Efnahagsbrot

Fréttamynd

Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna

Dómur í umfangsmiklu skattalagabrotamáli á hendur þremur konum gekk í gær. Ein þeirra gat sýnt fram á að himinháar greiðslur frá spænskum auðjöfri hafi getað verið lán og var því sýknuð. Mæðgur gátu það hins vegar ekki og voru sektaðar um á sjönda tug milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­lýstur fram­bjóðandi dregur sig í hlé

Frambjóðandi sem skipaði fjórtánda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Maðurinn hefur nú dregið framboð sitt til baka.

Innlent
Fréttamynd

Skuldar þrota­búi föður síns fleiri milljarða

Jón Hilmar Karlsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Zuism-bræður dæmdir í Lands­rétti

Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 

Innlent
Fréttamynd

Skýringar eigin­konunnar dugðu ekki í Lands­rétti

Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti. 

Innlent
Fréttamynd

Hundruð milljóna króna skattasekt stað­fest

Landsréttur hefur sakfellt karlmann á sextugsaldri fyrir skattalagabrot. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt. Ákæruvaldið féllst á það undir rekstri málsins að tiltekin útgjöld hafi talist rekstrarkostnaður og sekt mannsins var lækkuð um 55 milljónir króna, frá því sem hafði verið dæmt í héraði.

Innlent
Fréttamynd

Þungur dómur Zuisma-bróður stendur

Áfrýjunarbeiðni Einars Ágústssonar, sem kenndur hefur verið við Zuisma, til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Þriggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Landsrétti stendur.

Innlent
Fréttamynd

Vill breyta lögum um að­gerðir gegn peninga­þvætti

Þingflokksformaður Viðreisnar undirbýr nú tillögu að breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Hún segir Ísland hafa gengið of langt í aðgerðunum og þær hafi oft áhrif á fólk, sem ætti ekki að vera á lista yfir fólk með stjórnmálaleg tengsl.

Innlent
Fréttamynd

Maður sem kveikti í eigin veitinga­stað fer ekki fyrir Hæsta­rétt

Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist.

Innlent
Fréttamynd

Af­brota­varnir í þágu öruggs sam­fé­lags

Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brota­starfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti.

Skoðun
Fréttamynd

Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi

Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu.

Innlent
Fréttamynd

Tíu í gæslu­varð­haldi vegna smygls að jafnaði

Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins.

Innlent