Búið spil hjá fyrirliðanum en Barcelona má fá nýjan mann Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 11:30 Leikmenn Barcelona sáu strax að eitthvað alvarlegt hafði gerst, þegar fyrirliðinn Marc-André ter Stegen meiddist í gær. Getty/Jose Breton Þýski markvörðurinn Marc-André ter Stegen mun sennilega ekki spila meira fyrir Barcelona á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega í hné, í 5-1 sigrinum gegn Villarreal í spænsku 1. deildinni í gær. Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg og nú er komið í ljós að hnéskeljarsin rofnaði sem þýðir að Ter Stegen verður frá keppni í að minnsta kosti sjö til átta mánuði. 🚨⚠️ Barça confirm that Marc André ter Stegen has a complete rupture in the patella tendon in his right knee.The German goalkeeper will undergo surgery today as he will be out for 7/8 months. pic.twitter.com/9JlRGkKdj1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Hinn 25 ára gamli Iñaki Peña kom inn á í stað Ter Stegen og kemur til með að verja mark Börsunga, sem farið hafa frábærlega af stað í spænsku deildinni undir stjórn Hansi Flick. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í síðustu viku, 2-1 gegn Monaco. Ter Stegen er fyrirliði og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona um árabil, eða frá 2016, og ljóst að það er mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 32 ára markmann út. Navas, Karius og Vaclik á lausu Javier Tebas, forseti La Liga, staðfesti í dag að vegna meiðslanna mætti Barcelona kaupa nýjan leikmann þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður. Reglurnar heimila raunar að sá leikmaður þurfi ekki að vera markmaður heldur geti einnig verið útileikmaður. Hængurinn er sá að aðeins er hægt að taka inn leikmann sem ekki er samningsbundinn öðru félagi í dag – annars þarf Barcelona að bíða þar til að félagaskiptaglugginn opnast í janúar. AS fór yfir stöðuna og taldi upp mögulega kosti fyrir Barcelona. Heitasta nafnið á lausu er líklega Keylor Navas en þessi 37 ára markvörður, sem varð þrisvar Evrópumeistari með Real Madrid, er án félags eftir að hafa kvatt PSG í sumar. Loris Karius, fyrrverandi markvörður Liverpool, og Tékkinn Tomas Vaclik, sem áður lék með Sevilla, eru einnig nefndir, ásamt fleirum. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg og nú er komið í ljós að hnéskeljarsin rofnaði sem þýðir að Ter Stegen verður frá keppni í að minnsta kosti sjö til átta mánuði. 🚨⚠️ Barça confirm that Marc André ter Stegen has a complete rupture in the patella tendon in his right knee.The German goalkeeper will undergo surgery today as he will be out for 7/8 months. pic.twitter.com/9JlRGkKdj1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Hinn 25 ára gamli Iñaki Peña kom inn á í stað Ter Stegen og kemur til með að verja mark Börsunga, sem farið hafa frábærlega af stað í spænsku deildinni undir stjórn Hansi Flick. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í síðustu viku, 2-1 gegn Monaco. Ter Stegen er fyrirliði og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona um árabil, eða frá 2016, og ljóst að það er mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 32 ára markmann út. Navas, Karius og Vaclik á lausu Javier Tebas, forseti La Liga, staðfesti í dag að vegna meiðslanna mætti Barcelona kaupa nýjan leikmann þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður. Reglurnar heimila raunar að sá leikmaður þurfi ekki að vera markmaður heldur geti einnig verið útileikmaður. Hængurinn er sá að aðeins er hægt að taka inn leikmann sem ekki er samningsbundinn öðru félagi í dag – annars þarf Barcelona að bíða þar til að félagaskiptaglugginn opnast í janúar. AS fór yfir stöðuna og taldi upp mögulega kosti fyrir Barcelona. Heitasta nafnið á lausu er líklega Keylor Navas en þessi 37 ára markvörður, sem varð þrisvar Evrópumeistari með Real Madrid, er án félags eftir að hafa kvatt PSG í sumar. Loris Karius, fyrrverandi markvörður Liverpool, og Tékkinn Tomas Vaclik, sem áður lék með Sevilla, eru einnig nefndir, ásamt fleirum.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira