Fótbolti

Ís­lendinga­slagur í um­spili í Sam­bands­deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Til að komast í sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu þurfa Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland að slá PAOK út.
Til að komast í sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu þurfa Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland að slá PAOK út. getty/Rene Schutze

Íslendingaliðin Midtjylland og PAOK mætast í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu.

Dregið var í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. Þrjú Íslendingalið voru í pottinum og drógust tvö þeirra saman, Midtjylland og PAOK. Elías Rafn Ólafsson leikur með Midtjylland og Sverrir Ingi Ingason með PAOK.

Noregsmeistarar Bodø/Glimt, sem Alfons Sampsted leikur með, mæta skoska stórliðinu Celtic.

Leicester City mætir Randers frá Danmörku og Tottenham eða Vitesse Arnheim mæta Rapid Vín. Ekki liggur enn fyrir hvort Tottenham eða Vitesse fara upp úr G-riðli en fresta þurfti leik Tottenham og Rennes í lokaumferð riðlakeppninnar vegna kórónuveirusmita í herbúðum Spurs. Ekki liggur enn fyrir hvenær leikurinn fer fram.

Fyrri leikirnir í umspilinu um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildinni fara fram 17. febrúar og seinni leikirnir 24. febrúar.

Umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar

  • Marseille - Qarabag
  • PSV - Maccabi Tel Aviv
  • Fenerbache - Slavia Prag
  • Midtjylland - PAOK
  • Leicester - Randers
  • Celtic - Bodø/Glimt
  • Sparta Prag - Partizan
  • Rapid Vín - Tottenham/Vitesse



Fleiri fréttir

Sjá meira


×