Skotvopn

Fréttamynd

Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára

Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Notaðist við afsagaða haglabyssu

Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra

Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“

Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Svipting skot­vopna­­leyfis var í ferli

Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða.

Innlent
Fréttamynd

Skotvopnalöggjöfin og endurskoðun

Endurskoðun skotvopnalaga ber að fagna svo lengi sem einstaklingar sem hafa vit á því sem lögin snerta hafa umsjón og aðkomu að endurskoðun og hugsanlegri breytingu lagana.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm mánaða stúlka skotin til bana í Chicago

Fimm mánaða stúlka var skotin til bana í aftursæti bíls í South Shore-hverfi Chicago síðdegis í gær. Stúlkan var flutt á spítala eftir að hafa fengið skot í höfuðið og lést hún þar. Maður á fimmtugsaldri hlaut einnig áverka eftir að byssuskot hæfði hann nærri auga.

Erlent
Fréttamynd

Biden samþykkir herta byssulöggjöf

Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt.

Erlent
Fréttamynd

„Ég var mjög hrædd og ótta­slegin“

Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Maður í bílnum sem skotið var á

Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann.

Innlent
Fréttamynd

Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram

Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi.

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið að ná manninum út heilum á húfi

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla sé tilbúin að vera eins lengi og þarf við blokk við Miðvang í Hafnarfirði þar sem grunaður byssumaður er lokaður inni í íbúð. Markmiðið sé að ná manninum heilum á húfi út.

Innlent
Fréttamynd

Um­sáturs­á­stand eftir skot­á­rás í Hafnar­firði

Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 

Innlent
Fréttamynd

Kallaði eftir banni gegn á­rásar­skot­vopnum

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast banna sölu og inn­flutning á skamm­byssum

Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust.

Erlent
Fréttamynd

„Við vitum hvað virkar gegn þessu“

Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind

Erlent