Markahæstur þeirra sem eftir eru en má semja við hvaða félag sem er Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 09:46 Guðmundur Magnússon gæti verið á förum frá Fram en hann er með riftunarákvæði í samningi við félagið. vísir/Diego Guðmundur Magnússon, mögulega verðandi markakóngur Bestu deildarinnar í fótbolta, er með riftunarákvæði í samningi sínum við Fram og getur því samið við hvaða félag sem er nú í haust. Frá þessu var greint í nýjasta hlaðvarpsþætti Þungavigtarinnar, eftir áreiðanlegum heimildum. Vísir reyndi að ná tali af Guðmundi í morgun en án árangurs. Uppfært kl. 11.30: Guðmundur segir í samtali við Fótbolta.net að hann sé með riftunarákvæði í samningnum við Fram en hafi ekki tekið ákvörðun um það hvort að hann muni nýta það. Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að unnið sé að því að gera nýjan samning við Guðmund. Ætla má að Guðmundur komi til með að verða eftirsóttur og jafnframt að Fram reyni sitt besta til að halda honum með betrumbættum samningi. Guðmundur hefur raðað inn mörkum fyrir Fram í sumar og alls skorað 16 mörk þegar tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni. Hann er aðeins einu marki á eftir Nökkva Þeyr Þórissyni sem er enn markahæstur þrátt fyrir að hafa farið í atvinnumennsku til Belgíu snemma í september. Aðrir virðast ekki í baráttu um markakóngstitilinn. Guðmundur er uppalinn Framari og lék sína fyrstu leiki í efstu deild með liðinu árið 2007. Þessi 31 árs gamli framherji hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík, HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík en tvö síðustu tímabil hefur hann leikið með Fram. Hann skoraði sjö mörk í fyrra þegar Fram vann Lengjudeildina með fádæma yfirburðum. Klippa: Þungavigtin - Umræða um Guðmund Magnússon „Hver vill ekki fá 15-20 marka mann?“ spurði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni. „Oft gera menn þetta bara á einu tímabili. Þeir þurfa að sýna þetta á tímabili tvö. Ég veit ekki. Ætlar Valur að taka hann? Víkingur?“ spurði Mikael Nikulásson til baka. „Ég veit ekki hver ætlar að taka hann en Framarar hljóta að gera allt til að reyna að halda sínum besta manni. Ef hann á ekki skilið launahækkun núna þá á hann sennilega aldrei skilið launahækkun í lífinu,“ sagði Kristján og Mikael tók undir að Guðmundur ætti svo sannarlega skilið launahækkun, en tók fram að Fram ætti einnig skilið að Guðmundur spilaði með liðinu annað tímabil. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin. Fram Fótbolti Besta deild karla Þungavigtin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Frá þessu var greint í nýjasta hlaðvarpsþætti Þungavigtarinnar, eftir áreiðanlegum heimildum. Vísir reyndi að ná tali af Guðmundi í morgun en án árangurs. Uppfært kl. 11.30: Guðmundur segir í samtali við Fótbolta.net að hann sé með riftunarákvæði í samningnum við Fram en hafi ekki tekið ákvörðun um það hvort að hann muni nýta það. Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að unnið sé að því að gera nýjan samning við Guðmund. Ætla má að Guðmundur komi til með að verða eftirsóttur og jafnframt að Fram reyni sitt besta til að halda honum með betrumbættum samningi. Guðmundur hefur raðað inn mörkum fyrir Fram í sumar og alls skorað 16 mörk þegar tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni. Hann er aðeins einu marki á eftir Nökkva Þeyr Þórissyni sem er enn markahæstur þrátt fyrir að hafa farið í atvinnumennsku til Belgíu snemma í september. Aðrir virðast ekki í baráttu um markakóngstitilinn. Guðmundur er uppalinn Framari og lék sína fyrstu leiki í efstu deild með liðinu árið 2007. Þessi 31 árs gamli framherji hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík, HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík en tvö síðustu tímabil hefur hann leikið með Fram. Hann skoraði sjö mörk í fyrra þegar Fram vann Lengjudeildina með fádæma yfirburðum. Klippa: Þungavigtin - Umræða um Guðmund Magnússon „Hver vill ekki fá 15-20 marka mann?“ spurði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni. „Oft gera menn þetta bara á einu tímabili. Þeir þurfa að sýna þetta á tímabili tvö. Ég veit ekki. Ætlar Valur að taka hann? Víkingur?“ spurði Mikael Nikulásson til baka. „Ég veit ekki hver ætlar að taka hann en Framarar hljóta að gera allt til að reyna að halda sínum besta manni. Ef hann á ekki skilið launahækkun núna þá á hann sennilega aldrei skilið launahækkun í lífinu,“ sagði Kristján og Mikael tók undir að Guðmundur ætti svo sannarlega skilið launahækkun, en tók fram að Fram ætti einnig skilið að Guðmundur spilaði með liðinu annað tímabil. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin.
Fram Fótbolti Besta deild karla Þungavigtin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira