Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

FCK óvænt úr leik í danska bikarnum

FCK tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í annað hvort deild eða bikar í Danmörku er liðið tapaði óvænt á heimavelli fyrir Horsens, 4-2, í dönsku bikarkeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Annar sigur AIK í röð

AIK er á góðri leið með að bjarga sæti sínu í sænsku úrvalsdeildinni en liðið vann 2-1 sigur á Halmstad í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Rosenborg norskur meistari

Rosenborg varð í kvöld norskur meistari í knattspyrnu enn eina ferðina. Rosenborg vann þá 1-0 sigur á Tromsö sem gerir það að verkum að önnur lið deildarinnar geta ekki náð liðinu í lokaumferðunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðbjörg varði flest skot í sænsku deildinni á tímabilinu

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården, var sá markmaður í sænsku kvennadeildinni á þessu tímabili sem varði flest skot. Guðbjörg varði alls 116 skot í 22 leikjum eða 5,3 skot að meðaltali í leik. Guðbjörg varði einu skoti meira en Kristin Hammarström markvörður KIF Örebro DFF sem kom henni næst.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór hefur ekkert heyrt frá Bröndby

Það er ekkert að gerast í málum Stefáns Gíslason samkvæmt heimildum danska Tipsblaðsins en íslenski miðjumaðurinn hefur ekkert fengið að spila með Bröndby á þessu tímabili eftir að hafa snúið til baka úr láni frá norska félaginu Viking.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik og félagar steinlágu fyrir FCK

FC Kaupmannahöfn hefur verið með mikla yfirburði í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í haust og í dag gerði liðið sér lítið fyrir og vann 5-0 stórsigur á OB.

Fótbolti
Fréttamynd

Góður sigur hjá Gautaborg

IFK Gautaborg vann sinn fyrsta sigur í tæpan mánuð er liðið lagði Brommapojkarna, 2-1, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

SönderjyskE lagði Álaborg

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í SönderjyskE unnu í dag góðan sigur á Álaborg, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Loksins sigur hjá AIK

Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK, núverandi Svíþjóðarmeisturum, unnu í dag loksins sigur og fengu mikilvæg stig í botnbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölvi ætlar að reyna ná leiknum á Nou Camp

Sölvi Geir Ottesen verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Portúgal í kvöld og hann hefur líka misst úr síðustu leiki með liði sínu FC Kaupmannahöfn eftir að hann varð fyrir því óláni að handleggsbrotna í leik á móti Bröndby 19. september síðastliðinn. Sölvi er samt allur að braggast og það styttist í það að hann snúi aftur á völlinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Örebro vann og Guðbjörg hélt markinu hreinu

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu allan tímann þegar Örebro vann sigur á Sunnanå á útivelli í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt á sama tíma marki Djurgården hreinu í markalausu jafntefli á móti Kopparbergs/Göteborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Skandinavía: Íslendingar á skotskónum

Veigar Páll Gunnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Stabæk og lagði upp annað er liðið lagði Aalesund af velli, 2-1. Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson léku einnig með Stabæk í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábær útisigur hjá GAIS

Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson voru báðir í byrjunarliði GAIS og léku allan leikinn er GAIS vann góðan útisigur á Helsingborg, 0-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Eyjólfur tryggði GAIS mikilvægan sigur á Häcken í kvöld

Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark GAIS tíu mínútum fyrir leikslok þegar liðið vann 2-1 heimasigur á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir GAIS sem var aðeins einu stigi frá öruggi sæti fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik Gíslason innsiglaði góðan sigur OB í kvöld

Rúrik Gíslason skoraði þriðja mark OB í 3-1 sigri á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. OB lenti 0-1 undir á 22. mínútu leiksins en jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiksins og tryggði sér síðan góðan sigur í þeim síðari.

Fótbolti