Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 21:00 Það sést ekki á myndinni, og virtist ekki sjást í útsendingu leiksins, en hér fer rauða spjaldið á loft. Neal Simpson/Getty Images Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. Athygli vakti að körfuboltagoðsögnin Michael Jordan var í stúkunni. Hvað hann var að gera í Mónakó er óvíst en hann er eigandi Air Jordan sem er íþróttavörumerkið sem framleiðir treyjur París Saint-Germain, eins helsta samkeppnisaðila Mónakó í Frakklandi. Michael Jordan is in the house for Monaco vs. Barcelona 🐐 pic.twitter.com/ro3Avpf4ao— B/R Football (@brfootball) September 19, 2024 Börsungar töpuðu boltanum snemma leiks sem leiddi til þess að Garcia braut einkar klaufalega af sér. Þar sem hann var að koma í veg fyrir kjörið marktækifæri gat dómari leiksins ekki annað gert en sent hann af velli. Það tók heimamenn ekki langan tíma að nýta sér liðsmuninn en Marc-Andre ter Stegen hafði þegar varið vel frá Breel Embolo þegar Maghnes Akliouche skoraði með frábæru skoti mínútu síðar og staðan orðin 1-0. Aftur var Embolo nálægt því að skora áður en gestirnir frá Katalóníu jöfnuðu metin nokkuð gegn gangi leiksins á 28. mínútu. Lamine Yamal fékk boltann frá Marc Casado og keyrði inn að D-boganum, þar lét Yamal vaða með sínum frábæra vinstri fæti niðri í hægra hornið og staðan óvænt orðin 1-1. Var þetta hans fyrsta Meistaradeildarmark. Lamine Yamal scores his first Champions League goal 🙌#UCL pic.twitter.com/ec0EDB6AA2— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þannig var staðan í hálfleik og allt fram til 71. mínútu þegar George Ilenikhena skoraði eftir frábæra skyndisókn, Heimamenn komnir yfir og reyndist þetta sigurmarkið. Reyndar dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu sem hefði gulltryggt sigur Mónakó en eftir að skoða atvikið betur dró hann dóminn til baka. Monaco defeat Barcelona 🔴⚪#UCL pic.twitter.com/nghpCLVZK2— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Það kom ekki að sök og Mónakó hefur Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25 á frábærum sigri á lærisveinum Hansi Flick í Barcelona. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. Athygli vakti að körfuboltagoðsögnin Michael Jordan var í stúkunni. Hvað hann var að gera í Mónakó er óvíst en hann er eigandi Air Jordan sem er íþróttavörumerkið sem framleiðir treyjur París Saint-Germain, eins helsta samkeppnisaðila Mónakó í Frakklandi. Michael Jordan is in the house for Monaco vs. Barcelona 🐐 pic.twitter.com/ro3Avpf4ao— B/R Football (@brfootball) September 19, 2024 Börsungar töpuðu boltanum snemma leiks sem leiddi til þess að Garcia braut einkar klaufalega af sér. Þar sem hann var að koma í veg fyrir kjörið marktækifæri gat dómari leiksins ekki annað gert en sent hann af velli. Það tók heimamenn ekki langan tíma að nýta sér liðsmuninn en Marc-Andre ter Stegen hafði þegar varið vel frá Breel Embolo þegar Maghnes Akliouche skoraði með frábæru skoti mínútu síðar og staðan orðin 1-0. Aftur var Embolo nálægt því að skora áður en gestirnir frá Katalóníu jöfnuðu metin nokkuð gegn gangi leiksins á 28. mínútu. Lamine Yamal fékk boltann frá Marc Casado og keyrði inn að D-boganum, þar lét Yamal vaða með sínum frábæra vinstri fæti niðri í hægra hornið og staðan óvænt orðin 1-1. Var þetta hans fyrsta Meistaradeildarmark. Lamine Yamal scores his first Champions League goal 🙌#UCL pic.twitter.com/ec0EDB6AA2— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þannig var staðan í hálfleik og allt fram til 71. mínútu þegar George Ilenikhena skoraði eftir frábæra skyndisókn, Heimamenn komnir yfir og reyndist þetta sigurmarkið. Reyndar dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu sem hefði gulltryggt sigur Mónakó en eftir að skoða atvikið betur dró hann dóminn til baka. Monaco defeat Barcelona 🔴⚪#UCL pic.twitter.com/nghpCLVZK2— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Það kom ekki að sök og Mónakó hefur Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25 á frábærum sigri á lærisveinum Hansi Flick í Barcelona.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti