Sodastream-flaskan sem sprakk í frumeindir sínar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2024 08:49 Steinunn telur svörin frá Elko haldlítil en hér er hún með tækið sem gekk allt úr lagi við sprenginguna. vísir/alda lóa Steinunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri vill vara fólk við Sodastream-tæki sem keypt var í Elko. Hún hefur staðið í bréfaskriftum við fyrirtækið sem segir engin tæki hættulaus. Mestar líkur séu á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við. Steinunn var með gest í matarboði og ætluðu þau að fá sér sódastream með matnum. Steinunn festi flösku við tækið sem þá vill ekki hætta að dæla kolsýru í flöskuna. Hún sér að þarna stefnir í voða og kemur tækinu út á stétt. Mildi að höndin reyndist óbrotin Eða eins og Steinunn lýsir atburðinum í bréfi til Elko sem er undir yfirskriftinni „Stórhættulegt sodastrím tæki“. „Ekki var hægt að skrúfa fyrir streymi kolsýru í harðplastflöskuna sama hvað reynt var. Þegar gerð var tilraun til að losa flöskuna sprakk hún, splundraðist í frumeindir sínar með ægilegum hvelli þannig að íbúar í nærliggjandi húsum hrukku í kút og héldu að byssumaður gengi laus.“ Þetta er Sodastream-tækið. Ef einhverjir vilja næla sér í svona græju þá er hún nú komin á útsölu. Steinunn heldur áfram að lýsa atburðum. Hönd gestsins sem reyndi að losa flöskuna lamaðist og var umsvifalaust farið með hann á bráðadeild þar sem höndin var mynduð. „Niðurstöður voru jákvæðar, þ.e. að höndin reyndist óbrotin, en er mikið bólgin og verkir enn í fingrum. Eiginlega guðs mildi að ekki fór verr. Og algjör heppni í raun að brotin úr flöskunni færu ekki í neinn viðstaddan,“ segir í bréfi Steinunnar til Elko. „Engin tæki eru algjörlega hættulaus“ Steinunn hvetur Elko-menn til að setja sig í samband við „Aarke-fyrirtækið“ sem framleiði þessi tæki til að láta vita af framleiðslugallanum og kanna hvað olli sprengingunni. Tækið er af gerð Aarke Carbonator III og er það enn til sölu í Elko. „Allt í kringum mig er fólk sem á eins tæki og vill ekki nota lengur af ótta við að hafa sprengistöff inni á heimili sínu,“ segir Steinunn í bréfi til Elko. Hér er mynd af tækinu eftir að Steinunn var búin að safna tætlunum úr flöskunni saman. Því sem fannst því brotin þeyttust um allt og út á götu.steinunn Ólafsdóttir Þann 12. júní berst svar frá Elko frá sölu og þjónustufulltrúi á fyrirtækjasviði Elko. Þar segir að þeim þyki leitt að heyra af þessu óhappi. Öryggi viðskiptavina sé þeim hjartans mál. „Það er mikilvægt að hafa í huga að engin tæki eru algjörlega hættulaus, hvort sem það er sjónvarp, þvottavél eða sodastream tæki. Til að tryggja örugga notkun er nauðsynlegt að fylgja öllum öryggisleiðbeiningum sem framleiðandi setur fram. Framleiðandinn, Aarke, mælir með því að plastflöskum sé skipt út reglulega, þar sem plast getur orðið veikt með tímanum og misnotkun getur valdið hættu.“ Flaskan þoldi óheyrilegan þrýsting þar til hún sprakk Flaskan virðist þó ekki hafa verið vandamálið. Hún hafði einmitt þolað óheyrilegan þrýsting á meðan ekkert gekk að stöðva flæði kolsýru í flöskuna. Hún sprakk svo í frumeindir sínar við að reynt var að losa hana frá tækinu. Þannig að ekki var því til að dreifa að hún væri orðin „veik“. Tækið vildi ekki hætt að dæla kolsýru í brúsann sem var orðinn verulega þaninn þegar hann sprakk. Mildi var að ekki fór verr.vísir/alda lóa „Einnig er mikilvægt að tryggja að allar flöskur séu rétt festar og að tækið sé ekki ofhlaðið með kolsýru. En svona óhapp getur orðið ef t.d kolsýru hylkið er ekki nægilega vel fest eða skakkt /ekki fest nægilega vel. Þá getur flipinn sem tækið þrýstir á ekki hitt rétt á og því fengið skakkt átak á hann og því staðið á sér.“ Steinunn segist hafa fylgt öllum settum reglum, enda þaulvön því að setja flöskuna í tækið. Elko óskaði eftir kaupnótu fyrir tækinu sem Steinunn sendi þeim jafnharðan. „Undir hylkinu sem er enn í tækinu, en það hefur markvisst verið látið óhreyft svo að það sé hægt að rannsaka hvað olli sprengjunni, stendur „FEB 31“. Lestu leiðbeiningarnar Í bréfi frá Elko sem dagsett er 20. júní segir að tækið sé orðið meira en eins árs gamalt og varan því komin úr ábyrgð. „Eins teljum við afar ólíklegt að hægt sé að rekja þetta tjón til tækisins sjálfs. Yfirleitt er hægt að rekja svona mál eins og við nefndum í fyrri pósti að hylki sé ekki nægilega fest og þ.a.l. getur „flipinn“ sem þrýst er á staðið eitthvað á sér ef hann fær ekki réttan þrýsting. Höndin lamaðist algerlega en viðkomandi hélt eitt augnablik að hún væri farin. Svo reyndist ekki vera og það sem meira var, fyrir einhverja guðslukku var hún óbrotin. En verulega bólgin.. Þetta er því miður ekki hættulaust tæki og ávallt mælt með því að ganga um það með varúð eins og kemur fram í leiðarvísi með tækinu.“ Og svo er bent á leiðarvísi. Þannig stendur málið. Ef þeir sem verða fyrir því að tækið springi verða bara að lesa leiðbeiningarnar betur. Steinunn segir þessi málalok dapurleg. Hún var að finna brot úr flöskunni lengi á eftir en hún tættist um allt. Henni hafi fundist þetta afar flott Sódastream-tæki, koparlitt en hún megi ekki hugsa þá hugsun til enda ef barnabörnin hefðu verið í kringum þetta tæki þegar það sprakk. „Ímyndaðu þér ef þetta hefði sprungið í andlitið á litla barnabarninu mínu!“ Neytendur Slysavarnir Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Steinunn var með gest í matarboði og ætluðu þau að fá sér sódastream með matnum. Steinunn festi flösku við tækið sem þá vill ekki hætta að dæla kolsýru í flöskuna. Hún sér að þarna stefnir í voða og kemur tækinu út á stétt. Mildi að höndin reyndist óbrotin Eða eins og Steinunn lýsir atburðinum í bréfi til Elko sem er undir yfirskriftinni „Stórhættulegt sodastrím tæki“. „Ekki var hægt að skrúfa fyrir streymi kolsýru í harðplastflöskuna sama hvað reynt var. Þegar gerð var tilraun til að losa flöskuna sprakk hún, splundraðist í frumeindir sínar með ægilegum hvelli þannig að íbúar í nærliggjandi húsum hrukku í kút og héldu að byssumaður gengi laus.“ Þetta er Sodastream-tækið. Ef einhverjir vilja næla sér í svona græju þá er hún nú komin á útsölu. Steinunn heldur áfram að lýsa atburðum. Hönd gestsins sem reyndi að losa flöskuna lamaðist og var umsvifalaust farið með hann á bráðadeild þar sem höndin var mynduð. „Niðurstöður voru jákvæðar, þ.e. að höndin reyndist óbrotin, en er mikið bólgin og verkir enn í fingrum. Eiginlega guðs mildi að ekki fór verr. Og algjör heppni í raun að brotin úr flöskunni færu ekki í neinn viðstaddan,“ segir í bréfi Steinunnar til Elko. „Engin tæki eru algjörlega hættulaus“ Steinunn hvetur Elko-menn til að setja sig í samband við „Aarke-fyrirtækið“ sem framleiði þessi tæki til að láta vita af framleiðslugallanum og kanna hvað olli sprengingunni. Tækið er af gerð Aarke Carbonator III og er