Lyfjabúrið og Lyfja dýrustu apótekin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 09:12 Ódýrast er að meðaltali að kaupa lyf í Costco en dýrast í Lyfjabúrinu. Vísir/Vilhelm Ódýrast er að kaupa lyf í apóteki Costco og í Rimaapóteki en dýrast í Lyfjabúrinu og Lyfju. Þetta kemur fram í nýjum verðsamanburði ASÍ, sem kynntur var í gær. ASÍ kannaði verð á lausasölulyfjum og ýmsum öðrum vörum, sem seldar eru í apótekum, þriðjudaginn 2. nóvember. Var verð kannað í öllum apótekum á landinu eða 26 útibúum. Borgarapótek í Borgartúni var eina apótekið sem neitaði þátttöku í könnuninni. Fram kemur að Costco hafi oftast verið með lægsta verðið í könnuninni, á 53 vörum af þeim 149 sem könnunin náði yfir. Á hæla Costco fylgdi Rimaapótek með lægsta verðið í ellefu tilvikum. Hæst verð var oftast að finna hjá Lyfjabúrinu, eða í 39 tilvikum og þar næst hjá Lyfju eða í 33 tilvikum. Munur á hæsta og lægsta verði var þá á bilinu 40 til 60 prósent og var það nokkuð algengt, eða í 62 tilvikum af 149. Í 58 tilvikum var munurinn á bilinu 20 til 40 prósent. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að það hvetji neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið á hagstæðara verði og athuga með afsláttarkjör. Jafnframt er bent á það í tilkynningu ASÍ að best sé að skoða meðalverð til að átta sig á verði hjá verslunum sem hvorki eru með hæst né lægst verð. EF litið sé til meðalverðs eða hversu hátt eða lágt verð á vörum í könnuninni var að jafnaði hjá söluaðilum megi sjá að Costco hafi að meðaltali verið með lægsta verðið. Þá hafi vöruúrvalið hjá Costco jafnframt verið minnst en einungis 63 af þeim 149 vörum sem könnunin náði til var hægt að kaupa hjá Costco. „Taka skal fram að til að geta keypt lyf hjá Costco verður að greiða árlegt aðidargjald upp á 4.800 krónur. Meðalverð á vörum í könnuninni var næst lægst hjá Lyfjaveri sme var með töluvert meira úrval en Costco eða 135 vörur af 149.“ Ofnæmistöfur 4.227 krónum ódýrari hjá Austurbæjarapóteki Fram kemur að oft hafi verið mikill munur á hæsta og lægsta verði á algengum lausasölulyfjum, til dæmis ofnæmislyfjum og augndropum. Hjá Austurbæjarapóteki hafi til dæmis 100 stykki af Kestine ofnæmistöfum kostað 10.673 krónur en hjá Apótekinu Mos hafi sömu töflur kostað 14.900 krónur. Verðmunurinn nemur um 40 prósentum. Þá hafi verið 190 prósenta verðmunur eða 2.172 króna á hæsta og lægsta verði af ofnæmislyfinu Clarityn, 37 prósenta, eða 799 króna, munur á gigtarlyfinu Glucomed. 1.904 króna munur hafi verið á verði Voltaren forte hlaups og 659 króna verðmunur á verkjalyfinu Ibuxin rapid. Þá er líklega best fyrir þráláta nikótínsjúklinga að gera sér ferð í Farmasíu en þar kostar nikótíntyggjó lang minnst af öllum apótekum. Spara má töluverðar fjárhæðir en 73 prósenta eða 686 króna verðmunur var á Nicotinell Lakrids tyggjói, 4 milligramma, 24 stykkja pakka. Hæst var verðið í Rimaapóteki en lægst í Farmasíu. Sama gildir um 204 stykkja pakka af Nicotinell Fruit tyggjói sem mest kostaði 5.838 krónur í Lyfsalanum Glæsibæ en minns í Farmasíu eða 3.503 krónur. Lyf Neytendur Verðlag Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
ASÍ kannaði verð á lausasölulyfjum og ýmsum öðrum vörum, sem seldar eru í apótekum, þriðjudaginn 2. nóvember. Var verð kannað í öllum apótekum á landinu eða 26 útibúum. Borgarapótek í Borgartúni var eina apótekið sem neitaði þátttöku í könnuninni. Fram kemur að Costco hafi oftast verið með lægsta verðið í könnuninni, á 53 vörum af þeim 149 sem könnunin náði yfir. Á hæla Costco fylgdi Rimaapótek með lægsta verðið í ellefu tilvikum. Hæst verð var oftast að finna hjá Lyfjabúrinu, eða í 39 tilvikum og þar næst hjá Lyfju eða í 33 tilvikum. Munur á hæsta og lægsta verði var þá á bilinu 40 til 60 prósent og var það nokkuð algengt, eða í 62 tilvikum af 149. Í 58 tilvikum var munurinn á bilinu 20 til 40 prósent. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að það hvetji neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið á hagstæðara verði og athuga með afsláttarkjör. Jafnframt er bent á það í tilkynningu ASÍ að best sé að skoða meðalverð til að átta sig á verði hjá verslunum sem hvorki eru með hæst né lægst verð. EF litið sé til meðalverðs eða hversu hátt eða lágt verð á vörum í könnuninni var að jafnaði hjá söluaðilum megi sjá að Costco hafi að meðaltali verið með lægsta verðið. Þá hafi vöruúrvalið hjá Costco jafnframt verið minnst en einungis 63 af þeim 149 vörum sem könnunin náði til var hægt að kaupa hjá Costco. „Taka skal fram að til að geta keypt lyf hjá Costco verður að greiða árlegt aðidargjald upp á 4.800 krónur. Meðalverð á vörum í könnuninni var næst lægst hjá Lyfjaveri sme var með töluvert meira úrval en Costco eða 135 vörur af 149.“ Ofnæmistöfur 4.227 krónum ódýrari hjá Austurbæjarapóteki Fram kemur að oft hafi verið mikill munur á hæsta og lægsta verði á algengum lausasölulyfjum, til dæmis ofnæmislyfjum og augndropum. Hjá Austurbæjarapóteki hafi til dæmis 100 stykki af Kestine ofnæmistöfum kostað 10.673 krónur en hjá Apótekinu Mos hafi sömu töflur kostað 14.900 krónur. Verðmunurinn nemur um 40 prósentum. Þá hafi verið 190 prósenta verðmunur eða 2.172 króna á hæsta og lægsta verði af ofnæmislyfinu Clarityn, 37 prósenta, eða 799 króna, munur á gigtarlyfinu Glucomed. 1.904 króna munur hafi verið á verði Voltaren forte hlaups og 659 króna verðmunur á verkjalyfinu Ibuxin rapid. Þá er líklega best fyrir þráláta nikótínsjúklinga að gera sér ferð í Farmasíu en þar kostar nikótíntyggjó lang minnst af öllum apótekum. Spara má töluverðar fjárhæðir en 73 prósenta eða 686 króna verðmunur var á Nicotinell Lakrids tyggjói, 4 milligramma, 24 stykkja pakka. Hæst var verðið í Rimaapóteki en lægst í Farmasíu. Sama gildir um 204 stykkja pakka af Nicotinell Fruit tyggjói sem mest kostaði 5.838 krónur í Lyfsalanum Glæsibæ en minns í Farmasíu eða 3.503 krónur.
Lyf Neytendur Verðlag Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira