Innherji

Gull­húð­un ger­ir ó­verð­tryggð lán með föst­um vöxt­um dýr­ar­i

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Ólafur Hrafn Höskuldsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka.
Ólafur Hrafn Höskuldsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Samsett

Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum.


Tengdar fréttir

Regl­u­gerð­a-verð­bólg­a „sér­leg­a í­þyngj­and­i fyr­ir lít­il og með­al­stór fyr­ir­tæk­i“

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hagsmunagæsla fyrir íslenskt atvinnulíf gagnvart íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu sé umfangsmikil vinna sem ekki verði sinnt af einum starfsmanni í Brussel. Hún bendir á að reglugerða-verðbólgan, bæði sú evrópska og íslenska, hafi í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir fyrirtæki og sé einkum íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Skatt­­ur­­inn leggst gegn rýmr­i stærð­ar­mörk­um ör­fé­lag­a

Ríkisskattstjóri leggst gegn því að stærðarmörk örfyrirtækja verði rýmkuð nema gripið verði til mótvægisaðgerða. Löggiltur endurskoðandi um árabil segir núverandi viðmið um veltu og stærð efnahagsreiknings „verulega“ fjárhagslega íþyngjandi fyrir fjölda félaga og ástæðan fyrir endurskoðun ársreikninga sé oft einungis í þeim tilgangi að uppfylla kostnaðarsamar kröfur stjórnsýslunnar.

Stór banka­fjár­festir segir ó­hóf­legar eigin­fjár­kröfur kosta sam­fé­lagið tugi milljarða

Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×