Neytendur

Fréttamynd

Veg­far­endum stafi hætta af aug­lýsinga­skiltum

Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð.

Innlent
Fréttamynd

Rukkaður um 2800 króna auka­gjald í Reynisfjöru

Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. 

Neytendur
Fréttamynd

Á­föstu tapparnir stóðust ekki gæðapróf

Á næstu dögum og vikum verður íþróttadrykkurinn Powerade tímabundið seldur með hefðbundnum flötum áföstum töppum, í stað tappa með stút, eða sporttappans svokallaða, sem hefur prýtt flöskuna hingað til. 

Neytendur
Fréttamynd

Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi

Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar.

Innlent
Fréttamynd

Dýr smjörvi á Egils­stöðum vekur mikla at­hygli

Í gær var vakin athygli á því á Facebook-síðunni „vertu á verði - eftirlit með verðlagi,“ að 400 grömm af klassískum smjörva kostaði 1.245 krónur á N1 á Egilsstöðum. Spurt var hvort þetta væri ekki fullmikið verð, og undirtektir voru miklar.

Neytendur
Fréttamynd

Hag­ræðing í rekstri sé bændum og neyt­endum til heilla

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt.

Innlent
Fréttamynd

BYKO kærir vegna sniðgöngulímmiða

Einstaklingur sem setti límmiða til að hvetja til sniðgöngu ísraelskra vara í Byko hefur verið kærður fyrir eignaspjöll. Sigurður Pálsson forstjóri segir fyrirtækið taka hart á þjófnaði og eignaspjöllum en að það taki ekki afstöðu til skoðana fólks.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi sam­keppni

Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Nova klippir kaffiverðið

Nova kynnir til leiks KaffiKlipp, nýjasta klippið í FyrirÞig fríðindaklúbbnum þar sem viðskiptavinir Nova geta fengið kaffibollann hjá Te & Kaffi á nánast hálfvirði. Með kaupum á KaffiKlippinu fást fimm kaffibollar og gildir klippið fyrir alla drykki á matseðli, þar á meðal sumardrykki.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ó­sáttur með sætin og fær milljón endur­greidda

Kaupandi pakkaferðar hjá íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina alla endurgreidda þrátt fyrir að hafa afbókað hana með skömmum fyrirvara. Kaupandinn lét ekki bjóða sér venjuleg sæti í flugi og Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taldi hann mega afpanta vegna þess.

Neytendur
Fréttamynd

Er paprikan mín kven­kyns?

Þegar fréttir bárust af kynjuðum skuldabréfum á dögunum veltu sumir fyrir sér hvað kæmi næst. Og hvað kom næst? Jú, kynjaðar paprikur. Eða hvað?

Lífið
Fréttamynd

Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst

Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus

Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup.

Innlent
Fréttamynd

Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina

Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Hækka far­gjöld í strætó

Ný gjaldskrá tekur gildi hjá Strætó þann fyrsta júlí næstkomandi og nemur hækkunin á stökum fargjöldum 3,2 prósentum og á tímabilskortum 3,85 prósentum. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ómar fær fyrir ferðina

Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta.

Neytendur
Fréttamynd

Sex fyrir­tæki sektuð vegna nikotín­aug­lýsinga

Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir brot gegn auglýsingabanni á nikotínvörum. Fyrirtækin sex eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import. Sektirnar eru frá 100 þúsund krónum að 400 þúsund.

Neytendur
Fréttamynd

Gull­húð­un ger­ir ó­verð­tryggð lán með föst­um vöxt­um dýr­ar­i

Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum.

Innherji
Fréttamynd

Selja ein­tómt brauð á 3.190 krónur

Ýmsir ráku upp stór augu í gær og í dag þegar þeir skoðuðu vefsíðu Dominos en þar er ný pítsa á matseðli sem ber heitið „Nakin pizza“. Nýja pítsan er án áleggs, án sósu og án osts. Brauðið kostar 3.190 krónur samkvæmt matseðli.

Neytendur
Fréttamynd

Soda­stream-flaskan sem sprakk í frum­eindir sínar

Steinunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri vill vara fólk við Sodastream-tæki sem keypt var í Elko. Hún hefur staðið í bréfaskriftum við fyrirtækið sem segir engin tæki hættulaus. Mestar líkur séu á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við.

Innlent
Fréttamynd

Tæknin tekur yfir leigu­bíla­markaðinn

Fyrir aðeins ári síðan hófu Hopp leigubílar starfsemi á Íslandi og hafa á þessum stutta tíma orðið áberandi á leigubílamarkaðnum. Með nýjungum og tækniþróun hefur fyrirtækið breytt því hvernig bæði bílstjórar og farþegar nýta sér leigubílaþjónustu.

Samstarf
Fréttamynd

Mikil­vægi Vaxtamálsins -lántakar verjist

Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar.

Skoðun