Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 5. janúar 2022 22:00 Ívar Freyr Sturluson markaðs- og sölustjóri hjá Parka Lausnum. Vísir Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar. Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar.
Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39