Fótbolti

Rekdal um mark Veigars í gær: Fór hann ekki framhjá sex mönnum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. Mynd/Vilhelm
Veigar Páll Gunnarsson átti mjög góðan leik með Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær, skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara í 2-1 sigri á Aalesund. Hann var valinn besti maður vallarins í flestu norsku miðlunum.

Kjetil Rekdal, þjálfari Aalesund, hrósaði veigari fyrir markið hans sem má sjá hér. Veigar Páll fór þá skemmtilega í gegnum vörn Aalesund-liðsins og skoraði með laglegu vinstri fótar skoti.

„Voru þetta ekki sex leikmenn sem hann fór framhjá áður en hann skoraði. Veigar á allt hrós skilið en það er einmitt í þessum kringumstæðum sem mitt lið þarf að sýna meiri hörku og þroska á útivelli. Kannski erum við bara ekki betra en þetta," sagði Kjetil Rekdal.

Veigar Páll hefur farið á kostum að undanförnu með Stabæk en í undanförnum tólf leikjum hefur hann skorað 9 mörk og átt 7 stoðsendingar. Veigari tókst hinsvegar ekki að skora í fyrstu níu leikjum sínum á tímabilinu eftir að hafa komið til baka frá Nancy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×