Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Árni Sæberg skrifar 20. nóvember 2024 16:59 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Vísir/Vilhelm Dómur í umfangsmiklu skattalagabrotamáli á hendur þremur konum gekk í gær. Ein þeirra gat sýnt fram á að himinháar greiðslur frá spænskum auðjöfri hafi getað verið lán og var því sýknuð. Mæðgur gátu það hins vegar ekki og voru sektaðar um á sjönda tug milljóna. Mál kvennanna þriggja hefur vakið talsverða athygli, enda var um að ræða greiðslur upp á þriðja hundrað milljóna króna, sem ekki voru taldar fram á skattframtölum kvennanna. Héraðssaksóknari ákærði konurnar þrjár í október síðasta árs fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráðri til heimilis á Selfossi, var gefið að sök að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða Írisi Heru Norðfjörð Jónsdóttur, sem rak veitingastaðinn Kryddlegin hjörtu við góðan orðstír í fjölda ára, og dóttur hennar Brynju Norðfjörð Gunnarsdóttir. Þær voru ákærðar fyrir að ekki talið fram gjafir upp á fimmtíu milljónir króna annars vegar og þrjátíu hins vegar. Brynja steig fram í viðtali við DV skömmu eftir að ákæra var gefin út og sagði málið henni og móður sinni afar þungbært. Hún hafi hreinlega ekki vitað að telja þyrfti gjafir fram sem tekjur. Gat framvísað samningi um lán Konan sem fékk mest lagt inn á reikning sinn frá auðmanninum var sem áður segir sýknuð. Því er hún ekki nafngreind í dóminum. Í dóminum segir að konan hafi borið fyrir sig að um lánagreiðslur hafi verið að ræða og framvísað samningi þess efnis. Í málinu hafi legið fyrir skattframtöl konunnar fyrir árin sem um ræddi. Þar hafi hún talið umræddar fjárhæðir frá auðmanninum fram sem skuldir. Líklega gjöf Í dóminum segir að af gögnum málsins, sem og hinum „mjög svo óvenjulega“ lánasamningi sem lá fyrir í málinu, mætti vissulega draga þá ályktun að líklegt sé að um hafi verið að ræða gjöf en ekki lán, enda liggi fyrir að skattyfirvöld, þar með talið Yfirskattanefnd, hafi hafnað því að um hafi verið að ræða lán. Því hafi verið slegið föstu við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum að um hafi verið að ræða gjöf og fjármunirnir hafi verið skattlagðir samkvæmt því. Í sakamáli verði hins vegar ekki sakfellt nema fram sé komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um hvert það atriði sem varðar sekt ákærðs manns. Að mati dómsins væri ekki fram komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um að téðir fjármunir hafi verið gjöf en ekki lán og þar með ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að konan hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru. Því var hún sýknuð. Önnur játaði Brynja játaði skýlaust þá háttsemi sem henni var gefin að sök í ákæru og því var talin komin fram sönnun fyrir því að hún væri sek. Hún lét undir höfuð leggjast að telja fram sem skattskyldar gjafir greiðslur frá auðmanninum, 13.145.000 krónur á gjaldárinu 2016 og 16.304.900 krónur á gjaldárinu 2018, eða samtals 29.449.900 krónur. Með því kom hún sér undan greiðslu um ellefu milljóna króna í tekjuskatt. Hún var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 22 milljóna króna fésektar í ríkissjóð. Móðirin skuldar talsvert meira Í dóminum segir að Íris Hera hafi aftur á móti haldið uppi vörnum í málinu og borið fyrir sig að um lán en ekki gjafir hafi verið að ræða. Ekki hafi legið fyrir neinn skriflegur samningur eða nein skjalleg gögn sem geti rennt stoðum undir ætlaða lánveitingu.