Meistaradeildin Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. Fótbolti 1.10.2024 18:46 „Vil ekki snúa þessu upp í sápuóperu“ Ég myndi gera þetta í hundrað af hverjum hundrað skiptum, segir stjóri Paris Saint-Germain sem setti stórstjönu út í kuldann fyrir stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 1.10.2024 17:15 Chiesa ekki með gegn Ítölunum Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni. Fótbolti 1.10.2024 16:31 Kraftaverk hjá Mbappé sem kannski spilar á morgun Kylian Mbappé er afar óvænt í leikmannahópi Real Madrid sem ferðast til Frakklands og spilar þar við Lille í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á morgun. Fótbolti 1.10.2024 09:02 Spilar ekki gegn Arsenal eftir hávaðarifrildi Ousmane Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, verður ekki með í för þegar liðið mætir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í Lundúnum annað kvöld. Um er að kenna ósætti milli hans og Luis Enrique, þjálfara franska liðsins. Fótbolti 30.9.2024 13:02 Börsungar bannaðir í Belgrad vegna nasistafána Spænska knattspyrnufélagið Barcelona fær ekki að hafa stuðningsmenn á útileik sínum gegn Rauðu stjörnunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, vegna nasistafána. Fótbolti 27.9.2024 14:46 Mbappé úr leik næstu vikurnar Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé mun ekki geta látið ljós sitt skína með Evrópumeisturum Real Madrid næstu þrjár vikurnar, vegna meiðsla. Fótbolti 25.9.2024 11:59 Búið spil hjá fyrirliðanum en Barcelona má fá nýjan mann Þýski markvörðurinn Marc-André ter Stegen mun sennilega ekki spila meira fyrir Barcelona á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega í hné, í 5-1 sigrinum gegn Villarreal í spænsku 1. deildinni í gær. Fótbolti 23.9.2024 11:30 Segir að Saliba og Gabriel séu besta miðvarðapar í Evrópu Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Arsenal-mennirnir William Saliba og Gabriel myndi besta miðvarðapar Evrópu. Fótbolti 20.9.2024 10:31 Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. Fótbolti 20.9.2024 08:31 „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. Fótbolti 19.9.2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. Fótbolti 19.9.2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. Fótbolti 19.9.2024 18:32 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. Fótbolti 19.9.2024 18:32 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. Fótbolti 19.9.2024 19:02 Sparkað eftir tapið rosalega gegn Bayern Þjálfarinn Sergej Jakirovic fékk bara að stýra Dinamo Zagreb í einum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur því hann var rekinn eftir 9-2 tapið gegn Bayern München á þriðjudaginn. Fótbolti 19.9.2024 16:33 Trompaðist eftir misheppnaða hælsendingu í dauðafæri: „Nei! Nei! Nei!“ Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, fannst ekkert sniðugt við hælspyrnuna sem Matteo Darmian reyndi þegar hann komst í dauðafæri í leiknum gegn Manchester City. Fótbolti 19.9.2024 15:31 Haaland neitaði að gefa Acerbi treyjuna sína eftir að hann hafði ítrekað togað í hana Erling Haaland, framherji Manchester City, var ekki á því að gefa Francesco Acerbi, varnarmanni Inter, treyjuna sína eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 19.9.2024 12:31 Fannst stemningin á Etihad steindauð Peter Schmeichel segir að andrúmsloftið á Etihad hafi ekki hjálpað Manchester City í leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sagði að engin stemmning hefði verið hjá stuðningsmönnum City. Fótbolti 19.9.2024 11:32 Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. Fótbolti 19.9.2024 09:31 Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla á ökkla. Enski boltinn 19.9.2024 07:31 Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn. Fótbolti 18.9.2024 21:25 Markalaust á Etihad Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester. Fótbolti 18.9.2024 18:31 Óviss um að hann sé velkominn á Oasis tónleikana Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool á Englandi, er óviss um hvort hann láti sjá sig á tónleikum bresku hljómsveitarinnar Oasis í sumar. Sveitungi hans frá Liverpool, Jamie Carragher, býður honum þó með sér á leikana. Enski boltinn 18.9.2024 15:32 Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Fótbolti 18.9.2024 13:32 Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ Vincent Kompany, stjóri Bayern München, nýtti tækifærið í gærkvöld til að svara þeim sem efast hafa um að hann ráði við starfið, sem hann fékk óvænt í hendurnar í sumar. Fótbolti 18.9.2024 13:01 Stuðningsmaður Liverpool lést fyrir leikinn gegn Milan Philip Joseph Dooley, stuðningsmaður Liverpool, lést í umferðarslysi fyrir leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 18.9.2024 10:31 Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. Fótbolti 18.9.2024 10:00 Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR. Fótbolti 18.9.2024 08:02 Sprungu úr hlátri þegar stóllinn hans Alberts gaf sig: „Ragnar Reykás er mættur“ Albert Brynjar Ingason hefur oft upp háa raust í sérfræðingastól Stöðvar 2 Sports, en átti erfitt með það í gærkvöldi. Fótbolti 18.9.2024 07:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 274 ›
Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. Fótbolti 1.10.2024 18:46
„Vil ekki snúa þessu upp í sápuóperu“ Ég myndi gera þetta í hundrað af hverjum hundrað skiptum, segir stjóri Paris Saint-Germain sem setti stórstjönu út í kuldann fyrir stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 1.10.2024 17:15
Chiesa ekki með gegn Ítölunum Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni. Fótbolti 1.10.2024 16:31
Kraftaverk hjá Mbappé sem kannski spilar á morgun Kylian Mbappé er afar óvænt í leikmannahópi Real Madrid sem ferðast til Frakklands og spilar þar við Lille í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á morgun. Fótbolti 1.10.2024 09:02
Spilar ekki gegn Arsenal eftir hávaðarifrildi Ousmane Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, verður ekki með í för þegar liðið mætir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í Lundúnum annað kvöld. Um er að kenna ósætti milli hans og Luis Enrique, þjálfara franska liðsins. Fótbolti 30.9.2024 13:02
Börsungar bannaðir í Belgrad vegna nasistafána Spænska knattspyrnufélagið Barcelona fær ekki að hafa stuðningsmenn á útileik sínum gegn Rauðu stjörnunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, vegna nasistafána. Fótbolti 27.9.2024 14:46
Mbappé úr leik næstu vikurnar Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé mun ekki geta látið ljós sitt skína með Evrópumeisturum Real Madrid næstu þrjár vikurnar, vegna meiðsla. Fótbolti 25.9.2024 11:59
Búið spil hjá fyrirliðanum en Barcelona má fá nýjan mann Þýski markvörðurinn Marc-André ter Stegen mun sennilega ekki spila meira fyrir Barcelona á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega í hné, í 5-1 sigrinum gegn Villarreal í spænsku 1. deildinni í gær. Fótbolti 23.9.2024 11:30
Segir að Saliba og Gabriel séu besta miðvarðapar í Evrópu Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Arsenal-mennirnir William Saliba og Gabriel myndi besta miðvarðapar Evrópu. Fótbolti 20.9.2024 10:31
Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. Fótbolti 20.9.2024 08:31
„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. Fótbolti 19.9.2024 22:02
Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. Fótbolti 19.9.2024 21:29
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. Fótbolti 19.9.2024 18:32
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. Fótbolti 19.9.2024 18:32
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. Fótbolti 19.9.2024 19:02
Sparkað eftir tapið rosalega gegn Bayern Þjálfarinn Sergej Jakirovic fékk bara að stýra Dinamo Zagreb í einum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur því hann var rekinn eftir 9-2 tapið gegn Bayern München á þriðjudaginn. Fótbolti 19.9.2024 16:33
Trompaðist eftir misheppnaða hælsendingu í dauðafæri: „Nei! Nei! Nei!“ Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, fannst ekkert sniðugt við hælspyrnuna sem Matteo Darmian reyndi þegar hann komst í dauðafæri í leiknum gegn Manchester City. Fótbolti 19.9.2024 15:31
Haaland neitaði að gefa Acerbi treyjuna sína eftir að hann hafði ítrekað togað í hana Erling Haaland, framherji Manchester City, var ekki á því að gefa Francesco Acerbi, varnarmanni Inter, treyjuna sína eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 19.9.2024 12:31
Fannst stemningin á Etihad steindauð Peter Schmeichel segir að andrúmsloftið á Etihad hafi ekki hjálpað Manchester City í leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sagði að engin stemmning hefði verið hjá stuðningsmönnum City. Fótbolti 19.9.2024 11:32
Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. Fótbolti 19.9.2024 09:31
Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla á ökkla. Enski boltinn 19.9.2024 07:31
Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn. Fótbolti 18.9.2024 21:25
Markalaust á Etihad Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester. Fótbolti 18.9.2024 18:31
Óviss um að hann sé velkominn á Oasis tónleikana Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool á Englandi, er óviss um hvort hann láti sjá sig á tónleikum bresku hljómsveitarinnar Oasis í sumar. Sveitungi hans frá Liverpool, Jamie Carragher, býður honum þó með sér á leikana. Enski boltinn 18.9.2024 15:32
Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Fótbolti 18.9.2024 13:32
Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ Vincent Kompany, stjóri Bayern München, nýtti tækifærið í gærkvöld til að svara þeim sem efast hafa um að hann ráði við starfið, sem hann fékk óvænt í hendurnar í sumar. Fótbolti 18.9.2024 13:01
Stuðningsmaður Liverpool lést fyrir leikinn gegn Milan Philip Joseph Dooley, stuðningsmaður Liverpool, lést í umferðarslysi fyrir leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 18.9.2024 10:31
Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. Fótbolti 18.9.2024 10:00
Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR. Fótbolti 18.9.2024 08:02
Sprungu úr hlátri þegar stóllinn hans Alberts gaf sig: „Ragnar Reykás er mættur“ Albert Brynjar Ingason hefur oft upp háa raust í sérfræðingastól Stöðvar 2 Sports, en átti erfitt með það í gærkvöldi. Fótbolti 18.9.2024 07:01