Rukkaður um 2800 króna aukagjald í Reynisfjöru Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2024 13:40 Adolf segir ekkert skipulag ríkja á ómerktum bílastæðunum við Reynisfjöru, en þrátt fyrir það kostar þúsund krónur að leggja sex til níu manna bíl þar í þrjár klukkustundir. Vísir Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. Hann sagði frá málinu í Bítinu. Hann segist hafa fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hafi fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Í heildina hafi þeir greitt bílstæðagjald á fjórum stöðum, sem Adolf þykir í sjálfu sér leiðinlegt. Eftir að ættingjarnir voru farnir heim hafi hann komið auga á rukkun í heimabankanum sínum upp á 2800 krónur, frá fyrirtæki sem heitir MyParking ehf, en Adolf hóf söguna á að kalla fyrirtækið „glæpafyrirtæki“. „Og það kemur ekkert fram fyrir hvað,“ segir Adolf um rukkunina. Hann hafi reynt að verða sér úti um símanúmer fyrirtækisins án árangurs. Eftir að hafa skráð sig inn rafrænt á vefsíðu MyParking hafi hann loksins fundið síðu þar sem hann gat sent inn fyrirspurn. „Þar er mér tjáð að þetta sé fyrir að leggja í Reynisfjöru. Og ég hef samband við systurson minn og spyr hvort þau hefðu ekki borgað þar. Jújú, þau borguðu þar eins og annars staðar,“ segir Adolf og að hann hafi fengið skjáskot af bankayfirliti þar sem kom fram að þúsund krónur hefðu verið greiddar fyrir stæðið. Skjáskotið hafi hann sent áleiðis sér til stuðnings. „Fæ þá síðan svar um það að þau hafi greitt fyrir venjulegan fimm manna bíl en bíllinn minn sé skráður sjö manna.“ Adolf hafi útskýrt að bíllinn sé gamall Land Cruiser jeppi sem hægt sé að setja aukasæti í, en engin aukasæti hafi verið í bílnum í mörg ár. MyParking hafi ekki fallist á þær útskýringar og sagt að bíllinn væri samt skráður sjö manna. Gjaldið kosti þúsund krónur „Ég velti þá fyrir mér, hvað með ferðamenn sem leigja sér bíla? Stór hluti af jeppunum sem er verið að leigja þeim eru einmitt svona útbúnir, þannig að það sé hægt að troða sjö sætum í hann ef á þarf að halda. Haldið þið að þetta fólk viti að bíllinn sé þannig skráður?“ Adolf bendir síðan á að á heimasíðu Parka, sem rukkar inn á bílastæðin, kemur fram að gjald fyrir sex til níu manna bíl við Reynisfjöru kosti þúsund krónur. Á síðunni stendur að á svæði P2 kosti slíkt stæði þúsund krónur en á stæði P1 1300 krónur. Þá segir að miðað sé við að bíllinn sé farinn úr stæðinu eftir þrjár klukkustundir. „Hann borgaði eitt þúsund krónur og þeir eru að rukka mig um 2800 krónur, aukalega, af því að hann hafði ekki borgað fyrir rétta stærð af bíl. Samkvæmt þeirra eigin gjaldskrá á netinu, þá borgaði hann rétt fyrir það.“ Kaos á bílastæðinu Þá snýr Adolf sér að aðstæðunum á bílastæðinu við Reynisfjöru. „Þetta sem þú ert að borga fyrir þarna, þetta er malarplan, ómerkt, og enginn starfsmaður sem sér um neitt hérna,“ segir Adolf og vekur athygli á að við Seljalandsfoss sé merkt plan, starfsmaður sem sér til þess að ferðamenn leggi í rétt stæði. „Ef þú kemur í Reynisfjöru um miðjan dag, er þetta bara kaos.“ Samkvæmt ferðamannasíðum kostar 800 krónur að leggja við Seljalandsfoss í sólarhring. Adolf gagnrýnir að ekki sé samræmi milli Parka, sem er þjónustuaðili fyrir eigandann á svæðinu, og MyParking, sem sér um að innheimta gjöldin. „Og ég gjörsamlega neita að borga eitthvað álag sem er skellt á þetta.“ Og kemstu upp með það? „Það á eftir að koma í ljós. En málið er, hvernig blasir þetta við ferðamönnum sem koma hingað og fá síðan einhverjar svona rukkanir í gegn um bílaleiguna sína.“ Bílaleigur rukki í ofanálag Þá lendi ferðamenn í öðrum vandræðum, því langflestar bílaleigur áframsenda þær rukkanir sem þær fá eftir bílnúmeri með tilheyrandi kostnaði sem þeir leggja á, sem séu einhverjir þúsundkallar. „Þannig að ferðamaður sem leigir sér bíl og lendir í þessu fær, þó hann hafi borgað þúsundkall fyrir að leggja þarna, rukkun upp á fleiri þúsundkalla, sem hann getur nánast ekkert gert við,“ segir Adolf. Hann segir of marga í ferðaþjónustunni stefna á það eitt að okra eins mikið og hægt sé á ferðamönnum. „Við erum að verðleggja okkur út af markaðinum og pissa í skóinn.“ Loks segir hann sífellt færri ferðamenn í leiðsöguhópum hans borða á veitingastöðum hótela og sífellt fleiri versla sér nesti og borða uppi á hótelherbergi. „Ég er núna með farþega í hringferð sem jafnvel borða nánast aldrei með hópnum.“ Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Neytendur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Gapandi hissa að sjá túrista skipta á milli sín mat: „Ég sárlega vorkenndi þeim“ Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, brá í brún þegar hann fékk sér ís í sjoppu í Borgarnesi. Hann sá fjóra ferðamenn á næsta borði skipta á milli sín einum diski með fiskrétti eða kjúklingi og einum súpudisk. Ástæðan er sú að túristarnir þurftu að spara á dýru Íslandi. 24. júlí 2024 22:52 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Hann sagði frá málinu í Bítinu. Hann segist hafa fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hafi fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Í heildina hafi þeir greitt bílstæðagjald á fjórum stöðum, sem Adolf þykir í sjálfu sér leiðinlegt. Eftir að ættingjarnir voru farnir heim hafi hann komið auga á rukkun í heimabankanum sínum upp á 2800 krónur, frá fyrirtæki sem heitir MyParking ehf, en Adolf hóf söguna á að kalla fyrirtækið „glæpafyrirtæki“. „Og það kemur ekkert fram fyrir hvað,“ segir Adolf um rukkunina. Hann hafi reynt að verða sér úti um símanúmer fyrirtækisins án árangurs. Eftir að hafa skráð sig inn rafrænt á vefsíðu MyParking hafi hann loksins fundið síðu þar sem hann gat sent inn fyrirspurn. „Þar er mér tjáð að þetta sé fyrir að leggja í Reynisfjöru. Og ég hef samband við systurson minn og spyr hvort þau hefðu ekki borgað þar. Jújú, þau borguðu þar eins og annars staðar,“ segir Adolf og að hann hafi fengið skjáskot af bankayfirliti þar sem kom fram að þúsund krónur hefðu verið greiddar fyrir stæðið. Skjáskotið hafi hann sent áleiðis sér til stuðnings. „Fæ þá síðan svar um það að þau hafi greitt fyrir venjulegan fimm manna bíl en bíllinn minn sé skráður sjö manna.“ Adolf hafi útskýrt að bíllinn sé gamall Land Cruiser jeppi sem hægt sé að setja aukasæti í, en engin aukasæti hafi verið í bílnum í mörg ár. MyParking hafi ekki fallist á þær útskýringar og sagt að bíllinn væri samt skráður sjö manna. Gjaldið kosti þúsund krónur „Ég velti þá fyrir mér, hvað með ferðamenn sem leigja sér bíla? Stór hluti af jeppunum sem er verið að leigja þeim eru einmitt svona útbúnir, þannig að það sé hægt að troða sjö sætum í hann ef á þarf að halda. Haldið þið að þetta fólk viti að bíllinn sé þannig skráður?