Innlent

MAST varar enn við tínslu og neyslu kræklings í Hvalfirði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Neysla kræklings eftir tínslu er alltaf á eigin ábyrgð, ítrekar Matvælastofnun.
Neysla kræklings eftir tínslu er alltaf á eigin ábyrgð, ítrekar Matvælastofnun. Getty

Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði, þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í síðustu mælingum. Leiddu þær í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist það 1150 µg/kg.

Viðmiðunarmörkin eru 160 µg/kg.

„Eru neytendur enn varaðir við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er. Stofnunin mun áfram fylgjast með stöðu mála og láta vita þegar óhætt verður að neyta kræklings úr firðinum. Yfir veturinn er sýnataka mánaðarlega, þar sem vöxtur þörunga er hægur yfir dimma vetrarmánuði og breytingar á stöðu þörungaeiturs eru hægar,“ segir í tilkynningu á vef MAST.

Þá segir einnig að Matvælastofnun vilji vekja athygli á því að því fylgi ávallt hætta að neyta skelfisks sem er safnað við skeljatínslu og fólk geri það alltaf á eigin ábyrgð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×