Innlent

Risadagur fyrir Strætó sem hoppar inn í framtíðina

Snorri Másson skrifar
Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó er alsæll með breytingarnar.
Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó er alsæll með breytingarnar. Vísir

Strætó bs. innleiddi nýtt greiðslukerfi fyrir alla vagna á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar sem snjallkort og snjallsímar eru meginstoðirnar.

Fréttastofa kíkti um borð í Strætó og sendi það út í kvöldfréttum. Þar var rætt við Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóra, sem sagði nýja greiðslukerfið breyta miklu. 

„Þetta er risadagur fyrir Strætó. Við erum náttúrulega bara að hoppa inn í framtíðina,“ segir Jóhannes.

Klippa: Í beinni útsendingu á fleygiferð í Strætó, búnum nýju greiðslukerfi

KLAPP heitir nýja greiðslukerfið. Fyrirmynd kerfisins er þekkt í almenningssamgöngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjald er greitt í vagninum.

Nú er af sem áður var að auðvelt sé að lauma sér inn í Strætó án þess að greiða tilhlýðileg gjöld. „Það var mjög auðvelt að falsa miða, pappakort og plastkortin líka, þannig að við bindum núna miklar vonir við þetta nýja stafræna kerfi,“ segir Jóhannes.


Tengdar fréttir

Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni

Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 

Allt annað að fara um borð í Strætó

Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×