Fótbolti

Loksins sigur hjá AIK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson.
Helgi Valur Daníelsson.

Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK, núverandi Svíþjóðarmeisturum, unnu í dag loksins sigur og fengu mikilvæg stig í botnbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar.

Ekkert hefur gengið hjá AIK í sumar og liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag.

AIK mætti í dag Gefle og vann 2-0 sigur. Helgi Valur lék allan leikinn fyrir AIK.

Gefle er í næstsíðasta sæti deildarinnar með 24 stig, rétt eins og botnlið Brommapojkarna. Åtvidaberg er í þriðja neðsta sætinu með 27 stig og AIK í fjórða neðsta með 28.

Fjölmargir leikir voru í sænsku B-deildinni í dag. Öster gerði 1-1 jafntefli við Degerfors á heimavelli, en Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir fyrrnefnda liðið.

Örgryte tapaði fyrir Brage, 1-0, á heimavelli. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir Örgryte.

Topplið Norrköping vann 2-1 sigur á Ängelholm en Heiðar Geir Júlíusson sat allan leikinn á bekk síðarnefnda liðsins.

GIF Sundsvall gerði 1-1 jafntefli við Trollhättan. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Sundsvall og Hannes Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

GIF er í þriðja sæti deildarinnar með 50 stig, fimm stigum á eftir Norrköping. Örgryte er í tíunda sætinu með 39 stig, Ängelholm í tólfta með 37 og Öster með fjórtánda með 26.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×