Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2022 16:09 Katrín Jakobsdóttir hrósaði lögreglu fyrir vel unnin störf. Vísir/Vilhelm Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem ráðherrar voru spurðir út í lögreglumálið sem kom upp í vikunni, þar sem fjórir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum löreglu. Tveir af þeim voru hnepptir í gæsluvarðhald í gær, einn í eina viku og hinn í tvær vikur, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Lögregla lagði einnig hald á töluvert magn af þrívíddarprentuðum skotvopnum, auk skotfæra. Sagðir hafa rætt um fjöldamorð Hin ófullkomna mynd sem almenningur hefur af fyrirætlunum þeirra sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um að leggja á ráðin um hryðjuverk hér á landi hefur orðið örlítið skýrari í dag. Lögregla hefur að mestu varist frétta af málinu frá því á blaðamannafundinum í gær þar sem almenningur fékk fyrst vitneskju um málið. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, kom í Kastljós í gær þar sem hann staðfesti að mennirnir hafi beint sjónum sínum að Alþingi og lögreglu. Karl Steinar Valsson á fundinum í gær.Vísir/Vilhelm Í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag kom fram, samkvæmt heimildum blaðsins, að lögregla hafi raunar talið árás yfirvofandi. Í fréttinni kom fram að mennirnir hafi einnig sýnt árshátíð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu áhuga, en hún verður haldin í næstu viku. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins kom einnig fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi hafi notað orðalagið „fjöldamorð“, samkvæmt síma- og tölvugögnum. Í því samhengi hafi þeir nefnt lögreglumenn, Alþingi og fleira. Líkt og í frétt Morgunblaðsins kom fram í frétt RÚV að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglunnar. Kanna tengingu við norræn öfgasamtök Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í samtali við Vísi í dag að það væri skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafi verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Í sömu frétt RÚV og vísað var hér til ofar kom fram, samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV, að sá sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í gær, hafi losnað úr gæsluvarðhaldi á þriðjudaginn í tengslum við vopnalagabrot. Degi síðar var hann handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu vegna málsins sem nú um ræðir. Sérsveitin var hluti af umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á miðvikudaginn.Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem lögregla kannar er hvort að mennirnir tengist norrænum öfgasamtökum á einhvern hátt. Bæði Morgunblaðið og RÚV hafa greint frá því að til skoðunar sé hvort að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik, sem myrti 77 í mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Noregs árið 2011, hafi verið einhvers konar fyrirmynd. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að ofstækisáróður af því tagi hafi fundist í húsleit lögreglunnar. Telur heimildir lögreglu til afbrotavarna ekki nógu rúmar Málið hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, þar á meðal hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem fer með málefni lögreglunnar. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði hann að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Hann hyggst leggja fram frumvarp um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna, sem ráðherra telur að sé ekki nógu rúmar. „Þetta er frumvarp sem fjallar um afbrotavarnir og það er kannski akkúrat það sem á við í þessu máli ef við horfum á það og eins í þessum stóru málum sem lögreglan hefur verið að upplýsa. Það er að segja að koma í veg fyrir að afbrotin eigi sér stað,“ sagði Jón. Aðspurður um hvort að vel heppnaðar aðgerðir lögreglu í vikunni, sem hún telur að hafi afstýrt mögulegri hryðjuverkaárás, hér á landi sýni ekki að heimildir lögreglu séu nógu rúmar, sagði Jón að hið fyrirhugaða frumvarp væri óskylt þessu tiltekna máli. „Þetta er algjörlega óskylt þessu máli. Okkar undirbúningur hefur fyrst og fremst verið að horfa til vaxandi skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, þess vegna erum við búin að vera að vinna þessi mál undanfarna mánuði,“ sagði Jón. Katrín hrósaði lögreglu fyrir vel unnin störf Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi einnig við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar hrósaði hún lögreglu fyrir vel unnin störf. Þar var hún einnig spurð út í þann anga málsins sem tengist möguleikanum á því að mennirnir tveir aðhyllist einhvers konar öfgasinnaða hugmyndafræði. Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni að öfgafullar skoðanir og fyrirætlanir séu komnar hingað til lands. Hvað geta stjórnvöld gert til að bregðast við þessu? „Í þessu máli, ef við horfum á það, þá er lögregla búin að standa sig gríðarlega vel að taka utan um stöðuna sem hefði getað verið mjög hættuleg og er flókin. Ekki síst vegna þess að eitt er það að fólk hafi skoðanir eða viðhorf, þegar á að láta kylfu fylgja kasti og búið að safna að sér miklum vopnabúnaði þá er það auðvitað stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða.“
Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem ráðherrar voru spurðir út í lögreglumálið sem kom upp í vikunni, þar sem fjórir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum löreglu. Tveir af þeim voru hnepptir í gæsluvarðhald í gær, einn í eina viku og hinn í tvær vikur, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Lögregla lagði einnig hald á töluvert magn af þrívíddarprentuðum skotvopnum, auk skotfæra. Sagðir hafa rætt um fjöldamorð Hin ófullkomna mynd sem almenningur hefur af fyrirætlunum þeirra sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um að leggja á ráðin um hryðjuverk hér á landi hefur orðið örlítið skýrari í dag. Lögregla hefur að mestu varist frétta af málinu frá því á blaðamannafundinum í gær þar sem almenningur fékk fyrst vitneskju um málið. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, kom í Kastljós í gær þar sem hann staðfesti að mennirnir hafi beint sjónum sínum að Alþingi og lögreglu. Karl Steinar Valsson á fundinum í gær.Vísir/Vilhelm Í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag kom fram, samkvæmt heimildum blaðsins, að lögregla hafi raunar talið árás yfirvofandi. Í fréttinni kom fram að mennirnir hafi einnig sýnt árshátíð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu áhuga, en hún verður haldin í næstu viku. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins kom einnig fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi hafi notað orðalagið „fjöldamorð“, samkvæmt síma- og tölvugögnum. Í því samhengi hafi þeir nefnt lögreglumenn, Alþingi og fleira. Líkt og í frétt Morgunblaðsins kom fram í frétt RÚV að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglunnar. Kanna tengingu við norræn öfgasamtök Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í samtali við Vísi í dag að það væri skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafi verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Í sömu frétt RÚV og vísað var hér til ofar kom fram, samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV, að sá sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í gær, hafi losnað úr gæsluvarðhaldi á þriðjudaginn í tengslum við vopnalagabrot. Degi síðar var hann handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu vegna málsins sem nú um ræðir. Sérsveitin var hluti af umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á miðvikudaginn.Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem lögregla kannar er hvort að mennirnir tengist norrænum öfgasamtökum á einhvern hátt. Bæði Morgunblaðið og RÚV hafa greint frá því að til skoðunar sé hvort að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik, sem myrti 77 í mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Noregs árið 2011, hafi verið einhvers konar fyrirmynd. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að ofstækisáróður af því tagi hafi fundist í húsleit lögreglunnar. Telur heimildir lögreglu til afbrotavarna ekki nógu rúmar Málið hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, þar á meðal hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem fer með málefni lögreglunnar. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði hann að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Hann hyggst leggja fram frumvarp um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna, sem ráðherra telur að sé ekki nógu rúmar. „Þetta er frumvarp sem fjallar um afbrotavarnir og það er kannski akkúrat það sem á við í þessu máli ef við horfum á það og eins í þessum stóru málum sem lögreglan hefur verið að upplýsa. Það er að segja að koma í veg fyrir að afbrotin eigi sér stað,“ sagði Jón. Aðspurður um hvort að vel heppnaðar aðgerðir lögreglu í vikunni, sem hún telur að hafi afstýrt mögulegri hryðjuverkaárás, hér á landi sýni ekki að heimildir lögreglu séu nógu rúmar, sagði Jón að hið fyrirhugaða frumvarp væri óskylt þessu tiltekna máli. „Þetta er algjörlega óskylt þessu máli. Okkar undirbúningur hefur fyrst og fremst verið að horfa til vaxandi skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, þess vegna erum við búin að vera að vinna þessi mál undanfarna mánuði,“ sagði Jón. Katrín hrósaði lögreglu fyrir vel unnin störf Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi einnig við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar hrósaði hún lögreglu fyrir vel unnin störf. Þar var hún einnig spurð út í þann anga málsins sem tengist möguleikanum á því að mennirnir tveir aðhyllist einhvers konar öfgasinnaða hugmyndafræði. Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni að öfgafullar skoðanir og fyrirætlanir séu komnar hingað til lands. Hvað geta stjórnvöld gert til að bregðast við þessu? „Í þessu máli, ef við horfum á það, þá er lögregla búin að standa sig gríðarlega vel að taka utan um stöðuna sem hefði getað verið mjög hættuleg og er flókin. Ekki síst vegna þess að eitt er það að fólk hafi skoðanir eða viðhorf, þegar á að láta kylfu fylgja kasti og búið að safna að sér miklum vopnabúnaði þá er það auðvitað stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira