Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. nóvember 2022 11:49 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir Sigríði Björk ríkislögreglustjóra hafa gert allt eftir bókinni þegar málið kom upp. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06
„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09