Alfons og félagar úr leik eftir skell | Payet skaut Sverri og félaga úr keppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 20:56 Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt eru úr leik í Sambandsdeild Evrópu. Matteo Ciambelli/vi/DeFodi Images via Getty Images Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt máttu þola 4-0 tap gegn José Mourinho og lærisveinum hans í Roma í kvöld og eru þar með úr leik í Sambandsdeild Evrópu. Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í PAOK eru einnig úr leik eftir 1-0 tap gegn Marseille. Gestirnir í Bodø/Glimt unnu fyrri leik liðanna gegn Roma 2-1 og voru því í ágætis stöðu fyrir leik kvöldsins. Forskotið lifði þó ekki lengi því Tammy Abraham kom Roma yfir á fimmtu mínútu og allt orðið jafnt á ný í einvíginu. Nicolo Zaniolo bætti svo tveimur mörkum við með stuttu millibili áður en hálftími var liðinn af leiknum og staðan því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks. Zaniolo fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik þegar hann kom Roma í 4-0 og þar við sat. Roma er á leið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-2 sigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt, en Roma mætir Leicester í undanúrslitunum. Ute av Europa med et brak, men dæven så artig det har vært på veien! 20 kamper og kvartfinale i debutsesongen! Vi bobler over av stolthet og gleder oss til fortsettelsen💛 Bodø/Glimt Førr Evig! #glimt #uecl pic.twitter.com/fuMp4l8dMz— FK Bodø/Glimt (@Glimt) April 14, 2022 Á sama tíma þurfu Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í gríska liðinu PAOK að sætta sig við 1-0 tap gegn Marseille. Þeir síðarnefndu unnu fyrri leik liðanna 2-1 og fara því í undanúrslit eftir samanlagðan 3-1 sigur. Dimitri Payet skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Matteo Guendouzi. Marseille mætir Feyenoord í undanúrslitum sem vann 3-1 sigur gegn Slavia Prague í kvöld. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Gestirnir í Bodø/Glimt unnu fyrri leik liðanna gegn Roma 2-1 og voru því í ágætis stöðu fyrir leik kvöldsins. Forskotið lifði þó ekki lengi því Tammy Abraham kom Roma yfir á fimmtu mínútu og allt orðið jafnt á ný í einvíginu. Nicolo Zaniolo bætti svo tveimur mörkum við með stuttu millibili áður en hálftími var liðinn af leiknum og staðan því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks. Zaniolo fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik þegar hann kom Roma í 4-0 og þar við sat. Roma er á leið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-2 sigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt, en Roma mætir Leicester í undanúrslitunum. Ute av Europa med et brak, men dæven så artig det har vært på veien! 20 kamper og kvartfinale i debutsesongen! Vi bobler over av stolthet og gleder oss til fortsettelsen💛 Bodø/Glimt Førr Evig! #glimt #uecl pic.twitter.com/fuMp4l8dMz— FK Bodø/Glimt (@Glimt) April 14, 2022 Á sama tíma þurfu Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í gríska liðinu PAOK að sætta sig við 1-0 tap gegn Marseille. Þeir síðarnefndu unnu fyrri leik liðanna 2-1 og fara því í undanúrslit eftir samanlagðan 3-1 sigur. Dimitri Payet skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Matteo Guendouzi. Marseille mætir Feyenoord í undanúrslitum sem vann 3-1 sigur gegn Slavia Prague í kvöld.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira