Spænski boltinn

Fréttamynd

Ronaldo fer ekki frítt

Spænska félagið Real Madrid segir það alveg ljóst að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo fari ekki frá félaginu nú í janúar án þess að það fái greiðslu fyrir. Ronaldo hefur verið orðaður sterklega við ítalska liðið AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid í þriðja sæti

Real Madrid komst í kvöld í þriðja sætið í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu með mikilvægum 1-0 sigri á Mallorca. Það var Jose Antonio Reyes sem skoraði sigurmark Real beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Barcelona, Sevilla og Real Madrid hafa nú öll 38 stig í efstu þremur sætum deildarinnar en meistararnir í Barcelona eiga leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona lagði Tarragona

Barcelona skellti sér á toppinn í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn en sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Tarragona. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 65. mínútu og átti þátt í tveimur síðustu mörkum liðsins. Barcelona og Sevilla eru efst og jöfn í deildinni með 38 stig en Barca á leik til góða, líkt og Real Madrid sem getur komist í þennan hóp með sigri á Mallorca i kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Luku leik með sjö leikmönnum

Fjórir leikmenn Osasuna fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið heimsótti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Osasuna er eina liðið í spænsku efstu deildinni sem lýkur leik með 7 leikmenn inni á vellinum á síðustu 10 keppnistímabilum.

Fótbolti
Fréttamynd

Calderon baðst afsökunar

Sérstakur krísufundur var haldinn í herbúðum Real Madrid í dag þar sem forseti félagsins Ramon Calderon bað David Beckham og aðra leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Beckham á dögunum. Calderon kallaði Beckham lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá í sínar raðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Grannaslagur í 8-liða úrslitum

Í dag var dregið í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins en þar verður leikið heima og úti og eru leikirnir settir á dagana 31. janúar og 28. febrúar. Grannliðin Sevilla og Real Betis eigast við í 8-liða úrslitunum, en Betis sló Real Madrid út úr keppninni í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham lét forsetann heyra það á æfingasvæðinu

David Beckham hefur nú loksins svarað fyrir sig eftir að forseti Real Madrid hraunaði yfir hann í fjölmiðlum síðustu daga og kallaði hann lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá. Beckham svaraði hressilega fyrir sig á æfingasvæði Real í gær og kallaði Calderon lygara fyrir framan alla félaga sína í liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid - Betis í beinni í kvöld

Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Saviola á leið til Juventus?

Barcelona hefur samþykkt að selja argentínska framherjann Javier Saviola til Juventus. Þetta hefur spænsk útvarpsstöð eftir fyrrum félaga hans hjá River Plate, Andres d´Alessandro hjá Real Zaragoza. Saviola hefur verið úti í kuldanum hjá Barcelona undanfarin ár en hefur minnt rækilega á sig á síðustu vikum þegar hann hefur fengið tækifæri.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan gerir tilboð í Ronaldo

Svo gæti farið að Brasilíumaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid færi til AC Milan á Ítalíu eftir allt saman, en félögin eru nú sögð sitja að samningaborði. Ítalska liðið er sagt vilja fá leikmanninn til sín á frjálsri sölu gegn því að greiða þau himinháu laun sem hann hefur skv samningi sínum við Real, en samningur hans er til ársins 2008.

Fótbolti
Fréttamynd

Saviola fór á kostum

Argentínumaðurinn smái, Javier Saviola, minnti rækilega á sig í kvöld þegar hann skoraði öll þrjú mörk Barcelona í 3-2 sigri liðsins á Alaves í síðari leik liðanna í spænska bikarnum. Barcelona er því komið áfram í keppninni, en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Börsunga í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Calderon ekki hættur að hrauna yfir Beckham

Forseti Real Madrid gerði í dag endanlega út um vonir David Beckham um að losna fyrr undan samningi sínum við félagið í dag þegar hann lýsti því yfir að ekkert lið í heiminum hefði viljað bjóða honum samning í janúarglugganum og að hans biði ekkert í Bandaríkjunum annað en að gerast miðlungsleikari í Hollywood.

Fótbolti
Fréttamynd

Riquelme með nokkur tilboð á borðinu

Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme hefur nú framtíð sína algjörlega í höndum sér en hann er sagður vera að íhuga nokkur tilboð utan Spánar. Riquelme er úti í kuldanum hjá liði sínu Villarreal og vitað er af áhuga Bayern Munchen og liða í Mexíkó, Argentínu og Katar. Hann hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með spænska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo fer ekki til Milan

Brasilíski framherjinn Ronaldo mun ekki ganga í raðir AC Milan í vetur ef marka má forráðamenn ítalska félagsins, en leikmaðurinn er kominn út í kuldann hjá Fabio Capello þjálfara eins og David Beckham. Slitnað hefur upp úr viðræðum Milan og Real Madrid um kaup á Ronaldo og nú er útlit fyrir að hann verði að klára árið sem hann á eftir af samningi sínum á bekknum hjá spænska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Capello biðst afsökunar á ósiðlegu athæfi

Fabio Capello, stjóri Real Madrid, hefur beðist afsökunar á að hafa sýnt tveimur áhorfendum fingurinn í viðureign Real Madrid og Zaragoza í gærkvöldi. Capello hefur verið undir miklu álagi að undanförnu og svo virðist sem að það sé farið að sjá á sálinni á ítalska stjóranum.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham tók rétta ákvörðun

Nick Webster, helsti knattspyrnusérfræðingur FOX-íþróttastöðvarinnar í Bandaríkjunum, skrifar áhugaverðan pistil í dag um komu David Beckham til landsins. Þvert á skoðanir flestra aðra telur Webster að Beckham hafi tekið hárrétta ákvörðun. Og rökin sem hann gefur fyrir því eru býsna góð.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðræður milli Real og LA Galaxy í fullum gangi

Viðræður hafa staðið yfir í morgun og alla helgina á milli Real Madrid og LA Galaxy um að David Beckham fái að yfirgefa herbúðir spænska liðsins strax í þessari viku og ganga til liðs við bandaríska liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham horfði á leikinn með mömmu sinni

Mark frá Ruud van Nistelrooy var nóg til að tryggja Real Madrid öll þrjú stigin sem í boði voru í viðureign liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real er nú komið með 35 stig líkt og Barcelona og er í 2.-3. sæti deildarinnar. David Beckham horfði á leikinn úr stúkunni með mömmu sína sér við hlið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo fer frá Real Madrid

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur viðurkennt að brasilíski framherjinn Ronaldo sé á förum frá félaginu og það líklega nú í janúar. Newcastle er sagt líklegast til að klófesta markaskorarann.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvænt tap Sevilla á heimavelli

Topplið Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni tapaði óvænt fyrir Mallorca á heimavelli sínum í dag og mistókst þannig að auka við forskotið sem liðið hefur á Barcelona. Valencia er komið upp í þriðja sæti eftir sigur á Levante.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham til LA í þessum mánuði?

Ekki er loku fyrir það skotið að David Beckham fari fyrr til Bandaríkjanna en áætlað er en líklegt þykir að forráðamenn LA Galaxy, sem Beckham samdi við fyrir helgi, reyni að kaupa upp samning hans við Real en sem kunnugt er mun Beckham ekki spila aftur fyrir spænska stórveldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Vont tap hjá Barcelona

“Við þurfum að vakna,” sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, eftir 3-1 tap liðsins gegn Espanyol í gærkvöldi. Barcelona hefur ekki náð að sigra í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni en er áfram í 2. sæti deildarinnar – a.m.k. um stundarsakir. Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrstu 63 mínútur leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham spilar ekki meira fyrir Real

David Beckham hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid, að því er Fabio Capello, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti nú í morgun. Beckham á hálft ár eftir af samningi sínum við Real og fær að æfa með liðinu - en ekki spila.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Getafe enn til vandræða

Quique Sanchez Flores, þjálfari Valencia, er æfur yfir stuðningsmönnum Getafe eftir að hópur þeirra gerði sig sekan um kynþáttaníð í garð varnarmannsins Miguel í viðureign liðanna í bikarkeppninni á Spáni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Getafe eru gagnrýndir fyrir kynþáttaníð.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja Beckham fá 18 milljarða fyrir fimm ára samning

Reuters fréttastofan greinir frá því að samningurinn sem David Beckham gerir við LA Galaxy sé einn allra stærsti samningur sem sögur fara af í sögu atvinnuíþrótta, því hann muni fá meira en 18 milljarða króna fyrir samninginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham skrifar undir samning við LA Galaxy

David Beckham hefur náð samkomulagi við forráðamenn bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy og gengur í raðir liðsins í vor. Beckham staðfesti við Reuters að hann væri búinn að skrifa undir fimm ára samning.

Fótbolti
Fréttamynd

LA Galaxy í viðræðum við Beckham

Talsmaður amerísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu hefur greint frá því að forráðamenn Los Angeles Galaxy séu í viðræðum við David Beckham um að ganga í raðir liðsins. Beckham er enn í viðræðum við Real Madrid um nýjan samning, en ekki er talið að hann verði hjá Madrid lengur en fram á vor í mesta lagi.

Fótbolti
Fréttamynd

Marcelo frá í sex vikur

Bakvörðurinn ungi Marcelo hjá Real Madrid verður frá keppni í um sex vikur eftir að hann meiddist á ökkla í 2-0 tapi Real gegn Deportivo í spænsku deildinni um síðustu helgi. Marcelo gekk í raðir Real frá Fluminese í heimalandi sínu Brasilíu um leið og janúarglugginn opnaði.

Fótbolti
Fréttamynd

Mijatovic tekur orð sín til baka

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, Predrag Mijatovic, hefur dregið ummæli sín við Sky sjónvarpsstöðina í dag til baka og segir ekkert til í þeim fréttaflutningi að David Beckham sé á förum frá stórliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir leikir í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með tvær beinar útsendingar í fótboltanum í kvöld og hefjast þær báðar klukkan 19:50. Fyrri leikur Wycombe og Chelsea í undanúrslitum enska deildarbikarsins verður sýndur á Sýn og á Sýn Extra verður fyrri leikur Alaves og Barcelona í spænska bikarnum, þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Katalóníuliðsins.

Enski boltinn