Í þessu efni beri þó að nefna að í gögnum málsins sé að finna óundirritað og ódagsett skjal hvers efni sé að maðurinn staðfesti að hafa lánað Írisi heru 421.638 bandaríkjadali, en í yfirlýsingunni segi að lánið sé opið, á ensku „open ended“, það er að hún muni endurgreiða þegar hún geti það í framtíðinni. Að mati dómsins lýsi efni þessa skjals ekki láni heldur gjöf. Með vísan til þess og atvika málsins taldi dómurinn að sannað væri að Íris Hera hafi framið þau brot sem lýst var í ákæru. Hún var því dæmd til tíu mánaða skilorðsbundinnar refsingar og greiðslu 42 milljóna króna fésektar í ríkissjóð. Hún vantaldi greiðslur upp á alls 52 milljónir króna og kom sér hjá greiðslu 21 milljónar króna. Árborg Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Mál kvennanna þriggja hefur vakið talsverða athygli, enda var um að ræða greiðslur upp á þriðja hundrað milljóna króna, sem ekki voru taldar fram á skattframtölum kvennanna. Héraðssaksóknari ákærði konurnar þrjár í október síðasta árs fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráðri til heimilis á Selfossi, var gefið að sök að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða Írisi Heru Norðfjörð Jónsdóttur, sem rak veitingastaðinn Kryddlegin hjörtu við góðan orðstír í fjölda ára, og dóttur hennar Brynju Norðfjörð Gunnarsdóttir. Þær voru ákærðar fyrir að ekki talið fram gjafir upp á fimmtíu milljónir króna annars vegar og þrjátíu hins vegar. Brynja steig fram í viðtali við DV skömmu eftir að ákæra var gefin út og sagði málið henni og móður sinni afar þungbært. Hún hafi hreinlega ekki vitað að telja þyrfti gjafir fram sem tekjur. Gat framvísað samningi um lán Konan sem fékk mest lagt inn á reikning sinn frá auðmanninum var sem áður segir sýknuð. Því er hún ekki nafngreind í dóminum. Í dóminum segir að konan hafi borið fyrir sig að um lánagreiðslur hafi verið að ræða og framvísað samningi þess efnis. Í málinu hafi legið fyrir skattframtöl konunnar fyrir árin sem um ræddi. Þar hafi hún talið umræddar fjárhæðir frá auðmanninum fram sem skuldir. Líklega gjöf Í dóminum segir að af gögnum málsins, sem og hinum „mjög svo óvenjulega“ lánasamningi sem lá fyrir í málinu, mætti vissulega draga þá ályktun að líklegt sé að um hafi verið að ræða gjöf en ekki lán, enda liggi fyrir að skattyfirvöld, þar með talið Yfirskattanefnd, hafi hafnað því að um hafi verið að ræða lán. Því hafi verið slegið föstu við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum að um hafi verið að ræða gjöf og fjármunirnir hafi verið skattlagðir samkvæmt því. Í sakamáli verði hins vegar ekki sakfellt nema fram sé komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um hvert það atriði sem varðar sekt ákærðs manns. Að mati dómsins væri ekki fram komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um að téðir fjármunir hafi verið gjöf en ekki lán og þar með ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að konan hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru. Því var hún sýknuð. Önnur játaði Brynja játaði skýlaust þá háttsemi sem henni var gefin að sök í ákæru og því var talin komin fram sönnun fyrir því að hún væri sek. Hún lét undir höfuð leggjast að telja fram sem skattskyldar gjafir greiðslur frá auðmanninum, 13.145.000 krónur á gjaldárinu 2016 og 16.304.900 krónur á gjaldárinu 2018, eða samtals 29.449.900 krónur. Með því kom hún sér undan greiðslu um ellefu milljóna króna í tekjuskatt. Hún var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 22 milljóna króna fésektar í ríkissjóð. Móðirin skuldar talsvert meira Í dóminum segir að Íris Hera hafi aftur á móti haldið uppi vörnum í málinu og borið fyrir sig að um lán en ekki gjafir hafi verið að ræða. Ekki hafi legið fyrir neinn skriflegur samningur eða nein skjalleg gögn sem geti rennt stoðum undir ætlaða lánveitingu.Í þessu efni beri þó að nefna að í gögnum málsins sé að finna óundirritað og ódagsett skjal hvers efni sé að maðurinn staðfesti að hafa lánað Írisi heru 421.638 bandaríkjadali, en í yfirlýsingunni segi að lánið sé opið, á ensku „open ended“, það er að hún muni endurgreiða þegar hún geti það í framtíðinni. Að mati dómsins lýsi efni þessa skjals ekki láni heldur gjöf. Með vísan til þess og atvika málsins taldi dómurinn að sannað væri að Íris Hera hafi framið þau brot sem lýst var í ákæru. Hún var því dæmd til tíu mánaða skilorðsbundinnar refsingar og greiðslu 42 milljóna króna fésektar í ríkissjóð. Hún vantaldi greiðslur upp á alls 52 milljónir króna og kom sér hjá greiðslu 21 milljónar króna.
Árborg Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent