„Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2022 13:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokks Vinstri grænna útilokaði ekki inngrip stjórnvalda af einhverju tagi vegna verðhækkana undanfari.ð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir telur ekki rétt að lækka álögur á eldsneytisverð. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda skoraði formlega í gær á stjórnvöld að lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana undanfarið. Þá kom fram í Fréttablaðinu í dag að ASÍ, Neytendasamtökin og fleiri krefjist inngripa stjórnvalda vegna eldsneytishækkana. Fréttastofa sendi fjármálaráðherra fyrirspurn í morgun um hvort það standi til að ræða málið frekar eftir áskoranir úr ýmsum áttum. Ekki bárust svör fyrir hádegisfréttir en í gær kom fram að álögur á olíuverð hafi ekki verið ræddar. Staðan sé áminning um mikilvægi þess að ráðast í orkuskiptin í samgöngum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokks Vinstri grænna útilokaði ekki inngrip stjórnvalda af einhverju tagi vegna verðhækkana undanfarið í þættinum í Bítið í morgun. „Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum. Kannski verður um einhvern stuðning að ræða í einhverju formi ef stríðið heldur eitthvað áfram gætum við þurft að horfast í augu við það. Svo er alltaf spurning hvort fyrirtækin sjálf geti komið eitthvað að þessu. Samanber að bankarnir geti komið eitthvað að þessu ef verðbólgan fer eitthvað upp. Þetta þarf ekki alltaf að vera ríkið,“ sagði Bjarkey. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar og varaformaður þingflokks Pírata telur ekki rétt að lækka álögur á eldsneyti á þessum tímapunkti. „Stefnan ætti frekar að vera að einbeita sér að umhverfisvænni fararskjótum, flýta orkuskiptum og auka aðgengi lágtekjuhópa að umhverfisvænni farartækjum,“ segir Þórhildur Í nýrri skýrslu um orkumál sem kynnt var í vikunni kemur fram að þörf er á stóraukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Aðspurð hvort hún sé þá hlynnt fleiri virkjunum, segist Þórhildur taka lítið mark á skýrslunni. „Við eigum eftir að sjá hvort að það er nauðsynlegt að virkja. Ég held að aðalmálið sé að við komum okkur upp betra flutningskerfi og nýtum orkuna betur. Við vitum að heimilin í landinu nota 20% af allri raforku, restin er stóriðja. Þetta þarf ekki að vera svona að eilífu, það er alveg hægt að taka aðra stefnu í þessum málaflokki,“ segir Þórhildur. Hún segir jafnframt að ríkið geti gripið til ýmissa ráða varðandi hættu á aukinni verðbólgu. „Áður en stríð braust út í Evrópu vorum við komin með ákveðna heimatilbúna verðbólgu sem helgaðist af því að ríkið var búið að setja of mikið í eftirspurnarhliðina á húsnæði með ýmsum aðgerðum sem ýttu upp húsnæðisverðinu sem hefur gríðarlega mikil áhrif á verðbólguna. Það er stærsti liðurinn til að taka á verðbólgunni. Ríkið þarf að beita sér í að lækka þann kostnað sem að heimilin þurfa að greiða í þennan lið,“ segir Þórhildur. Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda skoraði formlega í gær á stjórnvöld að lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana undanfarið. Þá kom fram í Fréttablaðinu í dag að ASÍ, Neytendasamtökin og fleiri krefjist inngripa stjórnvalda vegna eldsneytishækkana. Fréttastofa sendi fjármálaráðherra fyrirspurn í morgun um hvort það standi til að ræða málið frekar eftir áskoranir úr ýmsum áttum. Ekki bárust svör fyrir hádegisfréttir en í gær kom fram að álögur á olíuverð hafi ekki verið ræddar. Staðan sé áminning um mikilvægi þess að ráðast í orkuskiptin í samgöngum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokks Vinstri grænna útilokaði ekki inngrip stjórnvalda af einhverju tagi vegna verðhækkana undanfarið í þættinum í Bítið í morgun. „Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum. Kannski verður um einhvern stuðning að ræða í einhverju formi ef stríðið heldur eitthvað áfram gætum við þurft að horfast í augu við það. Svo er alltaf spurning hvort fyrirtækin sjálf geti komið eitthvað að þessu. Samanber að bankarnir geti komið eitthvað að þessu ef verðbólgan fer eitthvað upp. Þetta þarf ekki alltaf að vera ríkið,“ sagði Bjarkey. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar og varaformaður þingflokks Pírata telur ekki rétt að lækka álögur á eldsneyti á þessum tímapunkti. „Stefnan ætti frekar að vera að einbeita sér að umhverfisvænni fararskjótum, flýta orkuskiptum og auka aðgengi lágtekjuhópa að umhverfisvænni farartækjum,“ segir Þórhildur Í nýrri skýrslu um orkumál sem kynnt var í vikunni kemur fram að þörf er á stóraukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Aðspurð hvort hún sé þá hlynnt fleiri virkjunum, segist Þórhildur taka lítið mark á skýrslunni. „Við eigum eftir að sjá hvort að það er nauðsynlegt að virkja. Ég held að aðalmálið sé að við komum okkur upp betra flutningskerfi og nýtum orkuna betur. Við vitum að heimilin í landinu nota 20% af allri raforku, restin er stóriðja. Þetta þarf ekki að vera svona að eilífu, það er alveg hægt að taka aðra stefnu í þessum málaflokki,“ segir Þórhildur. Hún segir jafnframt að ríkið geti gripið til ýmissa ráða varðandi hættu á aukinni verðbólgu. „Áður en stríð braust út í Evrópu vorum við komin með ákveðna heimatilbúna verðbólgu sem helgaðist af því að ríkið var búið að setja of mikið í eftirspurnarhliðina á húsnæði með ýmsum aðgerðum sem ýttu upp húsnæðisverðinu sem hefur gríðarlega mikil áhrif á verðbólguna. Það er stærsti liðurinn til að taka á verðbólgunni. Ríkið þarf að beita sér í að lækka þann kostnað sem að heimilin þurfa að greiða í þennan lið,“ segir Þórhildur.
Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent