Enski boltinn

Greal­ish eftir­sóttur: Færir hann sig um set í Manchester?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jack Grealish hefur aðeins spilað 604 mínútur í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.
Jack Grealish hefur aðeins spilað 604 mínútur í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. EPA-EFE/PETER POWELL

Jack Grealish, vængmaður Englandsmeistara Manchester City, er gríðarlega eftirsóttur ef marka má heimildir enska götublaðsins The Sun.

Þessi 29 ára gamli enski landsliðsmaður hefur verið úti í kuldanum hjá Pep Guardiola, þjálfari Man City, og virðist nú vera á leið frá félaginu. Mikið hefur verið rætt og ritað um hversu slök tölfræði Grealish er þegar kemur að mörkum og stoðsendingum.

Guardiola hefur aldrei tekið undir þá tölfræði en á yfirstandandi leiktíð virðist Grealish ekki vera að heilla þjálfarann og er talið að Man City sé tilbúið að losa leikmann sem kostaði liðið 100 milljónir punda – rúmlega 17 milljarða á núverandi gengi – árið 2020.

The Sun segir að Man United, nágrannar Englandsmeistaranna, séu meðal þeirra sex liðum sem hafi áhuga á Grealish. Hin eru Aston Villa - uppeldisfélag Grealish, Tottenham Hotspur, Newcastle United, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Inter á Ítalíu.

Grealish hefur skorað 15 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 146 leikjum fyrir Man City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×