt og veldi Sovétríkjanna sálugu fyrir tuttugu árum, þegar 300 milljónir manna köstuðu af sér hlekkjunum og hröktu einræðisstjórnir kommúnista frá völdum í Mið- og Austur-Evrópu. Arabar, um 360 milljónir talsins í 22 löndum frá Atlantshafi austur að Persaflóa, eygja nú langþráð tækifæri til að reisa mannúðlegt lýðræðisskipulag á rústum einræðis og kúgunar. Umskiptin í Mið- og Austur-Evrópu fóru að mestu leyti friðsamlega fram. Þýzka þjóðin hefur nú búið sameinuð við óskorað lýðræði frá 1989. Búlgaría, Pólland, Rúmenía, Tékkland, Slóvakía og Ungverjaland eru nú einnig lýðræðisríki innan vébanda ESB. Búlgaría og Rúmenía eru að sönnu gerspillt, en það er Grikkland líka, og Ítalía er litlu skárri skv. spillingarvísitölu Transparency International, en hún er að vísu þröngur mælikvarði, einskorðast við fjármálaspillingu og mútur og nær því ekki yfir aðrar tegundir spillingar, t.d. nápot. ESB þyrfti að fá umboð heimamanna til að hjálpa til við að rétta kúrsinn í þessum löndum, úr því að þau hafa ekki reynzt þess megnug á eigin spýtur. Skýrar fyrirmyndir eru til. Þegar spillingin í lögreglunni í New Orleans keyrði um þverbak fyrir nokkrum árum, ákváðu borgaryfirvöld að biðja alríkislögregluna FBI að hreinsa til. Það tókst. Nokkur Afríkulönd hafa beðið Evu Joly um hjálp við að uppræta spillingu þar suður frá. Hún yfirgaf Ísland of snemma, en hún náði miklum árangri. Það var fyrir hennar orð, að starfsmönnum sérstaks saksóknara var fjölgað úr þrem í 90 á hálfu öðru ári. Júgóslavía var einnig leyst upp í frumeindir sínar. Þar vék einræði fyrir svo að segja óskoruðu lýðræði í Króatíu, Makedóníu, Serbíu, Slóveníu og Svartfjallalandi. Slóvenía gekk í ESB 2004, og Króatía gengur trúlega þangað inn eftir eitt eða tvö ár. Önnur lönd á Balkanskaga eiga í lengra í land, t.d. Albanía. Gagnger umskiptiÞessi gagngeru umskipti frá einræði til lýðræðis í austanverðri og suðaustanverðri Evrópu beina athyglinni að stjórnmálaþróun Sovétríkjanna sálugu á sama tíma. Þar hefur aðeins Eistlandi, Lettlandi og Litháen tekizt að komast í hóp lýðræðisríkja og inn í ESB. Til þess þurfti eindreginn ásetning, samheldni og aga. Moldóva býr einnig að þokkalegu lýðræði þrátt fyrir sára fátækt, og Úkraína er ekki langt undan, þótt stjórnmálastéttin þar kalli ekki allt ömmu sína (forseti landsins mátti fyrir nokkrum árum þakka sínum sæla fyrir að lifa af eitur, sem honum var byrlað fyrir kosningar). Rússar búa við veikara lýðræði en Úkraínumenn skv. mælikvarða, sem stjórnmálafræðingar í Háskólanum í Maryland í Bandaríkjunum hafa sett saman og er hér lagður til grundvallar. Kvarðinn nær frá -10 í Sádi-Arabíu, harðsvíraðasta einræðisríki heims, upp í 10 í óflekkuðum lýðræðisríkjum. Lýðræðisvísitala Úkraínu 2008 var 7, og vísitala Rússlands var 4. Nokkur suðurríki Sovétríkjanna sálugu eru enn einræðislönd undir stjórn gamalla kommúnista, þar eð frelsisbylgjan barst ekki þangað suður eftir. Verst er ástandið í Aserbaídsjan, Kasakstan, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan auk Hvíta-Rússlands, síðasta vígi einræðisins í Evrópu. Lýðræði lyftir kvenfrelsiHvað um kommúnistaríkin í Asíu? Hvernig vegnar lýðræðinu þar skv. mælingum þeirra í Maryland? Þessi lönd hafa yfirleitt tekið litlum framförum af sjónarhóli lýðræðisins. Yfirvöldin í Búrmu, Kína, Norður-Kóreu, Víetnam og Laos gefa lítið fyrir lýðræði af því tagi, sem við teljum sjálfsagðan hluta almennra mannréttinda. Kambódía er ekki eins harðsvíruð og hin fimm, en eitt land ber þó af öllum gömlu kommúnistalöndunum í Asíu af sjónarhóli lýðræðisins. Það er Mongólía. Þar þykir fyrirkomulag lýðræðisins hafa verið óaðfinnanlegt í bráðum tuttugu ár. Þetta er eftirtektarvert m.a. vegna þess, að Mongólía er innilokuð milli Rússlands (vísitala: 4) og Kína (vísitala: -7) og hlýtur samt fullt hús stiga (10) hjá stjórnmálafræðingunum. Samt er spillingin í Mongólíu talin vera meiri en í Kína, en minni en í Rússlandi. Lýðræði eitt sér veitir enga allsherjarvörn gegn spillingu, hvorki í Asíu né Evrópu. Önnur skýr vísbending um framför Mongólíu er, að mongólskar konur eignuðust að jafnaði sjö til átta börn 1970, yfirleitt gegn vilja sínum, en þær hafa frá árinu 2000 eignazt tvö börn að jafnaði líkt og tíðkast í Evrópu og þær kjósa helzt sjálfar. Þetta er bylting. Næstum allir unglingar í Mongólíu sækja nú framhaldsskóla, eða nítján af hverjum tuttugu, á móti röskum helmingi 1970, þrátt fyrir víðáttur Góbíeyðimerkurinnar. Með lýðræði og almenna menntun að vopni geta Mongólar vænzt betri tíðar, þótt kaupmáttur þjóðartekna á mann á steppunni sé nú ekki nema sjöundi partur af tekjum á mann á Íslandi borið saman við fjórtánda part fyrir þrjátíu árum. Mongólar eru átta sinnum fleiri en Íslendingar, og land þeirra er fimmtán sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Framsókn Mongólíu frá hruni kommúnismans er angi á miklum meiði. Einræðisríki heimsins voru þrisvar sinnum fleiri en lýðræðisríkin 1975. Nú hafa hlutföllin snúizt við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Arabaheimurinn stendur nú á vatnaskilum líkt og veldi Sovétríkjanna sálugu fyrir tuttugu árum, þegar 300 milljónir manna köstuðu af sér hlekkjunum og hröktu einræðisstjórnir kommúnista frá völdum í Mið- og Austur-Evrópu. Arabar, um 360 milljónir talsins í 22 löndum frá Atlantshafi austur að Persaflóa, eygja nú langþráð tækifæri til að reisa mannúðlegt lýðræðisskipulag á rústum einræðis og kúgunar. Umskiptin í Mið- og Austur-Evrópu fóru að mestu leyti friðsamlega fram. Þýzka þjóðin hefur nú búið sameinuð við óskorað lýðræði frá 1989. Búlgaría, Pólland, Rúmenía, Tékkland, Slóvakía og Ungverjaland eru nú einnig lýðræðisríki innan vébanda ESB. Búlgaría og Rúmenía eru að sönnu gerspillt, en það er Grikkland líka, og Ítalía er litlu skárri skv. spillingarvísitölu Transparency International, en hún er að vísu þröngur mælikvarði, einskorðast við fjármálaspillingu og mútur og nær því ekki yfir aðrar tegundir spillingar, t.d. nápot. ESB þyrfti að fá umboð heimamanna til að hjálpa til við að rétta kúrsinn í þessum löndum, úr því að þau hafa ekki reynzt þess megnug á eigin spýtur. Skýrar fyrirmyndir eru til. Þegar spillingin í lögreglunni í New Orleans keyrði um þverbak fyrir nokkrum árum, ákváðu borgaryfirvöld að biðja alríkislögregluna FBI að hreinsa til. Það tókst. Nokkur Afríkulönd hafa beðið Evu Joly um hjálp við að uppræta spillingu þar suður frá. Hún yfirgaf Ísland of snemma, en hún náði miklum árangri. Það var fyrir hennar orð, að starfsmönnum sérstaks saksóknara var fjölgað úr þrem í 90 á hálfu öðru ári. Júgóslavía var einnig leyst upp í frumeindir sínar. Þar vék einræði fyrir svo að segja óskoruðu lýðræði í Króatíu, Makedóníu, Serbíu, Slóveníu og Svartfjallalandi. Slóvenía gekk í ESB 2004, og Króatía gengur trúlega þangað inn eftir eitt eða tvö ár. Önnur lönd á Balkanskaga eiga í lengra í land, t.d. Albanía. Gagnger umskiptiÞessi gagngeru umskipti frá einræði til lýðræðis í austanverðri og suðaustanverðri Evrópu beina athyglinni að stjórnmálaþróun Sovétríkjanna sálugu á sama tíma. Þar hefur aðeins Eistlandi, Lettlandi og Litháen tekizt að komast í hóp lýðræðisríkja og inn í ESB. Til þess þurfti eindreginn ásetning, samheldni og aga. Moldóva býr einnig að þokkalegu lýðræði þrátt fyrir sára fátækt, og Úkraína er ekki langt undan, þótt stjórnmálastéttin þar kalli ekki allt ömmu sína (forseti landsins mátti fyrir nokkrum árum þakka sínum sæla fyrir að lifa af eitur, sem honum var byrlað fyrir kosningar). Rússar búa við veikara lýðræði en Úkraínumenn skv. mælikvarða, sem stjórnmálafræðingar í Háskólanum í Maryland í Bandaríkjunum hafa sett saman og er hér lagður til grundvallar. Kvarðinn nær frá -10 í Sádi-Arabíu, harðsvíraðasta einræðisríki heims, upp í 10 í óflekkuðum lýðræðisríkjum. Lýðræðisvísitala Úkraínu 2008 var 7, og vísitala Rússlands var 4. Nokkur suðurríki Sovétríkjanna sálugu eru enn einræðislönd undir stjórn gamalla kommúnista, þar eð frelsisbylgjan barst ekki þangað suður eftir. Verst er ástandið í Aserbaídsjan, Kasakstan, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan auk Hvíta-Rússlands, síðasta vígi einræðisins í Evrópu. Lýðræði lyftir kvenfrelsiHvað um kommúnistaríkin í Asíu? Hvernig vegnar lýðræðinu þar skv. mælingum þeirra í Maryland? Þessi lönd hafa yfirleitt tekið litlum framförum af sjónarhóli lýðræðisins. Yfirvöldin í Búrmu, Kína, Norður-Kóreu, Víetnam og Laos gefa lítið fyrir lýðræði af því tagi, sem við teljum sjálfsagðan hluta almennra mannréttinda. Kambódía er ekki eins harðsvíruð og hin fimm, en eitt land ber þó af öllum gömlu kommúnistalöndunum í Asíu af sjónarhóli lýðræðisins. Það er Mongólía. Þar þykir fyrirkomulag lýðræðisins hafa verið óaðfinnanlegt í bráðum tuttugu ár. Þetta er eftirtektarvert m.a. vegna þess, að Mongólía er innilokuð milli Rússlands (vísitala: 4) og Kína (vísitala: -7) og hlýtur samt fullt hús stiga (10) hjá stjórnmálafræðingunum. Samt er spillingin í Mongólíu talin vera meiri en í Kína, en minni en í Rússlandi. Lýðræði eitt sér veitir enga allsherjarvörn gegn spillingu, hvorki í Asíu né Evrópu. Önnur skýr vísbending um framför Mongólíu er, að mongólskar konur eignuðust að jafnaði sjö til átta börn 1970, yfirleitt gegn vilja sínum, en þær hafa frá árinu 2000 eignazt tvö börn að jafnaði líkt og tíðkast í Evrópu og þær kjósa helzt sjálfar. Þetta er bylting. Næstum allir unglingar í Mongólíu sækja nú framhaldsskóla, eða nítján af hverjum tuttugu, á móti röskum helmingi 1970, þrátt fyrir víðáttur Góbíeyðimerkurinnar. Með lýðræði og almenna menntun að vopni geta Mongólar vænzt betri tíðar, þótt kaupmáttur þjóðartekna á mann á steppunni sé nú ekki nema sjöundi partur af tekjum á mann á Íslandi borið saman við fjórtánda part fyrir þrjátíu árum. Mongólar eru átta sinnum fleiri en Íslendingar, og land þeirra er fimmtán sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Framsókn Mongólíu frá hruni kommúnismans er angi á miklum meiði. Einræðisríki heimsins voru þrisvar sinnum fleiri en lýðræðisríkin 1975. Nú hafa hlutföllin snúizt við.