Neytendur

Fréttamynd

Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana

ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila

Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur

Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um raf­orku­sölu til neyt­enda

N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar.

Skoðun
Fréttamynd

Texas­búi réttur eig­andi lénsins Iceland Express

Fyrirtækið Sólvellir, sem tengt er Ferðaskrifstofu Íslands, kvartaði nýlega til Neytendastofu yfir notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is. Sólvellir á sjálft vörumerkið Iceland Express og bar fyrir sig að erlendi aðilinn hefði engin tengsl við merkið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­­heimilt að selja gæsina á Face­­book

Matvælastofnun tilkynnti í gær að óheimilt væri að selja og dreifa afurðum gæsa og annarra villtra fugla án leyfis stofnunarinnar. Margir veiðimenn drýgja tekjur með sölu afurðanna en auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki styttir opnunar­tíma

Frá og með áramótum opna flest útibú Íslandsbanka ekki fyrr en klukkan 10:00 og loka klukkan 16:00. Á Egilsstöðum og Ísafirði verður opið milli 11:00 og 15:00 og á Reyðarfirði í aðeins þrjá klukkutíma milli 12:00 og 15:00.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrista­músin fræga inn­kölluð

Salathúsið ehf., framleiðandi þristamúsarinnar, sem kennd hefur verið við Simma Vill, hefur ákveðið að innkalla vöruna. Það er vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds en varan inniheldur gerlisneyddar eggjarauður.

Neytendur
Fréttamynd

Ár innfluttrar verðbólgu

Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum.

Umræðan
Fréttamynd

TM seldi tvö þúsund tryggingar í vefsölu á Stafrænum mánudegi

Tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku, seldi tvö þúsund tryggingar og aflaði 600 nýrra viðskiptavina á útsöludeginum Stafrænn mánudagur í lok nóvember. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að stafrænar lausnir séu snar þáttur í metnaðarfullum áformum um að stórauka hlutdeild félagsins á einstaklingsmarkaði. 

Innherji
Fréttamynd

Húsfélag fær 36 milljónir vegna galla

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Lundi 2-6 í Kópavogi 36 milljónir vegna galla í þakplötu á bílastæðahúsi sem fylgdi íbúðum í húsunum.

Neytendur