Rússagull Þorvaldur Gylfason skrifar 21. júlí 2011 08:00 Erlendum fjárfestum í Rússlandi ríður á að stíga varlega til jarðar. Embættismenn, nýríkir fávaldar, stjórnmálamenn og glæpamenn bítast um arðinn af auðlindum landsins, einkum olíu, jarðgas og málma. Hingað til hefur lítið verið vitað um fjárhæðirnar, sem bitizt er um, en nú hefur bandaríski bankinn Citigroup birt tölur til að bregða birtu á málið. Hver hirðir rentuna?Lykillinn að réttum skilningi á málinu er auðlindarentan, sem hagfræðingar kalla svo, og skipting hennar. Auðlindarentan er munurinn á söluverðmæti afurða auðlindanna á heimsmarkaði og framleiðslukostnaði. Tökum olíulind til dæmis. Olíufarmur, sem selst á eina milljón Bandaríkjadala á heimsmarkaði, kostaði kannski ekki nema 100 þúsund dali í framleiðslu. Rentan er þá afgangurinn eða 900 þúsund dalir. Citigroup telur, samkvæmt frásögn Financial Times 9. júlí 2011, að söluverðmæti afurða rússneskra náttúruauðlinda nemi um 650 milljörðum dala á ári og framleiðslukostnaðurinn nemi um 150 milljörðum dala. Það gerir auðlindarentu upp á 500 milljarða dala á hverju ári. Hver hirðir rentuna? Hvernig skiptist hún? Spurningin brennur á mörgum vegna þess, að auðlindarenta upp á 500 milljarða dala gerir 14 þúsund dali á hverju ári á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Rússlandi. Það munar um minna í landi, þar sem landsframleiðsla á mann (á kaupmáttarkvarða) er um 18 þúsund dalir samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Við þetta bætist, að rússneska þjóðin á auðlindirnar samkvæmt bindandi Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966, sem Rússar hafa eins og Íslendingar og flestar aðrar þjóðir heims undirritað og fullgilt. Þar segir í fyrstu grein (í þýðingu utanríkisráðuneytisins): „Allar þjóðir mega, í sínu eigin markmiði, ráðstafa óhindrað náttúruauðæfum og auðlindum sínum…" Í þessu felst, að hvorki erlendum mönnum né innlendum leyfist að sölsa auðlindirnar undir sig. Hvað segir stjórnarskráin?Á móti þessari skuldbindingu standa veikluleg ákvæði í stjórnarskrá Rússlands frá 1993, en þar segir í 9. grein: „Land og aðrar náttúruauðlindir skulu nýttar og verndaðar í Rússlandi sem lífsbjörg og starfsgrundvöllur fólksins í landinu. Land og aðrar náttúruauðlindir geta verið í einkaeigu, ríkiseigu, eigu sveitarfélaga og annarra." Takið eftir þessu: „og annarra." Auðlindarenta Rússa skiptist þannig, gróft reiknað, að 310 milljarðar dala, eða yfir 60 prósent af heildinni, verða til í olíugeiranum, 160 milljarðar verða til í gasvinnslu og afgangurinn í málmvinnslu. Og hvernig skyldi öllu þessu fé vera varið? Sérfræðingur Citigroup telur, að ríkið hirði 58 prósent af rentunni með skattheimtu og verji 18 prósentum i niðurgreiðslur, á bensíni meðal annars. Það gerir samtals 76 prósent. Til fjárfestingar er varið um 16 prósentum af rentunni til viðbótar. Afgangurinn, 8 prósent, rennur til hluthafa að fávöldunum – ólígörkunum – meðtöldum. Citigroup gætir sín á að slá ekki mati á hlutdeild glæpamanna í rentunni, en hlutdeild þeirra er talin vera falin í útgjaldaliðum á borð við öryggisvörzlu. Bankinn reynir ekki heldur að meta, hversu mikill hluti skattteknanna af auðlindunum hverfur inn á reikninga spilltra stjórnmálamanna, embættismanna og einkavina þeirra. Vandinn er þekktur, en umfang hans er óþekkt. Við sitjum öll við sama borðTil samanburðar hefur norska ríkið leyst til sín um 80 prósent of olíurentu Norðmanna gegnum tíðina. Þar er engu stolið. Í drögum að nýrri stjórnarskrá Færeyja segir svo í íslenzkri þýðingu: „Við nýtingu auðlinda skulu stjórnvöld annaðhvort innheimta auðlindagjald eða tryggja öllum jafnræði til nýtingar." Og síðan: „Arður af landi og fiskimiðum, sem ekki eru í einkaeign, er auðlind og eign fólksins." Þetta þýðir, að þjóðin á auðlindirnar og tekur gjald fyrir afnot þeirra eða tryggir öllum jafnan aðgang að þeim. Við sitjum öll við sama borð. Þetta er hugsunin á bak við auðlindaákvæðið í þeim drögum að frumvarpi Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár, sem hafa nú verið kynnt almenningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Erlendum fjárfestum í Rússlandi ríður á að stíga varlega til jarðar. Embættismenn, nýríkir fávaldar, stjórnmálamenn og glæpamenn bítast um arðinn af auðlindum landsins, einkum olíu, jarðgas og málma. Hingað til hefur lítið verið vitað um fjárhæðirnar, sem bitizt er um, en nú hefur bandaríski bankinn Citigroup birt tölur til að bregða birtu á málið. Hver hirðir rentuna?Lykillinn að réttum skilningi á málinu er auðlindarentan, sem hagfræðingar kalla svo, og skipting hennar. Auðlindarentan er munurinn á söluverðmæti afurða auðlindanna á heimsmarkaði og framleiðslukostnaði. Tökum olíulind til dæmis. Olíufarmur, sem selst á eina milljón Bandaríkjadala á heimsmarkaði, kostaði kannski ekki nema 100 þúsund dali í framleiðslu. Rentan er þá afgangurinn eða 900 þúsund dalir. Citigroup telur, samkvæmt frásögn Financial Times 9. júlí 2011, að söluverðmæti afurða rússneskra náttúruauðlinda nemi um 650 milljörðum dala á ári og framleiðslukostnaðurinn nemi um 150 milljörðum dala. Það gerir auðlindarentu upp á 500 milljarða dala á hverju ári. Hver hirðir rentuna? Hvernig skiptist hún? Spurningin brennur á mörgum vegna þess, að auðlindarenta upp á 500 milljarða dala gerir 14 þúsund dali á hverju ári á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Rússlandi. Það munar um minna í landi, þar sem landsframleiðsla á mann (á kaupmáttarkvarða) er um 18 þúsund dalir samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Við þetta bætist, að rússneska þjóðin á auðlindirnar samkvæmt bindandi Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966, sem Rússar hafa eins og Íslendingar og flestar aðrar þjóðir heims undirritað og fullgilt. Þar segir í fyrstu grein (í þýðingu utanríkisráðuneytisins): „Allar þjóðir mega, í sínu eigin markmiði, ráðstafa óhindrað náttúruauðæfum og auðlindum sínum…" Í þessu felst, að hvorki erlendum mönnum né innlendum leyfist að sölsa auðlindirnar undir sig. Hvað segir stjórnarskráin?Á móti þessari skuldbindingu standa veikluleg ákvæði í stjórnarskrá Rússlands frá 1993, en þar segir í 9. grein: „Land og aðrar náttúruauðlindir skulu nýttar og verndaðar í Rússlandi sem lífsbjörg og starfsgrundvöllur fólksins í landinu. Land og aðrar náttúruauðlindir geta verið í einkaeigu, ríkiseigu, eigu sveitarfélaga og annarra." Takið eftir þessu: „og annarra." Auðlindarenta Rússa skiptist þannig, gróft reiknað, að 310 milljarðar dala, eða yfir 60 prósent af heildinni, verða til í olíugeiranum, 160 milljarðar verða til í gasvinnslu og afgangurinn í málmvinnslu. Og hvernig skyldi öllu þessu fé vera varið? Sérfræðingur Citigroup telur, að ríkið hirði 58 prósent af rentunni með skattheimtu og verji 18 prósentum i niðurgreiðslur, á bensíni meðal annars. Það gerir samtals 76 prósent. Til fjárfestingar er varið um 16 prósentum af rentunni til viðbótar. Afgangurinn, 8 prósent, rennur til hluthafa að fávöldunum – ólígörkunum – meðtöldum. Citigroup gætir sín á að slá ekki mati á hlutdeild glæpamanna í rentunni, en hlutdeild þeirra er talin vera falin í útgjaldaliðum á borð við öryggisvörzlu. Bankinn reynir ekki heldur að meta, hversu mikill hluti skattteknanna af auðlindunum hverfur inn á reikninga spilltra stjórnmálamanna, embættismanna og einkavina þeirra. Vandinn er þekktur, en umfang hans er óþekkt. Við sitjum öll við sama borðTil samanburðar hefur norska ríkið leyst til sín um 80 prósent of olíurentu Norðmanna gegnum tíðina. Þar er engu stolið. Í drögum að nýrri stjórnarskrá Færeyja segir svo í íslenzkri þýðingu: „Við nýtingu auðlinda skulu stjórnvöld annaðhvort innheimta auðlindagjald eða tryggja öllum jafnræði til nýtingar." Og síðan: „Arður af landi og fiskimiðum, sem ekki eru í einkaeign, er auðlind og eign fólksins." Þetta þýðir, að þjóðin á auðlindirnar og tekur gjald fyrir afnot þeirra eða tryggir öllum jafnan aðgang að þeim. Við sitjum öll við sama borð. Þetta er hugsunin á bak við auðlindaákvæðið í þeim drögum að frumvarpi Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár, sem hafa nú verið kynnt almenningi.