Kaup og sala fyrirtækja Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. Viðskipti innlent 3.1.2023 19:30 Íslendingar selja sig út úr Edition hótelinu til sjóðs í Abú Dabí fyrir 23 milljarða Hópur íslenskra fjárfesta, að stórum hluta lífeyrissjóðir, hefur formlega gengið frá sölu á liðlega 70 prósenta hlut sínum í Reykjavík Edition-hótelinu í Austurhöfn til sjóðs í eigu fjárfestingarfélagsins ADQ í furstadæminu Abú Dabí. Innherji 31.12.2022 14:49 Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. Innherji 31.12.2022 10:34 Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“ Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni. Viðskipti innlent 30.12.2022 21:53 Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu. Innherji 28.12.2022 16:00 Forstjóra 66°Norður tókst með harðfylgi að fá Rotchilds til að funda í New York Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu. Innherji 7.12.2022 07:01 Carsten og Fjóla taka við rekstri Striksins Hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow hafa formlega tekið við rekstri veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri. Viðskipti innlent 5.12.2022 13:44 Kaupir Stálsmiðjuna-Framtak Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:28 Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa á Gleðipinnum Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum vegna rannsóknar sinnar á fyrirhuguðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:13 Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár. Viðskipti innlent 29.11.2022 15:14 Ásdís og Katla taka við rekstri Lovísu Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir hafa gengið frá kaupum á kynlífstækjaversluninni Lovísu. Þær taka við rekstrinum af stofnanda verslunarinnar, Jóni Þór Ágústssyni, sem ætlar að einbeita sér að öðrum verkefnum. Viðskipti innlent 24.11.2022 19:59 „Mikil samlegðartækifæri “ í kaupum Hampiðjunnar á Mørenot Ljóst er að „mikil samlegðartækifæri eru til staðar“ samhliða kaupum Hampiðjunnar á Mørenot. Skráning Hampiðjunnar á Aðalmarkað á næsta ári mun fjölga tækifærum til ytri vaxtar enn frekar og bæta verðmyndun. Þetta segir forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS. VÍS er níundi stærsti hluthafi Hampiðjunnar. Innherji 17.11.2022 15:05 Hampiðjan stefnir á aðalmarkað eftir kaup á norsku félagi Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum. Viðskipti innlent 17.11.2022 09:22 365 selur helmingshlut í Norr11 sem hefur „vaxið hratt“ 365, fjárfestingafélag Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, hefur selt helmings hlut sinn í danska húsgagnahönnunarfyrirtækinu Norr11 til danskra fjárfesta. „Þetta var góður tímapunktur til að selja. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og vaxið hratt og mikill áhugi á félaginu. Mér þótti sömuleiðis kominn tími á nýjar áskoranir eftir að hafa stýrt fyrirtækinu í tæp sex ár,“ segir Magnús Berg Magnússon sem lét samhliða af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Norr11. Innherji 17.11.2022 07:00 Arion banki kaupir þriðjung í Frágangi Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. Viðskipti innlent 11.11.2022 09:16 Fyrirtækjarisi á sviði heilbrigðisþjónustu settur í söluferli Fyrirtækjasamstæðan Veritas, sem er í aðaleigu Hreggviðs Jónssonar og rekur fjölmörg umsvifamikil félög á sviði heilbrigðisþjónustu, verður brátt sett í formlegt söluferli sem kemur í kjölfar áhuga sem fjárfestingarsjóðir hafa sýnt fyrirtækinu síðustu mánuði. Forstjóri félagsins, sem veltir samtals nálægt 30 milljörðum króna, segir tímasetninguna núna til að láta reyna á sölu vera góða en innlent fjármálafyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa umsjón með ferlinu. Verði af sölunni yrði um að ræða risaviðskipti á íslenskan mælikvarða. Innherji 10.11.2022 11:41 Actice ehf. undir hatt Kynnisferða Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru. Viðskipti innlent 3.11.2022 18:23 Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 21.10.2022 13:01 Heimila samruna Haga og Eldum rétt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. án íhlutunar. Viðskipti innlent 18.10.2022 07:29 Reykjavík Sightseeing vinnur að kaupum á starfsemi Allrahanda