það enn til sölu í Elko. „Allt í kringum mig er fólk sem á eins tæki og vill ekki nota lengur af ótta við að hafa sprengistöff inni á heimili sínu,“ segir Steinunn í bréfi til Elko. Hér er mynd af tækinu eftir að Steinunn var búin að safna tætlunum úr flöskunni saman. Því sem fannst því brotin þeyttust um allt og út á götu.steinunn Ólafsdóttir Þann 12. júní berst svar frá Elko frá sölu og þjónustufulltrúi á fyrirtækjasviði Elko. Þar segir að þeim þyki leitt að heyra af þessu óhappi. Öryggi viðskiptavina sé þeim hjartans mál. „Það er mikilvægt að hafa í huga að engin tæki eru algjörlega hættulaus, hvort sem það er sjónvarp, þvottavél eða sodastream tæki. Til að tryggja örugga notkun er nauðsynlegt að fylgja öllum öryggisleiðbeiningum sem framleiðandi setur fram. Framleiðandinn, Aarke, mælir með því að plastflöskum sé skipt út reglulega, þar sem plast getur orðið veikt með tímanum og misnotkun getur valdið hættu.“ Flaskan þoldi óheyrilegan þrýsting þar til hún sprakk Flaskan virðist þó ekki hafa verið vandamálið. Hún hafði einmitt þolað óheyrilegan þrýsting á meðan ekkert gekk að stöðva flæði kolsýru í flöskuna. Hún sprakk svo í frumeindir sínar við að reynt var að losa hana frá tækinu. Þannig að ekki var því til að dreifa að hún væri orðin „veik“. Tækið vildi ekki hætt að dæla kolsýru í brúsann sem var orðinn verulega þaninn þegar hann sprakk. Mildi var að ekki fór verr.vísir/alda lóa „Einnig er mikilvægt að tryggja að allar flöskur séu rétt festar og að tækið sé ekki ofhlaðið með kolsýru. En svona óhapp getur orðið ef t.d kolsýru hylkið er ekki nægilega vel fest eða skakkt /ekki fest nægilega vel. Þá getur flipinn sem tækið þrýstir á ekki hitt rétt á og því fengið skakkt átak á hann og því staðið á sér.“ Steinunn segist hafa fylgt öllum settum reglum, enda þaulvön því að setja flöskuna í tækið. Elko óskaði eftir kaupnótu fyrir tækinu sem Steinunn sendi þeim jafnharðan. „Undir hylkinu sem er enn í tækinu, en það hefur markvisst verið látið óhreyft svo að það sé hægt að rannsaka hvað olli sprengjunni, stendur „FEB 31“. Lestu leiðbeiningarnar Í bréfi frá Elko sem dagsett er 20. júní segir að tækið sé orðið meira en eins árs gamalt og varan því komin úr ábyrgð. „Eins teljum við afar ólíklegt að hægt sé að rekja þetta tjón til tækisins sjálfs. Yfirleitt er hægt að rekja svona mál eins og við nefndum í fyrri pósti að hylki sé ekki nægilega fest og þ.a.l. getur „flipinn“ sem þrýst er á staðið eitthvað á sér ef hann fær ekki réttan þrýsting. Höndin lamaðist algerlega en viðkomandi hélt eitt augnablik að hún væri farin. Svo reyndist ekki vera og það sem meira var, fyrir einhverja guðslukku var hún óbrotin. En verulega bólgin.. Þetta er því miður ekki hættulaust tæki og ávallt mælt með því að ganga um það með varúð eins og kemur fram í leiðarvísi með tækinu.“ Og svo er bent á leiðarvísi. Þannig stendur málið. Ef þeir sem verða fyrir því að tækið springi verða bara að lesa leiðbeiningarnar betur. Steinunn segir þessi málalok dapurleg. Hún var að finna brot úr flöskunni lengi á eftir en hún tættist um allt. Henni hafi fundist þetta afar flott Sódastream-tæki, koparlitt en hún megi ekki hugsa þá hugsun til enda ef barnabörnin hefðu verið í kringum þetta tæki þegar það sprakk. „Ímyndaðu þér ef þetta hefði sprungið í andlitið á litla barnabarninu mínu!“
Neytendur Slysavarnir Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira