Neytendur Héraðsdómur skert frelsi samtaka til að berjast fyrir rétti neytenda Neytendasamtökin hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 á hendur samtökunum og formanninum Breka Karlssyni. Viðskipti innlent 19.11.2021 14:33 Ríkið sýknað af milljarða kröfum vegna útboðs tollkvóta Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum heildverslunarinnar Ásbjörns Ólafssonar ehf., um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Hefði fyrirtækið haft betur hefði ríkið þurft að endurgreiða útboðsgjöld að upphæð yfir fjórir milljarðar króna sem innheimt hafa verið af innflutningsfyrirtækjum frá því árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda. Innherji 18.11.2021 15:27 Risadagur fyrir Strætó sem hoppar inn í framtíðina Strætó bs. innleiddi nýtt greiðslukerfi fyrir alla vagna á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar sem snjallkort og snjallsímar eru meginstoðirnar. Innlent 16.11.2021 22:41 Telur íblöndunarefni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir. Viðskipti innlent 15.11.2021 15:41 Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. Viðskipti innlent 12.11.2021 17:51 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. Viðskipti innlent 12.11.2021 09:46 Sitja fyrstu kaupendur í súpunni? Íbúðaverð hefur hækkað um 15% undanfarið ár. Mikil eftirspurn er á íbúðamarkaði um þessar mundir sem framboðið annar ekki. Skoðun 12.11.2021 08:00 Nói innkallar konfekt vegna mögulegra málmagna í fyllingunni Nói Síríus hefur innkallað tvær pakkningar af Nóa Konfekti vegna mögulegra málmagna í fyllingu konfektmolanna. Um er að ræða Konfekt í lausu, 560 gr., og Konfektkassa 630 gr. Neytendur 11.11.2021 12:32 Bátur dagsins er allur Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti. Neytendur 9.11.2021 15:49 Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu. Viðskipti innlent 9.11.2021 13:01 Lyfjabúrið og Lyfja dýrustu apótekin Ódýrast er að kaupa lyf í apóteki Costco og í Rimaapóteki en dýrast í Lyfjabúrinu og Lyfju. Þetta kemur fram í nýjum verðsamanburði ASÍ, sem kynntur var í gær. Neytendur 6.11.2021 09:12 Matvælaverð ekki verið hærra í meira en áratug Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verð á matvörum hefur hækkað um yfir 30 prósent á síðastliðnu ári. Viðskipti erlent 5.11.2021 09:21 MAST varar enn við tínslu og neyslu kræklings í Hvalfirði Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði, þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í síðustu mælingum. Leiddu þær í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist það 1150 µg/kg. Innlent 5.11.2021 07:06 Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. Innlent 4.11.2021 19:00 Vilja láta banna „njósnaauglýsingar“ Neytendasamtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir banni við því sem þau kalla „njósnaauglýsingum“, eða netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Tryggja þurfi stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum. Innlent 31.10.2021 10:37 Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum. Innlent 28.10.2021 12:10 Leitar réttar síns eftir að NS tók stöðu gegn Hróa hetti Forsvarsmaður Sparibíls fordæmir niðurstöðu Neytendastofu (NS) í máli bílasölunnar og sakar stofnunina um að ganga erinda samkeppnisaðilans. Stjórnendur hyggjast leita réttar síns og kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. Viðskipti innlent 26.10.2021 19:50 Twitter bregst við hækkun þriðjudagstilboðsins: „Jæja það er hrun“ Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Tilboðið hefur verið eins konar fasti í skyndibitamenningu landans til fjölda ára, og ráku margir upp stór augu við að sjá það í dag að hið sígilda tilboð hefði runnið sitt skeið. Lífið 26.10.2021 17:01 Sementsskortur á landinu sem gæti komið byggingaiðnaðinum illa Sementsskortur er yfirvofandi á landinu, sem valdið hefur steypuframleiðendum verulegum vandræðum. Framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar segir að fyrirtækið geti nú aðeins þjónustað helming viðskiptavina sinna og gæti skorturinn haft veruleg áhrif á byggingariðnað á landinu. Viðskipti innlent 26.10.2021 16:04 Íslendingar eyddu fimmtán milljörðum í útlöndum í september Aukningin í greiðslukortaveltu Íslendinga milli ára í september var alfarið drifin áfram af utanlandsferðum og neyslu erlendis, sem er til marks um að Íslendingar eru í auknum mæli farnir að ferðast til útlanda. Viðskipti innlent 26.10.2021 10:33 Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. Neytendur 26.10.2021 07:01 Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. Viðskipti innlent 25.10.2021 23:24 Iðnaðarmenn vilja festa Allir vinna í sessi Samiðn, samband iðnfélaga, hefur hvatt stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Stjórnvöld útvíkkuðu átakið í kórónuveirufaraldrinum og felst það í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Átakið mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót. Viðskipti innlent 25.10.2021 14:15 Breytingar í samræmi við lög og breytt samfélag Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Skoðun 23.10.2021 08:00 „Ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það“ Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði sögulegu hámarki í vikunni. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs telur öruggt að virðið haldi áfram að hækka á næstu árum en fólk verði að fara varlega, ætli það sér að fjárfesta. Viðskipti innlent 22.10.2021 20:00 Ekki tilefni til aðgerða vegna deilu um auðkennið Norðurhús Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu í deilu tveggja félaga um notkun á auðkenninu Norðurhús á vefsíðunni nordurhus.is og á Facebook-síðunni facebook.com/nordurhus. Neytendur 22.10.2021 08:46 Harka færist í baráttuna um framtíð Cocoa Puffs á Íslandi Aðdáendur Cocoa Puffs vöknuðu upp við vondan draum í lok mars þegar umboðsaðili morgunkornsins tilkynnti að það yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Meira en hálfu ári síðar er enn hægt að fá súkkulaðikúlurnar í völdum verslunum en óvissa ríkir um framtíðina. Heilbrigðiseftirlitið hefur krafist þess að varan verði endanlega tekin úr sölu. Viðskipti innlent 21.10.2021 08:00 Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel. Viðskipti innlent 20.10.2021 21:46 Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Viðskipti innlent 20.10.2021 16:01 Arion banki hækkar vextina Inn- og útlánsvextir hjá Arion banka munu hækka frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og vísað til nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hefur þegar hækkað vexti. Viðskipti innlent 20.10.2021 10:11 « ‹ 27 28 29 30 31 32 33 34 35 … 72 ›
Héraðsdómur skert frelsi samtaka til að berjast fyrir rétti neytenda Neytendasamtökin hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 á hendur samtökunum og formanninum Breka Karlssyni. Viðskipti innlent 19.11.2021 14:33
Ríkið sýknað af milljarða kröfum vegna útboðs tollkvóta Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum heildverslunarinnar Ásbjörns Ólafssonar ehf., um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Hefði fyrirtækið haft betur hefði ríkið þurft að endurgreiða útboðsgjöld að upphæð yfir fjórir milljarðar króna sem innheimt hafa verið af innflutningsfyrirtækjum frá því árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda. Innherji 18.11.2021 15:27
Risadagur fyrir Strætó sem hoppar inn í framtíðina Strætó bs. innleiddi nýtt greiðslukerfi fyrir alla vagna á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar sem snjallkort og snjallsímar eru meginstoðirnar. Innlent 16.11.2021 22:41
Telur íblöndunarefni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir. Viðskipti innlent 15.11.2021 15:41
Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. Viðskipti innlent 12.11.2021 17:51
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. Viðskipti innlent 12.11.2021 09:46
Sitja fyrstu kaupendur í súpunni? Íbúðaverð hefur hækkað um 15% undanfarið ár. Mikil eftirspurn er á íbúðamarkaði um þessar mundir sem framboðið annar ekki. Skoðun 12.11.2021 08:00
Nói innkallar konfekt vegna mögulegra málmagna í fyllingunni Nói Síríus hefur innkallað tvær pakkningar af Nóa Konfekti vegna mögulegra málmagna í fyllingu konfektmolanna. Um er að ræða Konfekt í lausu, 560 gr., og Konfektkassa 630 gr. Neytendur 11.11.2021 12:32
Bátur dagsins er allur Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti. Neytendur 9.11.2021 15:49
Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu. Viðskipti innlent 9.11.2021 13:01
Lyfjabúrið og Lyfja dýrustu apótekin Ódýrast er að kaupa lyf í apóteki Costco og í Rimaapóteki en dýrast í Lyfjabúrinu og Lyfju. Þetta kemur fram í nýjum verðsamanburði ASÍ, sem kynntur var í gær. Neytendur 6.11.2021 09:12
Matvælaverð ekki verið hærra í meira en áratug Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verð á matvörum hefur hækkað um yfir 30 prósent á síðastliðnu ári. Viðskipti erlent 5.11.2021 09:21
MAST varar enn við tínslu og neyslu kræklings í Hvalfirði Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði, þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í síðustu mælingum. Leiddu þær í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist það 1150 µg/kg. Innlent 5.11.2021 07:06
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. Innlent 4.11.2021 19:00
Vilja láta banna „njósnaauglýsingar“ Neytendasamtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir banni við því sem þau kalla „njósnaauglýsingum“, eða netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Tryggja þurfi stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum. Innlent 31.10.2021 10:37
Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum. Innlent 28.10.2021 12:10
Leitar réttar síns eftir að NS tók stöðu gegn Hróa hetti Forsvarsmaður Sparibíls fordæmir niðurstöðu Neytendastofu (NS) í máli bílasölunnar og sakar stofnunina um að ganga erinda samkeppnisaðilans. Stjórnendur hyggjast leita réttar síns og kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. Viðskipti innlent 26.10.2021 19:50
Twitter bregst við hækkun þriðjudagstilboðsins: „Jæja það er hrun“ Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Tilboðið hefur verið eins konar fasti í skyndibitamenningu landans til fjölda ára, og ráku margir upp stór augu við að sjá það í dag að hið sígilda tilboð hefði runnið sitt skeið. Lífið 26.10.2021 17:01
Sementsskortur á landinu sem gæti komið byggingaiðnaðinum illa Sementsskortur er yfirvofandi á landinu, sem valdið hefur steypuframleiðendum verulegum vandræðum. Framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar segir að fyrirtækið geti nú aðeins þjónustað helming viðskiptavina sinna og gæti skorturinn haft veruleg áhrif á byggingariðnað á landinu. Viðskipti innlent 26.10.2021 16:04
Íslendingar eyddu fimmtán milljörðum í útlöndum í september Aukningin í greiðslukortaveltu Íslendinga milli ára í september var alfarið drifin áfram af utanlandsferðum og neyslu erlendis, sem er til marks um að Íslendingar eru í auknum mæli farnir að ferðast til útlanda. Viðskipti innlent 26.10.2021 10:33
Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. Neytendur 26.10.2021 07:01
Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. Viðskipti innlent 25.10.2021 23:24
Iðnaðarmenn vilja festa Allir vinna í sessi Samiðn, samband iðnfélaga, hefur hvatt stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Stjórnvöld útvíkkuðu átakið í kórónuveirufaraldrinum og felst það í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Átakið mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót. Viðskipti innlent 25.10.2021 14:15
Breytingar í samræmi við lög og breytt samfélag Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Skoðun 23.10.2021 08:00
„Ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það“ Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði sögulegu hámarki í vikunni. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs telur öruggt að virðið haldi áfram að hækka á næstu árum en fólk verði að fara varlega, ætli það sér að fjárfesta. Viðskipti innlent 22.10.2021 20:00
Ekki tilefni til aðgerða vegna deilu um auðkennið Norðurhús Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu í deilu tveggja félaga um notkun á auðkenninu Norðurhús á vefsíðunni nordurhus.is og á Facebook-síðunni facebook.com/nordurhus. Neytendur 22.10.2021 08:46
Harka færist í baráttuna um framtíð Cocoa Puffs á Íslandi Aðdáendur Cocoa Puffs vöknuðu upp við vondan draum í lok mars þegar umboðsaðili morgunkornsins tilkynnti að það yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Meira en hálfu ári síðar er enn hægt að fá súkkulaðikúlurnar í völdum verslunum en óvissa ríkir um framtíðina. Heilbrigðiseftirlitið hefur krafist þess að varan verði endanlega tekin úr sölu. Viðskipti innlent 21.10.2021 08:00
Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel. Viðskipti innlent 20.10.2021 21:46
Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Viðskipti innlent 20.10.2021 16:01
Arion banki hækkar vextina Inn- og útlánsvextir hjá Arion banka munu hækka frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og vísað til nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hefur þegar hækkað vexti. Viðskipti innlent 20.10.2021 10:11