Neytendur

Fréttamynd

Mjólkur­vörur hækka aftur í verði

Verðlagsnefnd búvara hefur hækkað lágmarksverð mjólkur til bænda auk heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkaði um 6,60 prósent úr 104,96 krónur á lítrann í 111,89 krónur á lítrann þann 1. apríl.

Neytendur
Fréttamynd

Ódýrustu páskaeggin í Bónus

Samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var þriðjudaginn 29. mars er Bónus að jafnaði með lægsta verðið á matvöru. Dýrast er að versla í Iceland en þar er meðalverð 38% yfir lægsta verði.

Neytendur
Fréttamynd

Inn­kalla graf­lax vegna lis­teríu

Matvælastofnun varar við neyslu á Úrvals graflaxi frá Eðalfiski vegna bakteríunnar listeríu sem fannst í laxinum. Eðalfiskur hefur ákveðið að innkalla vörurnar.

Neytendur
Fréttamynd

Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl

Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku.

Neytendur
Fréttamynd

Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana

Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innkalla salat vegna glerbrots

Garðyrkjustöðin Ösp hefur ákveðið að innkalla íslenskt batavía salat sem dreift er af Hollt og gott ehf. eftir að glerbrot fannst í vörunni. Ákvörðunin var tekin í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Neytendur
Fréttamynd

Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði

Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley.

Innherji
Fréttamynd

Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar

Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð.

Innlent