Engin virkni í kollagen sem ekki fæst úr hefðbundinni fæðu Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2022 10:17 Kollagenvörur unnar úr sláturafgöngum dýra og fiska eru þó allra mest notaðar í matvælaiðnaði og eru framleiddar í verulegu magni til slíkra nota um allan heim. Hráefniskostnaðurinn er lítill og því um verulega ábatasama framleiðslu að ræða. vísir/vilhelm Vísindavefurinn birtir grein þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort það liggi fyrir að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur vilja vera láta. Svarið er: Nei. Kollagen sem fæðubótarefni er í raun algerlega sambærilegt við matarlím. Höfundarnir Björn Geir Leifsson læknir og Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur spyrja, eftir að hafa rakið hvað kollagen er, hvort allir sem leggja sér til munns til dæmis beikon, egg, kjötsúpu, laxarönd eða harðfisk ættu þá ekki að losna við liðverkina og fá sléttari húð? Og svara sér sjálfir: Kollagen enga heilsubætandi virkni umfram venjulegan mat „Einfalda svarið er að engar vörur unnar úr kollageni hafa meiri heilsubætandi eiginleika en öll önnur prótínnæring. Kollagen-fæðubótarefni eru ekkert annað en niðurbrotið og hreinsað prótín, sem svo brotnar enn frekar niður í meltingunni og nýtist á sama hátt og annað prótín í mat, sem amínósýrur og stuttar peptíðkeðjur sem líkaminn ráðstafar að vild.“ Í greininni er rakið að í dag séu ýmsar vörur kenndar við kollagen auglýstar með loforðum um heilsubót og fegurðarauka. En hér er ekkert nýtt né merkilegt á ferðinni heldur efni algerlega sambærilegt við venjulegt matarlím og aðra kollagenvöru. „Kollagen er að finna í nánast öllum mat sem upprunninn er úr dýraríkinu og lítill munur er á amínósýruhlutföllum í þeim. Ef við fáum sambærileg næringarefni úr flestum mat, hvernig getur þá kollagen verkað gegn liðverkjum eða hrukkum þegar það er selt sem fæðubótarefni?“ Maðkar í mysu þeirra rannsókn sem teflt er fram Þeir félagar benda á að hvort heldur verið er að framleiða fæðubótarefni eða matarlím til matargerðar þá er niðurbrotsferlið það sama. „Oft sjást fullyrðingar um að tiltekið fæðubótarefni sé sérstaklega vatnsrofið eða hafi einhverja aðra eiginleika af því það er upprunnið úr dýrindis sjávarfangi. Lítill munur er á amínósýruinnihaldi kollagens í fiskum og öðrum dýrum og hreinsaða kollagenið sem er í fæðubótarvörunum skortir alls kyns önnur nauðsynleg efni sem fást við að borða fjölbreytta fæðu.“ Þeir Björn Geir og Geir Gunnar segja að framleiðsla og sala á kollagen sé gífurlega ábatasamur iðnaður. Og þeir sem framleiða vísi einatt í rannsóknir sem eigi að sanna hina jákvæðu eiginleika vörunnar. „Þegar betur er að gáð þá eru ýmsir maðkar í þeirri mysu. Þær rannsóknir sem geta talist marktækar gefa misvísandi niðurstöður og þar sem jákvæð áhrif sjást í vel gerðum rannsóknum eru þau svo lítil að það skiptir ekki máli,“ segir í greininni: Rannsóknir sem hafa verið gerðar staðfesta ekki neina heilsubótarvirkni af því að neyta kollagens sem fæðubótarvöru. Neytendur Matvælaframleiðsla Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Höfundarnir Björn Geir Leifsson læknir og Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur spyrja, eftir að hafa rakið hvað kollagen er, hvort allir sem leggja sér til munns til dæmis beikon, egg, kjötsúpu, laxarönd eða harðfisk ættu þá ekki að losna við liðverkina og fá sléttari húð? Og svara sér sjálfir: Kollagen enga heilsubætandi virkni umfram venjulegan mat „Einfalda svarið er að engar vörur unnar úr kollageni hafa meiri heilsubætandi eiginleika en öll önnur prótínnæring. Kollagen-fæðubótarefni eru ekkert annað en niðurbrotið og hreinsað prótín, sem svo brotnar enn frekar niður í meltingunni og nýtist á sama hátt og annað prótín í mat, sem amínósýrur og stuttar peptíðkeðjur sem líkaminn ráðstafar að vild.“ Í greininni er rakið að í dag séu ýmsar vörur kenndar við kollagen auglýstar með loforðum um heilsubót og fegurðarauka. En hér er ekkert nýtt né merkilegt á ferðinni heldur efni algerlega sambærilegt við venjulegt matarlím og aðra kollagenvöru. „Kollagen er að finna í nánast öllum mat sem upprunninn er úr dýraríkinu og lítill munur er á amínósýruhlutföllum í þeim. Ef við fáum sambærileg næringarefni úr flestum mat, hvernig getur þá kollagen verkað gegn liðverkjum eða hrukkum þegar það er selt sem fæðubótarefni?“ Maðkar í mysu þeirra rannsókn sem teflt er fram Þeir félagar benda á að hvort heldur verið er að framleiða fæðubótarefni eða matarlím til matargerðar þá er niðurbrotsferlið það sama. „Oft sjást fullyrðingar um að tiltekið fæðubótarefni sé sérstaklega vatnsrofið eða hafi einhverja aðra eiginleika af því það er upprunnið úr dýrindis sjávarfangi. Lítill munur er á amínósýruinnihaldi kollagens í fiskum og öðrum dýrum og hreinsaða kollagenið sem er í fæðubótarvörunum skortir alls kyns önnur nauðsynleg efni sem fást við að borða fjölbreytta fæðu.“ Þeir Björn Geir og Geir Gunnar segja að framleiðsla og sala á kollagen sé gífurlega ábatasamur iðnaður. Og þeir sem framleiða vísi einatt í rannsóknir sem eigi að sanna hina jákvæðu eiginleika vörunnar. „Þegar betur er að gáð þá eru ýmsir maðkar í þeirri mysu. Þær rannsóknir sem geta talist marktækar gefa misvísandi niðurstöður og þar sem jákvæð áhrif sjást í vel gerðum rannsóknum eru þau svo lítil að það skiptir ekki máli,“ segir í greininni: Rannsóknir sem hafa verið gerðar staðfesta ekki neina heilsubótarvirkni af því að neyta kollagens sem fæðubótarvöru.
Neytendur Matvælaframleiðsla Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira