Alfons sá eini sem spilaði alla leikina er Bodø/Glimt jafnaði met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 09:01 Alfons fagnar eina Evrópumarki sínu á leiktíðinni. Það reyndist heldur betur mikilvægt. Soccrates/Getty Images Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur átt lygilegan tíma með Bodø/Glimt undanfarin misseri. Norsku meistararnir jöfnuðu nýverið met í Evrópu en liðið lék alls 20 leiki í Evrópu á leiktíðinni. Alfons gekk í raðir Bodø/Glimt árið 2020 og sér eflaust ekki eftir því. Félagið hefur nú í tvígang orðið Noregsmeistari og þá náði það ótrúlegum árangri í Evrópu á leiktíðinni. Fun fact: Bodø/Glimt equaled a record of 20 European games in one season before being knocked out of the UECL last week. Alfons Sampsted was the only player in the squad to play all 20 and thus set a record himself #fotboltinet— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 18, 2022 Það var Lucas Arnold – sérfræðingur Football Radar – sem benti á þá mögnuðu staðreynd að Alfons hafi verið eini leikmaður Bodø/Glimt sem tók þátt í öllum 20 leikjum liðsins í Evrópu. Bodø/Glimt hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu en féll þar úr leik gegn Legía Varsjá í fyrstu umferð undankeppninnar. Við það féll liðið niður í Sambandsdeild Evrópu og sýndu leikmenn norsku meistaranna sínar bestu hliðar þar. Þáverandi Íslandsmeistarar Vals voru fyrsta liðið til að finna hversu öflugt lið Bodø/Glimt í raun og veru er. Margir fræknir sigrar unnust og þá helst 6-1 sigurinn á lærisveinum José Mourinho í Roma. Á endanum náðu Rómverjar fram hefndum með 4-0 sigri í 8-liða úrslitum. Var það fyrsta tap Bodø/Glimt í Evrópu í 14 leikjum. Tapið gegn Roma þýðir að Evrópuleikir tímabilsins verða ekki fleiri og Alfons getur því ekki bætt metið. Hann er nú í útvöldum hópi fimm leikmanna sem hafa náð að spila 20 Evrópuleiki á einu og sama tímabilinu. Hinir fjórir eru þeir Gaetan Huard og Jean Luc Godon (Bordeaux, tímabilið 1995-1996) og Andreas Ulmer og Munas Dabbur (Red Bull Salzburg, tímabilið 2017-2018). Alfons skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í leikjunum 20. Markið var vægast sagt mikilvægt en það var sigurmarkið gegn AZ Alkmaar í framlengingu. Fagnaðarlæti Alfons og liðsfélaga hans má sjá hér að ofan í forsíðumynd fréttarinnar. Samkvæmt Alfons er lykillinn að því að spila svona marga leikið að sofa nóg og borða vel, þá sérstaklega lax, hrísgrjón og sveppi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Alfons gekk í raðir Bodø/Glimt árið 2020 og sér eflaust ekki eftir því. Félagið hefur nú í tvígang orðið Noregsmeistari og þá náði það ótrúlegum árangri í Evrópu á leiktíðinni. Fun fact: Bodø/Glimt equaled a record of 20 European games in one season before being knocked out of the UECL last week. Alfons Sampsted was the only player in the squad to play all 20 and thus set a record himself #fotboltinet— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 18, 2022 Það var Lucas Arnold – sérfræðingur Football Radar – sem benti á þá mögnuðu staðreynd að Alfons hafi verið eini leikmaður Bodø/Glimt sem tók þátt í öllum 20 leikjum liðsins í Evrópu. Bodø/Glimt hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu en féll þar úr leik gegn Legía Varsjá í fyrstu umferð undankeppninnar. Við það féll liðið niður í Sambandsdeild Evrópu og sýndu leikmenn norsku meistaranna sínar bestu hliðar þar. Þáverandi Íslandsmeistarar Vals voru fyrsta liðið til að finna hversu öflugt lið Bodø/Glimt í raun og veru er. Margir fræknir sigrar unnust og þá helst 6-1 sigurinn á lærisveinum José Mourinho í Roma. Á endanum náðu Rómverjar fram hefndum með 4-0 sigri í 8-liða úrslitum. Var það fyrsta tap Bodø/Glimt í Evrópu í 14 leikjum. Tapið gegn Roma þýðir að Evrópuleikir tímabilsins verða ekki fleiri og Alfons getur því ekki bætt metið. Hann er nú í útvöldum hópi fimm leikmanna sem hafa náð að spila 20 Evrópuleiki á einu og sama tímabilinu. Hinir fjórir eru þeir Gaetan Huard og Jean Luc Godon (Bordeaux, tímabilið 1995-1996) og Andreas Ulmer og Munas Dabbur (Red Bull Salzburg, tímabilið 2017-2018). Alfons skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í leikjunum 20. Markið var vægast sagt mikilvægt en það var sigurmarkið gegn AZ Alkmaar í framlengingu. Fagnaðarlæti Alfons og liðsfélaga hans má sjá hér að ofan í forsíðumynd fréttarinnar. Samkvæmt Alfons er lykillinn að því að spila svona marga leikið að sofa nóg og borða vel, þá sérstaklega lax, hrísgrjón og sveppi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira