Hundruð milljóna króna skattasekt staðfest Árni Sæberg skrifar 16. febrúar 2024 15:35 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur sakfellt karlmann á sextugsaldri fyrir skattalagabrot. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt. Ákæruvaldið féllst á það undir rekstri málsins að tiltekin útgjöld hafi talist rekstrarkostnaður og sekt mannsins var lækkuð um 55 milljónir króna, frá því sem hafði verið dæmt í héraði. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent