N1 Rafmagn biðst velvirðingar og endurgreiðir viðskiptavinum Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2022 18:20 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. N1 N1 Rafmagn hefur ákveðið að selja alla raforku á sama verðtaxta til heimila frá og með 1. janúar 2022, hvort sem viðskiptavinir hafi skráð sig sjálfir í viðskipti eða komið í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda. Jafnframt verður viðskiptavinum fyrirtækisins endurgreiddur mismunur á uppgefnum taxta og þrautavarataxta frá 1. nóvember síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Stjórnendur N1 Rafmagns hafa verið gagnrýndir fyrir að rukka fólk sem kemur í viðskipti í gegnum áðurnefnda þrautavaraleið mun hærri taxta en fyrirtækið hefur auglýst og boðið öðrum viðskiptavinum. „Aldrei var ætlunin að blekkja neytendur á nokkurn hátt og þykir okkur leitt ef neytendur túlka það svo. Vegna skyndilegrar innkomu þrautavaraviðskipta til fyrirtækisins, þurfti N1 Rafmagn að kaupa orku handa þessum hópi á skammtímamarkaði þar sem verð eru afar breytileg og hafa hækkað ört á síðustu misserum,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, í yfirlýsingu. Hann sagði fyrr í dag að það væri óraunhæft að bjóða öllum viðskiptavinum sama raforkuverð. „Því skal haldið til haga að N1 Rafmagn hefur á engum tímapunkti fengið mismun á uppgefnum taxta samkvæmt verðskrá og þrautavarataxta í sinn vasa, heldur Landsvirkjun sem selur orku á skammtímamarkaði á mun dýrara verði en til langs tíma,“ segir Hinrik. Um þúsund fara sjálfkrafa í viðskipti við N1 rafmagn í hverjum mánuði Í maí 2020 gaf Orkustofnun síðan út leiðbeiningar um val á sölufyrirtæki til þrautavara og er það fyrirtæki tilnefnt sem hefur lægstan heildarkostnað á sex mánaða tímabili. Þegar fólk flytur inn í nýtt húsnæði fær það tilkynningu um að það hafi sjö daga til að velja raforkusala en ef það velur ekki fer það sjálfkrafa til fyrirtækisins sem Orkustofnun hefur valið í sex mánuði í senn. Frá upphafi hefur það fyrirtæki verið N1 Rafmagn sem hét áður Íslensk orkumiðlun. Á sama tíma og N1 Rafmagn hefur auglýst lægsta rafmagnsverð landsins á 6,44 krónur á kílóvattsstund hefur fólk sem er fært sjálfkrafa til fyrirtækisins greitt 11,16 krónur. Um það bil þúsund aðilar lenda hjá N1 í hverjum mánuði vegna þrautavaraleiðarinnar. Sagði það óraunhæft að bjóða sama verð N1 hvetur Orkustofnun til að hraða endurskoðun á þeim kvöðum sem orkusali til þrautavara þarf að undirgangast þar sem erfitt sé fyrir þann sem verður fyrir valinu að gera ráð fyrir þessum hóp í langtímaviðskiptum sínum við birgja. „Taka þarf inn í myndina ófyrirsjáanlegar verðsveiflur á orkumarkaði og getu orkusalans til að bjóða þessum hópi orku á sem bestu kjörum.“ Hinrik sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri einfaldlega ekki raunhæft að bjóða öllum sama verð þar sem fyrirtækið þurfi að kaupa dýrari orku á skammtímamarkaði fyrir þrautavaraviðskiptavini. Hann segir N1 Rafmagn fagna virkri samkeppni og hafa það að leiðarljósi að bjóða lægsta verð hverju sinni. „Við hvetjum alla neytendur til að skrá sig sjálfa hjá þeim orkusala sem þeir kjósa, án aðkomu stjórnvalda.“ Neytendur Orkumál Verðlag Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. 20. janúar 2022 14:31 Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. 19. janúar 2022 22:47 „Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Jafnframt verður viðskiptavinum fyrirtækisins endurgreiddur mismunur á uppgefnum taxta og þrautavarataxta frá 1. nóvember síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Stjórnendur N1 Rafmagns hafa verið gagnrýndir fyrir að rukka fólk sem kemur í viðskipti í gegnum áðurnefnda þrautavaraleið mun hærri taxta en fyrirtækið hefur auglýst og boðið öðrum viðskiptavinum. „Aldrei var ætlunin að blekkja neytendur á nokkurn hátt og þykir okkur leitt ef neytendur túlka það svo. Vegna skyndilegrar innkomu þrautavaraviðskipta til fyrirtækisins, þurfti N1 Rafmagn að kaupa orku handa þessum hópi á skammtímamarkaði þar sem verð eru afar breytileg og hafa hækkað ört á síðustu misserum,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, í yfirlýsingu. Hann sagði fyrr í dag að það væri óraunhæft að bjóða öllum viðskiptavinum sama raforkuverð. „Því skal haldið til haga að N1 Rafmagn hefur á engum tímapunkti fengið mismun á uppgefnum taxta samkvæmt verðskrá og þrautavarataxta í sinn vasa, heldur Landsvirkjun sem selur orku á skammtímamarkaði á mun dýrara verði en til langs tíma,“ segir Hinrik. Um þúsund fara sjálfkrafa í viðskipti við N1 rafmagn í hverjum mánuði Í maí 2020 gaf Orkustofnun síðan út leiðbeiningar um val á sölufyrirtæki til þrautavara og er það fyrirtæki tilnefnt sem hefur lægstan heildarkostnað á sex mánaða tímabili. Þegar fólk flytur inn í nýtt húsnæði fær það tilkynningu um að það hafi sjö daga til að velja raforkusala en ef það velur ekki fer það sjálfkrafa til fyrirtækisins sem Orkustofnun hefur valið í sex mánuði í senn. Frá upphafi hefur það fyrirtæki verið N1 Rafmagn sem hét áður Íslensk orkumiðlun. Á sama tíma og N1 Rafmagn hefur auglýst lægsta rafmagnsverð landsins á 6,44 krónur á kílóvattsstund hefur fólk sem er fært sjálfkrafa til fyrirtækisins greitt 11,16 krónur. Um það bil þúsund aðilar lenda hjá N1 í hverjum mánuði vegna þrautavaraleiðarinnar. Sagði það óraunhæft að bjóða sama verð N1 hvetur Orkustofnun til að hraða endurskoðun á þeim kvöðum sem orkusali til þrautavara þarf að undirgangast þar sem erfitt sé fyrir þann sem verður fyrir valinu að gera ráð fyrir þessum hóp í langtímaviðskiptum sínum við birgja. „Taka þarf inn í myndina ófyrirsjáanlegar verðsveiflur á orkumarkaði og getu orkusalans til að bjóða þessum hópi orku á sem bestu kjörum.“ Hinrik sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri einfaldlega ekki raunhæft að bjóða öllum sama verð þar sem fyrirtækið þurfi að kaupa dýrari orku á skammtímamarkaði fyrir þrautavaraviðskiptavini. Hann segir N1 Rafmagn fagna virkri samkeppni og hafa það að leiðarljósi að bjóða lægsta verð hverju sinni. „Við hvetjum alla neytendur til að skrá sig sjálfa hjá þeim orkusala sem þeir kjósa, án aðkomu stjórnvalda.“
Neytendur Orkumál Verðlag Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. 20. janúar 2022 14:31 Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. 19. janúar 2022 22:47 „Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. 20. janúar 2022 14:31
Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. 19. janúar 2022 22:47
„Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00