Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

Öruggt hjá Rosenborg gegn FH í Þrándheimi

Rosenborg vann 4-1 sigur á FH í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í Þrándheimi í kvöld. FH-ingar eru úr leik í keppninni eftir samanlagt 6-1 tap í einvíginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað

Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þeir eru með að­eins meiri gæði en við

Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni

Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslensk fótboltalið á vergangi ef þeim gengur vel

„Það er ljóst að ástandið er alvarlegt,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um þá staðreynd að ef að íslenskum fótboltaliðum vegnar vel í alþjóðlegri keppni hafa þau engan stað til að spila á í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Yfir 130 milljónir í húfi fyrir íslenskan fótbolta í kvöld og Valur fær 120

FH, Breiðablik og Stjarnan eiga öll möguleika á að komast áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag. Fyrir hvert félag er 300.000 evru vinningsfé, eða tæpar 44 milljónir króna, í húfi eða samtals rúmar 130 milljónir. Íslandsmeistarar Vals hafa svo þegar tryggt sér 120 milljónir króna vegna Evrópuleikja í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð Þór segir FH vilja halda Þóri Jóhanni

Miðjumaðurinn öflugi Þórir Jóhann Helgason verður samningslaus í haust og hefur verið umræða á kreiki um að hann muni yfirgefa lið sitt FH er samningurinn rennur út. Davíð Þór Viðarsson, þjálfari FH var spurður út í samningsmál Þóris að loknum 1-0 sigri FH á Sligo Rovers í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld.

Fótbolti