Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 15:31 Frá Þórshöfn í Langanesbyggð. Konan var skólastjóri grunnskólans þar til 2020. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Þórshöfn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir umboðssvik í opinberu starfi í síðustu viku. Dómstóll féllst ekki á að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á allir þeirri upphæð sem saksóknari ákærði hana fyrir. Fjárdrátturinn var sagður hafa átt sér stað yfir um tveggja og hálfs árstímabil frá haustinu 2017 til febrúar 2020. Skólastjórinn millifærði þá fé af reikningum bæði grunnskólans og Félagsmiðstöðvarinnar Svartholsins yfir á eigin reikning. Konan hafði prókúru fyrir reikningum bæði skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Alls taldi héraðssaksóknari að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á um 8,5 milljónum króna, þar af tæpum átta milljónum af reikningi skólans. Grunur vaknaði um misferlið á fyrri hluta árs 2020 og voru endurskoðendur Langanesbyggðar þá fengnir til þess að fara yfir bankareikningana. Lögmannsstofa fór einnig yfir þá sem krafði konuna um skýringar og gögn. Lögmaður sveitarfélagsins gerði héraðssaksóknara viðvart um hugsanlegt fjármálamisferli í febrúar 2021. Þegar tímabilið þar sem flestar millifærslur af reikningum skólans og félagsmiðstöðvarinnar á reikning konunnar var skoðað kom í ljós að konan hafði greitt veðmálasíðunni Betson rúmar 12,8 milljónir króna í 1.200 greiðslum árið 2018. Oft hafi verið millifært inn á bankareikning hennar seint um kvöld þegar innistæða á honum nálgaðist núll. Héraðssaksóknari taldi að meirihluti fjárins hefði farið í fjárhættuspil á Betsson og annarri veðmálasíðu en að konan hefði einnig notað það í almenna neyslu. Blandaði saman eigin fjármálum og skólans Konan neitaði sök fyrir dómi og kvaðst hafa ráðstafað öllu fénu sem hún var ákærð fyrir að draga að sér í þágu verkefna á vegum skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Við skýrslutökur hjá saksóknara sagðist hún telja sig saklausa og að hún hefði ekki haft einbeittan vilja til þess að draga sér fé. Vel gæti þó verið að hún hefði ekki haldið nógu vel utan um bókhaldið. Hún hefði ekki fengið aðgang að reikningi grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar í heimabanka og því notað eigin bankareikning í sumum tilfellum. Millifærslur af bankareikningi skólans á hennar eigin reikning hefðu flestar tengst kostnaði við Norðurlandaverkefni sem skólinn tók þátt í sem hún hefði greitt af sínum reikningi. Mögulega sek um að draga sér hluta fjárins sem hún var ákærð fyrir Sveitarfélagið tók skýringar konunnar um að stór hluti færslnanna hefðu tengst verkefni grunnskólans gildar. Óútskýrðar millifærslur af reikningi skólans hefðu numið tæpum þremur milljónum króna. Saksóknari taldi hins vegar að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á mun hærri upphæð, alls um átta og hálfri milljón. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði því að hægt væri að fullyrða að konan hefði ætlað sér að draga að sér og nota í eigin þágu án heimildar alla þá upphæð, jafnvel þótt að hugsanlegt væri að hún hefði gerst sek um að draga sér lægri upphæð. Vegna þess hvernig ákæra héraðssaksóknara var orðuð hafnaði dómurinn því að hún hefði gerst sek um fjárdrátt í opinberu starfi. Konan var hins vegar talin hafa misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður og gerst sek um umboðssvik. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hún hefði ráðstafað stærstum hluta fjármunanna sem hún millifærði á eigin reikning í þágu verkefna sem þeir áttu að fara til. Auk sex mánaða fangelsisdómsins, skilorðsbundins til tveggja ára, þarf konan að greiða tvo þriðju hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, tæpa tvær og hálfa milljón króna. Langanesbyggð Efnahagsbrot Dómsmál Fjárhættuspil Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Fjárdrátturinn var sagður hafa átt sér stað yfir um tveggja og hálfs árstímabil frá haustinu 2017 til febrúar 2020. Skólastjórinn millifærði þá fé af reikningum bæði grunnskólans og Félagsmiðstöðvarinnar Svartholsins yfir á eigin reikning. Konan hafði prókúru fyrir reikningum bæði skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Alls taldi héraðssaksóknari að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á um 8,5 milljónum króna, þar af tæpum átta milljónum af reikningi skólans. Grunur vaknaði um misferlið á fyrri hluta árs 2020 og voru endurskoðendur Langanesbyggðar þá fengnir til þess að fara yfir bankareikningana. Lögmannsstofa fór einnig yfir þá sem krafði konuna um skýringar og gögn. Lögmaður sveitarfélagsins gerði héraðssaksóknara viðvart um hugsanlegt fjármálamisferli í febrúar 2021. Þegar tímabilið þar sem flestar millifærslur af reikningum skólans og félagsmiðstöðvarinnar á reikning konunnar var skoðað kom í ljós að konan hafði greitt veðmálasíðunni Betson rúmar 12,8 milljónir króna í 1.200 greiðslum árið 2018. Oft hafi verið millifært inn á bankareikning hennar seint um kvöld þegar innistæða á honum nálgaðist núll. Héraðssaksóknari taldi að meirihluti fjárins hefði farið í fjárhættuspil á Betsson og annarri veðmálasíðu en að konan hefði einnig notað það í almenna neyslu. Blandaði saman eigin fjármálum og skólans Konan neitaði sök fyrir dómi og kvaðst hafa ráðstafað öllu fénu sem hún var ákærð fyrir að draga að sér í þágu verkefna á vegum skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Við skýrslutökur hjá saksóknara sagðist hún telja sig saklausa og að hún hefði ekki haft einbeittan vilja til þess að draga sér fé. Vel gæti þó verið að hún hefði ekki haldið nógu vel utan um bókhaldið. Hún hefði ekki fengið aðgang að reikningi grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar í heimabanka og því notað eigin bankareikning í sumum tilfellum. Millifærslur af bankareikningi skólans á hennar eigin reikning hefðu flestar tengst kostnaði við Norðurlandaverkefni sem skólinn tók þátt í sem hún hefði greitt af sínum reikningi. Mögulega sek um að draga sér hluta fjárins sem hún var ákærð fyrir Sveitarfélagið tók skýringar konunnar um að stór hluti færslnanna hefðu tengst verkefni grunnskólans gildar. Óútskýrðar millifærslur af reikningi skólans hefðu numið tæpum þremur milljónum króna. Saksóknari taldi hins vegar að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á mun hærri upphæð, alls um átta og hálfri milljón. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði því að hægt væri að fullyrða að konan hefði ætlað sér að draga að sér og nota í eigin þágu án heimildar alla þá upphæð, jafnvel þótt að hugsanlegt væri að hún hefði gerst sek um að draga sér lægri upphæð. Vegna þess hvernig ákæra héraðssaksóknara var orðuð hafnaði dómurinn því að hún hefði gerst sek um fjárdrátt í opinberu starfi. Konan var hins vegar talin hafa misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður og gerst sek um umboðssvik. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hún hefði ráðstafað stærstum hluta fjármunanna sem hún millifærði á eigin reikning í þágu verkefna sem þeir áttu að fara til. Auk sex mánaða fangelsisdómsins, skilorðsbundins til tveggja ára, þarf konan að greiða tvo þriðju hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, tæpa tvær og hálfa milljón króna.
Langanesbyggð Efnahagsbrot Dómsmál Fjárhættuspil Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira