Sindri grunaður um fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2025 11:58 Sindri Þór Sigríðarson gæti þurft að endurnýja kynni sín við Héraðsdóm Reykjavíkur fari málið á borð lögreglu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. Tjarnarbíó er án framkvæmdastjóra sem stendur eftir að Sindra Þór Sigríðarsyni var nýlega sagt upp störfum eftir nokkurra ára starf hjá bíóinu, fyrst sem markaðsstjóri en svo framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur um fjárdrátt eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. Málið er viðkvæmt eins og gefur að skilja en starfsmenn Tjarnarbíós má telja á fingrum annarrar handar og eru eftir brotthvarf Sindra Þórs fjórir. Snæbjörn Brynjarsson, sem tók við starfi leikhússtjóra í haust, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins að svo stöddu. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem stykir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Sindri Þór hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Hann hefur meðfram störfum sínum fyrir Tjarnarbíó undanfarin ár staðið í málferlum vegna orða sem hann lét falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson „veðurguð“ á samfélagsmiðlum. Þeirri deilu lauk með sigri Ingólfs fyrir Landsrétti í nóvember í fyrra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað fólks sem Ingólfur kynni að lögsækja vegna ummæla um framkomu hans við konur. Uppfært klukkan 14:02 Snæbjörn hefur tjáð sig um málið og staðfest að Sindri verði kærður til lögreglu. Leikhús Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Tjarnarbíó er án framkvæmdastjóra sem stendur eftir að Sindra Þór Sigríðarsyni var nýlega sagt upp störfum eftir nokkurra ára starf hjá bíóinu, fyrst sem markaðsstjóri en svo framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur um fjárdrátt eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. Málið er viðkvæmt eins og gefur að skilja en starfsmenn Tjarnarbíós má telja á fingrum annarrar handar og eru eftir brotthvarf Sindra Þórs fjórir. Snæbjörn Brynjarsson, sem tók við starfi leikhússtjóra í haust, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins að svo stöddu. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem stykir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Sindri Þór hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Hann hefur meðfram störfum sínum fyrir Tjarnarbíó undanfarin ár staðið í málferlum vegna orða sem hann lét falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson „veðurguð“ á samfélagsmiðlum. Þeirri deilu lauk með sigri Ingólfs fyrir Landsrétti í nóvember í fyrra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað fólks sem Ingólfur kynni að lögsækja vegna ummæla um framkomu hans við konur. Uppfært klukkan 14:02 Snæbjörn hefur tjáð sig um málið og staðfest að Sindri verði kærður til lögreglu.
Leikhús Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35
Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01