Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 13:01 Vincent Kompany fylgist með leiknum við Dinamo Zagreb í München í gærkvöld. Getty/Marco Steinbrenner Vincent Kompany, stjóri Bayern München, nýtti tækifærið í gærkvöld til að svara þeim sem efast hafa um að hann ráði við starfið, sem hann fékk óvænt í hendurnar í sumar. Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00
Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01
Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11
Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“