Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 07:01 „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ stóð enn framan á húsnæði Sparibíls þegar fréttastofa leit við um miðjan dag í gær. Vísir/Vilhelm Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en í ákvörðun stofnunarinnar segir að málið hafi varðað almenna fullyrðingu: „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og svo fullyrðinguna um 800 þúsund króna lægra verð á Mitsubishi Outlander PHEV hjá Sparibíl heldur en listaverð, en bent var á að um villandi samanburð væri að ræða við samkeppnisaðila. Að auki kom til skoðunar fullyrðing Sparibíls um fimm ára ábyrgð á ökutækjunum. Á vef Neytendastofu segir að Sparibíll hafi hafnað því að fullyrðingarnar væru villandi eða andstæðar góðum viðskiptaháttum. „Til staðfestingar fullyrðingunum var lagður fram verðlisti umboðsaðila bifreiðanna. Þá var tekið fram að allir Mitsubishi Outlander bílar séu í 5 ára verksmiðjuábyrgð og fram komi í þjónustubók bílsins að bíllinn sé í 5 ára ábyrgð fyrstu 24 mánuðina án kílómetratakmarkana og næstu 36 mánuði upp í 100.000 km. Þá sé 8 ára ábyrgð á batteríinu.“ Villandi samanburður Neytendastofa taldi hins vegar að þótt auglýstur bíll Sparibíls gæti talist staðgönguvara bíls sömu tegundar frá umboðsaðila væri samanburðurinn villandi þar sem ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýndu með óyggjandi hætti að auglýstur bíll Sparibíls væri búinn sömu aukahlutum eða aukabúnaði og samanburðarbíll. „Í ákvörðuninni er um það fjallað að gera verði grein fyrir því með skýrum hætti ef bílarnir væru gæddir ólíkum aukabúnaði. Þá taldi stofnunin ekki hafa verið sýnt fram á að samanburðarverð hafi verið viðeigandi á þeim tíma sem auglýsingarnar voru birtar. Hvað varðaði auglýsta 5 ára ábyrgð Sparibíls þá taldi stofnunin í ljósi þess að hún var ekki fortakslaus að upplýsingar um almenn skilyrði ábyrgðarinnar skiptu miklu máli fyrir neytendur og það gæti raskað verulega fjárhagslegri hegðun neytenda að þær upplýsingar væru ekki aðgengilegar í auglýsingunum samhliða tilvísun til fimm ára ábyrgðar. Því væri ótvírætt orðalag Sparibíls um 5 ára ábyrgð villandi.“ Mega búast við sektum haldi auglýsingarnar áfram Í ákvörðunarorðum segir að Sparibíl sé bannað að viðhafa umrædda viðskiptahætti. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Reykjavík Bílar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Þetta er niðurstaða Neytendastofu en í ákvörðun stofnunarinnar segir að málið hafi varðað almenna fullyrðingu: „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og svo fullyrðinguna um 800 þúsund króna lægra verð á Mitsubishi Outlander PHEV hjá Sparibíl heldur en listaverð, en bent var á að um villandi samanburð væri að ræða við samkeppnisaðila. Að auki kom til skoðunar fullyrðing Sparibíls um fimm ára ábyrgð á ökutækjunum. Á vef Neytendastofu segir að Sparibíll hafi hafnað því að fullyrðingarnar væru villandi eða andstæðar góðum viðskiptaháttum. „Til staðfestingar fullyrðingunum var lagður fram verðlisti umboðsaðila bifreiðanna. Þá var tekið fram að allir Mitsubishi Outlander bílar séu í 5 ára verksmiðjuábyrgð og fram komi í þjónustubók bílsins að bíllinn sé í 5 ára ábyrgð fyrstu 24 mánuðina án kílómetratakmarkana og næstu 36 mánuði upp í 100.000 km. Þá sé 8 ára ábyrgð á batteríinu.“ Villandi samanburður Neytendastofa taldi hins vegar að þótt auglýstur bíll Sparibíls gæti talist staðgönguvara bíls sömu tegundar frá umboðsaðila væri samanburðurinn villandi þar sem ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýndu með óyggjandi hætti að auglýstur bíll Sparibíls væri búinn sömu aukahlutum eða aukabúnaði og samanburðarbíll. „Í ákvörðuninni er um það fjallað að gera verði grein fyrir því með skýrum hætti ef bílarnir væru gæddir ólíkum aukabúnaði. Þá taldi stofnunin ekki hafa verið sýnt fram á að samanburðarverð hafi verið viðeigandi á þeim tíma sem auglýsingarnar voru birtar. Hvað varðaði auglýsta 5 ára ábyrgð Sparibíls þá taldi stofnunin í ljósi þess að hún var ekki fortakslaus að upplýsingar um almenn skilyrði ábyrgðarinnar skiptu miklu máli fyrir neytendur og það gæti raskað verulega fjárhagslegri hegðun neytenda að þær upplýsingar væru ekki aðgengilegar í auglýsingunum samhliða tilvísun til fimm ára ábyrgðar. Því væri ótvírætt orðalag Sparibíls um 5 ára ábyrgð villandi.“ Mega búast við sektum haldi auglýsingarnar áfram Í ákvörðunarorðum segir að Sparibíl sé bannað að viðhafa umrædda viðskiptahætti. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Reykjavík Bílar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira