Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 20:55 Leikmenn Arsenal fagna ótrúlegri tvöfaldri markvörslu Raya í kvöld. EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. Það var snemma ljóst að Skytturnar hans Mikel Arteta voru nokkuð sáttar með eitt stig og það var það sem þær fengu í kvöld þökk sé ótrúlegri markvörslu David Raya. Eftir heldur þurran fyrri hálfleik braut Thomas Partey af sér, að þessu sinni innan vítateigs, og vítaspyrna í kjölfarið dæmd þó dómarinn hafi skoðað brotið betur í varsjánni umtöluðu. Á punktinn fór Mateo Retegui og tók einstaklega langt aðhlaup sem David Raya las líkt og um barnabók væir að ræða. Raya varði hins vegar boltann út í teig þar sem Retegui virtist bara þurfa að skalla þægilega í autt netið. Skalli hans var heldur laus sem gaf Raya tækifæri, markvörðurinn sýndi ótrúlegt viðbragð sitt og tókst að skutla sér á eftir boltanum og skófla honum af línunni. Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Ein af markvörslum ársins og staðan í Bergamo á Ítalíu enn markalaus. Þannig var hún allt til leiksloka og lokatölur því 0-0. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. Það var snemma ljóst að Skytturnar hans Mikel Arteta voru nokkuð sáttar með eitt stig og það var það sem þær fengu í kvöld þökk sé ótrúlegri markvörslu David Raya. Eftir heldur þurran fyrri hálfleik braut Thomas Partey af sér, að þessu sinni innan vítateigs, og vítaspyrna í kjölfarið dæmd þó dómarinn hafi skoðað brotið betur í varsjánni umtöluðu. Á punktinn fór Mateo Retegui og tók einstaklega langt aðhlaup sem David Raya las líkt og um barnabók væir að ræða. Raya varði hins vegar boltann út í teig þar sem Retegui virtist bara þurfa að skalla þægilega í autt netið. Skalli hans var heldur laus sem gaf Raya tækifæri, markvörðurinn sýndi ótrúlegt viðbragð sitt og tókst að skutla sér á eftir boltanum og skófla honum af línunni. Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Ein af markvörslum ársins og staðan í Bergamo á Ítalíu enn markalaus. Þannig var hún allt til leiksloka og lokatölur því 0-0.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“