Móðurfélag Reykjavík Sightseeing vinnur að því að kaupa vörumerki, eignir og starfsemi rútufyrirtækisins Allrahanda sem meðal annars starfar undir merkjum Gray Line. Samkeppniseftirlitið á eftir að taka afstöðu til kaupanna. Innherji 17.10.2022 15:01 Ísland er í öðru sæti í vísifjárfestingum miðað við höfðatölu Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem sprotafyrirtæki hafa fengið hvað mest fjármagn frá vísisjóðum á fyrri helmingi ársins miðað við höfðatölu. Stjórnendur vísisjóða segja í samtali við Innherja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn. Innherji 14.10.2022 07:00 Sameining fyrirtækja á innheimtumarkaði Hluthafar Inkasso ehf. og Momentum ehf. hafa náð samkomulagi um sameiningu félaganna og kemur hún til framkvæmda síðar í þessum mánuði. Viðskipti innlent 13.10.2022 08:44 Skel kaupir Klett og Klettagarða á samtals 3,8 milljarða Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 7.10.2022 14:51 Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. Innherji 7.10.2022 11:28 Áttföldun á fjórum árum Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir. Umræðan 7.10.2022 08:30 Hlutabréfaverð Origo hækkar um 20 prósent eftir söluna á Tempo Gengi hlutabréfa Origo hefur rokið upp í Kauphöllinni í morgun eftir að félagið tilkynnti seint í gærkvöldi um sölu á öllum 40 prósenta eignarhlut sínum í Tempo fyrir um 28 milljarða króna. Áætlaður söluhagnaður Origo vegna viðskiptanna er um 22 milljarðar. Innherji 6.10.2022 09:47 Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. Viðskipti innlent 20.9.2022 09:01 Orkan kaupir um þriðjungshlut í Straumlind Orkan IS hefur náð samkomulagi um kaup á 34 prósenta eignarhlut í nýsköpunar- og raforkusölufyrirtækinu Straumlind ehf. Viðskipti innlent 19.9.2022 09:12 Eik hættir við kaup á Lambhaga Eik fasteignafélag hefur hætt við að kaupa garðyrkjustöðvarnar Lambhaga í Úlfarsdal og Lund í Mosfellsdal. Kaupverð var áætlað 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 15.9.2022 18:59 Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. Viðskipti erlent 15.9.2022 07:41 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 … 12 ›
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. Viðskipti innlent 3.1.2023 19:30
Íslendingar selja sig út úr Edition hótelinu til sjóðs í Abú Dabí fyrir 23 milljarða Hópur íslenskra fjárfesta, að stórum hluta lífeyrissjóðir, hefur formlega gengið frá sölu á liðlega 70 prósenta hlut sínum í Reykjavík Edition-hótelinu í Austurhöfn til sjóðs í eigu fjárfestingarfélagsins ADQ í furstadæminu Abú Dabí. Innherji 31.12.2022 14:49
Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. Innherji 31.12.2022 10:34
Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“ Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni. Viðskipti innlent 30.12.2022 21:53
Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu. Innherji 28.12.2022 16:00
Forstjóra 66°Norður tókst með harðfylgi að fá Rotchilds til að funda í New York Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu. Innherji 7.12.2022 07:01
Carsten og Fjóla taka við rekstri Striksins Hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow hafa formlega tekið við rekstri veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri. Viðskipti innlent 5.12.2022 13:44
Kaupir Stálsmiðjuna-Framtak Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:28
Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa á Gleðipinnum Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum vegna rannsóknar sinnar á fyrirhuguðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:13
Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár. Viðskipti innlent 29.11.2022 15:14
Ásdís og Katla taka við rekstri Lovísu Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir hafa gengið frá kaupum á kynlífstækjaversluninni Lovísu. Þær taka við rekstrinum af stofnanda verslunarinnar, Jóni Þór Ágústssyni, sem ætlar að einbeita sér að öðrum verkefnum. Viðskipti innlent 24.11.2022 19:59
„Mikil samlegðartækifæri “ í kaupum Hampiðjunnar á Mørenot Ljóst er að „mikil samlegðartækifæri eru til staðar“ samhliða kaupum Hampiðjunnar á Mørenot. Skráning Hampiðjunnar á Aðalmarkað á næsta ári mun fjölga tækifærum til ytri vaxtar enn frekar og bæta verðmyndun. Þetta segir forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS. VÍS er níundi stærsti hluthafi Hampiðjunnar. Innherji 17.11.2022 15:05
