Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 15:47 Þungavigtin Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Matthías Orri Sigurðarson fóru saman yfir íslenska körfuboltann í nýjustu Þungavigtinni en í fyrsta sinn í langan tíma þá verður spilað í úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs. Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift. Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift.
Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti