Þungavigtin

Fréttamynd

Segir FH vilja fram­herja Lyng­by

Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi?“

Arnar Gunnlaugsson vill alls ekki eigna sér heiðurinn af frammistöðu Loga Tómassonar og Birnis Ingasonar sem hafa spilað mjög vel í upphafi Bestu deildarinnar og eiga mikinn þátt í því að Víkingsliðið er með fullt hús og fimm stiga forskot á toppnum eftir átta umferðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjórir Val­sarar í liði fyrsta fjórðungs Bestu deildarinnar

Strákarnir í Þungavigtinni gerðu upp fyrsta fjórðung í Bestu deild karla og völdu bestu menn og lið fjórðungsins. Þá var veikasti hlekkurinn einnig valinn. Víkingurinn Oliver Ekroth var bestur að mati strákanna og Hlynur Freyr Karlsson Valsari var valinn sá besti ungi eftir mikla samkeppni frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni í Stjörnunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hann er orkumikill og hvetjandi“

Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals, spilaði á sínum tíma fyrir Åge Hareide hjá Rosenborg og er spenntur fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið. Hólmar segir að Hareide sé búinn að sanna sig bæði hjá félagsliðum og ekki síst sem landsliðsþjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

Þungavigtin: Miloš varnarsinnaðri en Arnar betri þjálfari

Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar og Miloš Milojević var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í vikunni. Hann reyndi meðal annars að leggja mat á það hvor væri betri þjálfari, Arnar eða Miloš, og hver munurinn á leikstíl þessara tveggja þjálfara væri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það svíður alveg helvíti mikið“

Hólmar Örn Eyjólfsson er mættur aftur í íslenska fótboltann eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hann á að baki 19 A-landsleiki og var í mörg ár viðloðandi landsliðið en missti sæti sitt á ögurstundu sumarið 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Þungavigtin: Mómentið er núna fyrir Dag Sig að taka við íslenska landsliðinu

Guðmundur Guðmundsson gerði frábæra hluti með íslenska handboltalandsliðið á Evrópumótinu í síðasta mánuði en hann er ekki kominn með nýjan samning. Landsliðsþjálfarastaðan var til umræðu í nýjasta þættinum af Þungavigtinni þar sem Seinni bylgju sérfræðingurinn Theódór Ingi Pálmason var gestur þáttarins.

Sport
  • «
  • 1
  • 2