“ Adolf bendir síðan á að á heimasíðu Parka, sem rukkar inn á bílastæðin, kemur fram að gjald fyrir sex til níu manna bíl við Reynisfjöru kosti þúsund krónur. Á síðunni stendur að á svæði P2 kosti slíkt stæði þúsund krónur en á stæði P1 1300 krónur. Þá segir að miðað sé við að bíllinn sé farinn úr stæðinu eftir þrjár klukkustundir. „Hann borgaði eitt þúsund krónur og þeir eru að rukka mig um 2800 krónur, aukalega, af því að hann hafði ekki borgað fyrir rétta stærð af bíl. Samkvæmt þeirra eigin gjaldskrá á netinu, þá borgaði hann rétt fyrir það.“ Kaos á bílastæðinu Þá snýr Adolf sér að aðstæðunum á bílastæðinu við Reynisfjöru. „Þetta sem þú ert að borga fyrir þarna, þetta er malarplan, ómerkt, og enginn starfsmaður sem sér um neitt hérna,“ segir Adolf og vekur athygli á að við Seljalandsfoss sé merkt plan, starfsmaður sem sér til þess að ferðamenn leggi í rétt stæði. „Ef þú kemur í Reynisfjöru um miðjan dag, er þetta bara kaos.“ Samkvæmt ferðamannasíðum kostar 800 krónur að leggja við Seljalandsfoss í sólarhring. Adolf gagnrýnir að ekki sé samræmi milli Parka, sem er þjónustuaðili fyrir eigandann á svæðinu, og MyParking, sem sér um að innheimta gjöldin. „Og ég gjörsamlega neita að borga eitthvað álag sem er skellt á þetta.“ Og kemstu upp með það? „Það á eftir að koma í ljós. En málið er, hvernig blasir þetta við ferðamönnum sem koma hingað og fá síðan einhverjar svona rukkanir í gegn um bílaleiguna sína.“ Bílaleigur rukki í ofanálag Þá lendi ferðamenn í öðrum vandræðum, því langflestar bílaleigur áframsenda þær rukkanir sem þær fá eftir bílnúmeri með tilheyrandi kostnaði sem þeir leggja á, sem séu einhverjir þúsundkallar. „Þannig að ferðamaður sem leigir sér bíl og lendir í þessu fær, þó hann hafi borgað þúsundkall fyrir að leggja þarna, rukkun upp á fleiri þúsundkalla, sem hann getur nánast ekkert gert við,“ segir Adolf. Hann segir of marga í ferðaþjónustunni stefna á það eitt að okra eins mikið og hægt sé á ferðamönnum. „Við erum að verðleggja okkur út af markaðinum og pissa í skóinn.“ Loks segir hann sífellt færri ferðamenn í leiðsöguhópum hans borða á veitingastöðum hótela og sífellt fleiri versla sér nesti og borða uppi á hótelherbergi. „Ég er núna með farþega í hringferð sem jafnvel borða nánast aldrei með hópnum.“
Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Neytendur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Gapandi hissa að sjá túrista skipta á milli sín mat: „Ég sárlega vorkenndi þeim“ Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, brá í brún þegar hann fékk sér ís í sjoppu í Borgarnesi. Hann sá fjóra ferðamenn á næsta borði skipta á milli sín einum diski með fiskrétti eða kjúklingi og einum súpudisk. Ástæðan er sú að túristarnir þurftu að spara á dýru Íslandi. 24. júlí 2024 22:52 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Gapandi hissa að sjá túrista skipta á milli sín mat: „Ég sárlega vorkenndi þeim“ Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, brá í brún þegar hann fékk sér ís í sjoppu í Borgarnesi. Hann sá fjóra ferðamenn á næsta borði skipta á milli sín einum diski með fiskrétti eða kjúklingi og einum súpudisk. Ástæðan er sú að túristarnir þurftu að spara á dýru Íslandi. 24. júlí 2024 22:52