Viðskipti innlent

Vegan búðin í hendur Jun­kyard

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Vegan búðin er sögð strærsta vegan dagvörubúð heims.
Vegan búðin er sögð strærsta vegan dagvörubúð heims. Vísir/Vilhelm

Vegan Junk ehf., sem rekur skyndibitastaðinn Junkyard og framleiðir matvöru frá sama merki, festi á dögunum kaup á Vegan búðinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu Vegan búðarinnar á Facebook. Þar kemur fram að með yfirtöku Vegan Junk hyggst fyrirtækið efla stöðu sína á vegan neytendamarkaði en Vegan búðin er sögð stærsta vegan dagvöruverslun heims. Bæði fyrirtækin voru stofnuð árið 2019 og eru byggð á hugsjónum stofnenda um dýraafurðalausa lífshætti.

Eigandi Vegan Junk, Daniel Ivanovici, segir að viðskiptin marki upphaf breytinga sem sameina muni ólíkar rekstrareiningar á einum stað, í samþættu framboði vegan verslunar og þjónustu.


Tengdar fréttir

Grænkerar fagna endurkomu Oatly barista

Mynd á Facebook-hópnum Vegan Ísland sem sýndi stútfullar hillur af Oatly barista haframjólk í Nettó á Granda fékk góðar undirtektir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×