Hampiðjan stefnir á aðalmarkað eftir kaup á norsku félagi Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum. Viðskipti innlent 17.11.2022 09:22
365 selur helmingshlut í Norr11 sem hefur „vaxið hratt“ 365, fjárfestingafélag Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, hefur selt helmings hlut sinn í danska húsgagnahönnunarfyrirtækinu Norr11 til danskra fjárfesta. „Þetta var góður tímapunktur til að selja. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og vaxið hratt og mikill áhugi á félaginu. Mér þótti sömuleiðis kominn tími á nýjar áskoranir eftir að hafa stýrt fyrirtækinu í tæp sex ár,“ segir Magnús Berg Magnússon sem lét samhliða af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Norr11. Innherji 17.11.2022 07:00
Arion banki kaupir þriðjung í Frágangi Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. Viðskipti innlent 11.11.2022 09:16
Fyrirtækjarisi á sviði heilbrigðisþjónustu settur í söluferli Fyrirtækjasamstæðan Veritas, sem er í aðaleigu Hreggviðs Jónssonar og rekur fjölmörg umsvifamikil félög á sviði heilbrigðisþjónustu, verður brátt sett í formlegt söluferli sem kemur í kjölfar áhuga sem fjárfestingarsjóðir hafa sýnt fyrirtækinu síðustu mánuði. Forstjóri félagsins, sem veltir samtals nálægt 30 milljörðum króna, segir tímasetninguna núna til að láta reyna á sölu vera góða en innlent fjármálafyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa umsjón með ferlinu. Verði af sölunni yrði um að ræða risaviðskipti á íslenskan mælikvarða. Innherji 10.11.2022 11:41
Actice ehf. undir hatt Kynnisferða Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru. Viðskipti innlent 3.11.2022 18:23
Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 21.10.2022 13:01
Heimila samruna Haga og Eldum rétt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. án íhlutunar. Viðskipti innlent 18.10.2022 07:29
Reykjavík Sightseeing vinnur að kaupum á starfsemi Allrahanda Móðurfélag Reykjavík Sightseeing vinnur að því að kaupa vörumerki, eignir og starfsemi rútufyrirtækisins Allrahanda sem meðal annars starfar undir merkjum Gray Line. Samkeppniseftirlitið á eftir að taka afstöðu til kaupanna. Innherji 17.10.2022 15:01
Ísland er í öðru sæti í vísifjárfestingum miðað við höfðatölu Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem sprotafyrirtæki hafa fengið hvað mest fjármagn frá vísisjóðum á fyrri helmingi ársins miðað við höfðatölu. Stjórnendur vísisjóða segja í samtali við Innherja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn. Innherji 14.10.2022 07:00
Sameining fyrirtækja á innheimtumarkaði Hluthafar Inkasso ehf. og Momentum ehf. hafa náð samkomulagi um sameiningu félaganna og kemur hún til framkvæmda síðar í þessum mánuði. Viðskipti innlent 13.10.2022 08:44
Skel kaupir Klett og Klettagarða á samtals 3,8 milljarða Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 7.10.2022 14:51
Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. Innherji 7.10.2022 11:28
Áttföldun á fjórum árum Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir. Umræðan 7.10.2022 08:30
Hlutabréfaverð Origo hækkar um 20 prósent eftir söluna á Tempo Gengi hlutabréfa Origo hefur rokið upp í Kauphöllinni í morgun eftir að félagið tilkynnti seint í gærkvöldi um sölu á öllum 40 prósenta eignarhlut sínum í Tempo fyrir um 28 milljarða króna. Áætlaður söluhagnaður Origo vegna viðskiptanna er um 22 milljarðar. Innherji 6.10.2022 09:47
Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. Viðskipti innlent 20.9.2022 09:01
Orkan kaupir um þriðjungshlut í Straumlind Orkan IS hefur náð samkomulagi um kaup á 34 prósenta eignarhlut í nýsköpunar- og raforkusölufyrirtækinu Straumlind ehf. Viðskipti innlent 19.9.2022 09:12
Eik hættir við kaup á Lambhaga Eik fasteignafélag hefur hætt við að kaupa garðyrkjustöðvarnar Lambhaga í Úlfarsdal og Lund í Mosfellsdal. Kaupverð var áætlað 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 15.9.2022 18:59
Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. Viðskipti erlent 15.9.2022 07:41