Ölgerðin vildi stækka með yfirtöku á fyrirtækjarisanum Veritas
Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, var í hópi þeirra fjárfesta sem sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækjasamstæðuna Veritas fyrr árinu. Óvissa í efnahagslífinu, einkum vegna hækkandi vaxta, þýddi hins vegar að talsverðu munaði í væntingum mögulegra kaupenda og seljenda um verðmiða á félaginu og var söluferlið því sett ótímabundið á ís.
Tengdar fréttir
Iceland Spring var metið á tæpa þrjá milljarða króna við kaup Ölgerðarinnar
Hlutafé Iceland Spring var metið á 20 milljónir Bandaríkjadali, jafnvirði 2,7 milljarða króna, við hlutafjáraukningu Ölgerðarinnar. Íslenska samstæðan fer nú með 51 prósent hlut í vatnsfyrirtækinu. Ölgerðin hefur hækkað um sjö prósent það sem af er degi í kjölfar þess að hafa birt uppgjör eftir lokun markaða í gær.